Feykir


Feykir - 16.10.2014, Side 2

Feykir - 16.10.2014, Side 2
2 39/2014 Undanfarnar vikur og mánuði hefur undirrituð tekið eigið matarræði til gaumgæfilegrar endurskoðunar, og eru orsakirnar einkum misræmi á milli þess matar sem nauðsyn er að éta og þess magns sem að matarlystin boðar að æskilegt sé. Mismunurinn vill verða eftir einhvers staðar á líkamanum í formi aukakílóa sem eru furðu þaulsetin. Á þessu þarf vissulega að taka og éta minna en gott þykir. En nú eru líkur á að leggjast þurfi í flatari niðurskurð en nokkru sinni fyrr og skera enn frekar við nögl. Fjármálaráðu- neytið hefur nefnilega boðað að hver máltíð kosti, miðað við fjögurra manna fjölskyldu, 248 krónur. Nú er það svo að undir- rituð fer með heimilisrekstur og bókhald einnar slíkrar fjölskyldu og ættum við samkvæmt þessu að borða fyrir 2.976 krónur á dag þegar allt er talið, eða 89.280 krónur á mánuði. Fegin vildi ég að það væri raunveruleikinn, en ansi er ég hrædd um að ég yrði leið á núðlunum og hafragrautnum sem þessum veruleika fylgdi-alla daga. Það er vissulega fleira matur en feitt kjét og taka þarf í reikninginn, auk heildarkostnaðar matar- og drykkjarfanga úr búð, rafmagnskostnað og áhöld við eldamennsku, umbúðir utan um mat og nesti, kostnað við uppþvott, bifreiðarkostnað við innkaup -ef langt er í verslun- og ýmsan annan tilfallandi kostnað. Mig rámar í sjónvarpauglýsingu þegar ég var krakki þar sem inntakið var hvað hægt væri að fá fyrir 17 krónur á dag. Ef ég man rétt var þarna verið að auglýsa áskrift af einhverjum miðli, ef til vill bara Ríkisútvarpinu í þá daga. Síðan var sýnt á myndrænan hátt að hægt væri að fá hálfan lítra af mjólk og heilan banana, ef mig brestur ekki minni. Síðan eru liðin mörg ár og ekki hefur verðið á bananum og mjólkurlítranum lækk- að síðan. Nú langar mig að skora á Bjarna Ben. að láta framleiða slíka auglýsingu þar sem ráðuneytið sýnir okkur dæmi um matseðil fyrir tæpar 750 krónur á mann á dag. Að sjálfsögðu verður seðillinn að standast þau manneldismarkmið og neysluviðmið sem heilbrigðissjónarmið gera ráð fyrir og einnig að gera ráð fyrir flutningskostnaðinum sem er búið að smyrja ofan á matvælin þegar þau eru komin í búðina úti á landi. Þá þarf að gera ráð fyrir að flest matvælin séu lífræn og kaldpressuð því annað þykir vart mönnum bjóðandi í dag. Til að vera alveg viss í sinni sök þyrfti svo auðvitað Bjarni sjálfur að lifa á umræddum mat, og bjóða eiginkonu sinni og börnum upp á slíkt hið sama. Hann fer jú varla að bjóða þjóðinni upp á það sem hann ekki getur hugsað sér sjálfur. Sjálf er ég staðráðin í að prófa þetta, þó ekki væri nema einn dag. Og ef ske kynni að ég þraukaði tvo daga, án þess að halda öllu hverfinu í herkví með garnagaulinu í mér, gæti vel farið svo að ég yrði að segja skilið við uppáhaldsaukakílóin. Þegar það gerist hringi ég auðvitað í ráðuneytið og spyr hvað kosti að fata fertuga konu upp á nýtt, enda verða öll fötin steinhætt að passa á mig. Það geta nú varla verið nein ósköp! Kristín S Einarsdóttir, matargat Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Að borða fyrir 248 krónur eða 750 krónur á dag Jóhanna Guðrún syngur í Miðgarði Sönglög á aðventu Til stendur að halda hátíðlega tónleika í Miðgarði þann 6. desem- ber nk. undir yfirskriftinni Sönglög á aðventu. Um er ræða sama kjarna fólks sem hefur staðið að Sönglögum í Sæluviku, fram kemur fjöldi skag- firskra tónlistarmanna en sérstakur gestur að þessu sinni er hin ástsæla söngkona Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Að sögn Einars Þorvalds- sonar, sem skipuleggur tón- leikana ásamt Stefáni Gísla- syni, var ekki unnt að halda Sönglög í Sæluviku þetta árið en þess í stað verður blásið til stórtónleika þar sem falleg jólastemning mun ráða ríkjum. Á svið með Jóhönnu Guðrúnu stíga m.a. Óskar Pétursson tenór, Íris Olga Lúðvíksdóttir, Sigvaldi. H. Gunnarsson, Kolbrún Grét- arsdóttir og fleiri, ásamt sameinuðum barnakór barnaskólanna í Skagafirði. Nánar auglýst þegar nær dregur. /BÞ Gasmengun á Norðurlandi vestra Vel undir hættumörkum Gasmengunar hefur gætt víða um landið undanfarna daga og blámóðan verið greinileg á Norðurlandi vestra. Að sögn Vernharðs Guðna- sonar, formanns Almannavarna- nefndar Skagafjarðar, gefur mælir sem sýnir styrk brenni- steinsdíoxíðs (SO2) í andrúms- loftinu til kynna að mengunin sé vel undir hættumörkum. Mælir- inn er staðsettur á lögreglu- stöðinni á Sauðárkróki. Vernharð vill þó árétta að ef fólk finnur fyrir óþægindum í öndunarfærum eða augum þá er þeim ráðlagt að vera innandyra, loka gluggum og hækka á ofnum til að koma í veg fyrir að mengun berist inn. /BÞ Skagafjarðarveitur bora í Hrollleifsdal Borhola SK-32 virkjuð Síðsumars var unnið að virkjun borholu SK-32 í Hrollleifsdal sem er staðsett um 35 m norðan við núver- andi borholu sem þjónar Hofsósi og nágrenni. Nýja holan var boruð árið 2012 og er um 1.100 m djúp og með vinnslufóðr- ingu niður á 300 m dýpi. Komið var upp dæluhúsi sem hýsir mótor borholudælunnar og annan stýribúnað og í lok sept. var dælunni komið fyrir í holunni. Dælan er á 200 m dýpi og voru í allt settar saman 65 þriggja metra langar einingar af dæluröri og dæluöxli og þær hífðar með krana en heildar- þungi þeirra er um 10 tonn. Háskólaráð ályktar um fjárlögin 2015 Enn skal sorfið að Háskólanum á Hólum Menntakerfi Íslands á háskólastigi hefur verið fjársvelt á undanförnum árum, hvort heldur sé tekið mið af fjármögnun háskólanáms á Norðurlöndum eða meðal ríkja OECD, og hefur Háskólinn á Hólum ekki farið varhluta af þeirri uggvænlegu þróun. Í ályktun frá háskólaráði skólans kemur fram að álag og kröfur á starfsmenn skólans hafi margfaldast, og enn skal sorfið að sé mið tekið af frumvarpi til fjárlaga 2015. Í ályktunninni segir að ársverkum við skólann hafi fækkað um 20% frá árinu 2009 (úr 51,6 í 40) á sama tíma og kostnaður vegna stundakennslu stendur í stað. „Álag og kröfur á starfsmenn skólans hafa marg- faldast, og enn skal sorfið að sé mið tekið af frumvarpi til fjár- laga 2015. Samkvæmt frumvarp- inu verður ekki greitt með 68 nemendum og nemur sú upphæð allt að 60 milljónum króna sem í raun vantar upp á eðlilegan rekstur skólans.“ Háskólinn á Hólum hefur í gegnum árin haft hátt hlutfall sértekna m.a. á formi rann- sóknastyrkja og fagnar Háskóla- ráð því að í fjárlögum sé veitt auknu fé í samkeppnissjóði en leggur áherslu á að rekstrar- umhverfi skólans verði jafn- framt að vera tryggt. „Háskólaráð Háskólans á Hólum skorar á þjóðkjörna fulltrúa að efla háskólanám á Íslandi og stuðla þannig að jákvæðri þróun efnahagslífs á Íslandi til framtíðar,“ segir í ályktuninni. /BÞ Unglingadeildin Glaumur þakkar stuðninginn Unglingadeildin Glaumur á Hofsósi hafði samband við Feyki og vildi þakka ómetanlegan stuðning vegna áheitagöngunnar sem þau gengu sl. föstudag. Gengið var með einn meðlim deildarinnar alveg frá Hofsósi að Hlíðarenda í Óslandshlíð, eða alls 12 kílómetra leið. „Þeim tókst að ganga alla leið með börurnar, hress og kát og var þyngdin um 50 kg sem þau báru. Tók þetta þau 3 tíma og 35 mínútur. Það voru yfirleitt um níu unglingar að bera börurnar í einu. Á meðan hin biðu eftir að kæmi að þeim týndu þau rusl í vegköntunum,“ sagði Sylvía Magnúsdóttir, umsjónarmað- ur deildarinnar. „Þetta er mjög góður hópur og flott samvinna hjá þeim,“ sagði Sylvía, „og vil ég þakka öllum tillitssemina í umferðinni.“ /KSE Söfnuðu áheitum og týndu rusl Starfsmenn Skagafjarðarveitna í dæluhúsinu í Hrollleifsdal. MYND: Vefur Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Einnig hefur verið unnið að frá- gangi á lögnum og stýribúnaði. Dælan verður gangsett á næstu dögum og prufudælt úr holunni sem stefnan er að tengja inn á kerfið fyrir árslok. Virkjun hol- unnar mun auka afhendingar- öryggi á heitu vatni til notenda og er nauðsynleg viðbót þegar horft er til stækkunar veitusvæðisins.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.