Feykir


Feykir - 16.10.2014, Qupperneq 7

Feykir - 16.10.2014, Qupperneq 7
39/2014 7 fyrr en árið 2009, þegar hún hóf doktorsnám í skapandi skrifum og gat ráðist í eigin rannsóknir, sem hún vissi að voru nauð- synlegar til að af sögunni gæti orðið. Hún hafði þá hugsað um morðin á Illugastöðum síðan hún heyrði fyrst um þau árið 2003. Hún segir mikið af þeim heimildum sem hún las hafa verið langorðar um líf Natans Ketilssonar, en í fæstum þeirra hafi verið minnst á Agnesi og líf hennar, ef undan er skilin hlutdeild hennar í glæpnum. Þess vegna hafi sér oft fundist Agnes vera kynnt sem einhvers konar „steríótýpa“ og sig hafi langað að vita meira um persónu hennar. Hannah hefur ekki yfirsýn yfir það hversu mörg eintök af bókinni hennar hafa selst um víða veröld, þó hún viti að salan hafi gengið vel. „Ég vil helst ekki vita sölutölurnar. Mér finnst þær dálítið truflandi og ekki hafa góð áhrif á þá skap-andi hugsun sem ég vil tileinka mér. En útgefendur mínir eru ánægðir og það gerir mig ánægða.“ Hannah staðfestir að áform séu uppi um að kvik- mynda bókina þó þau séu ennþá á frumstigi. Lionsgate hefur keypt kvikmyndaréttinn og Jennifer Lawrence hefur sam- þykkt að leika Agnesi. „Ég veit ekki hvenær það verður byrjað á undirbúningi myndarinnar, en um leið og ég veit það mun ég láta ykkur vita,“ segir hún. Hannah vill að lokum koma á framfæri þakklæti sínu til samfélagsins á Sauðárkróki og í Skagafirði, sem hún kallar „heimili sitt að heiman.“ „Takk fyrir gestrisni ykkar; fyrir að taka mig með og leyfa mér að verða partur af sam- félaginu ykkar sem ung stúlka. Takk fyrir að deila sögunum ykkar með mér. Takk fyrir að leyfa mér að deila minni sögu með ykkur. Ég vona að ég geti heimsótt ykkur aftur sem fyrst.“ Hannah áritar Náðarstund. MYNDIR ÚR EINKASAFNI PIB Hannah Kent les úr Náðarstund. Frá vinstri: Pétur Ingi, Hannah Kent, Birgitta Björt, Regína Jóna með Sigurbjörn Darra og fremstur Fannar Orri. Laufskálarétt fyrir fimmtán árum Albest sér una á heiðunum hross hryssur með folöld sem þjón-eiga oss, en sum í bara bið. Þar er mest frelsið í friðsælum dal fjölbreitt er yndi við gróðursins val og ljúfan lækjar nið. En þegar ég heyri í fjölmiðlum frétt fjálglega talað um Laufskálarétt, þá vaknar vitund hlý. Svo stefni ég huga á frjálslegan fund að fólki svo mörgu sem átti með stund haustsins helgi í. Í réttinni sýndi það manndóm og mátt metnað og hreysti, við hrossin þó sátt, svo góð varð gleði stund. Og aðrir þar stóðu nær stöðugt við söng. Já stundin var notuð sem best voru á föng, því létt var allra lund. Og gestirnir ókunnu áttu að sjá átök og leikni við hrossum að ná gaman margt fallslaust fá. Síst má í frásögnum mæla gegn því að mörgum var skemmt þarna réttinni í, svo brosið lék um brá. En frelsi var lokið í fjallanna sal með fangbrögðum hrossunum stýra því skal öllum á ákveðinn stað. Átökin voru ekki gróflega grimm þó gengju til verka ei færri en fimm, sem fóru faglega að. Í faxinu hafði sá fyrsti oft tak og fljótlega annar fór klofvega á bak, næst kom svo kona ein, sem aftan við stimpaðist tröllslega stór í stertinum hangandi hvert sem allt fór með öskur óp og vein. Með hlátrum og sköllum svo skellt var á lær, þá skalf margur hnjáliður ofaní tær hver getur gert að því. Svo allt þá var komið á fljúgandi ferð fólkið og hrossin, öll þessi mergð kraumaði körlum í. Þá kom þar eitt tryppi á tölti rétt hjá einn tók í faxið og henti sér á og hugðist hanga ná. En folinn var sprækur og spyrnti við fót og splundraði gengi sem lenti á mót það var sko sjón að sjá. En hratt og svo fumlaust, kom mergðin á mót margir sem hreyfðu sig alls ekki hót, nú allt þó fannst á ferð. Og það mátti ætla var manni ei létt meðan hann tolldi á logandi sprett á hvassri hryggbeins gerð. Og áður en varði, það veit ég er satt að vesalings tryppið í réttina datt þrönginni allri í. Aðrir sem reyndu að handfesta hross höfðu þá farið á leið þeirra í kross. Allt brasið fyrir bí. Mörg voru afrekin óvenju kná aldrei mun gleymast sumt þarna frá en geymast gleði í. Afrekin verða ekki mögnuð á mynd í minni þó alls ekki snjáð eða fyrnd, alltaf sem nánast ný. Kerling ein afgömul óvenju full ótemjur studdu, er söng eitthvað bull klám og svo kunnug ljóð. En hún kunni að umgangast allt þetta stóð afslöppuð eins og hún marvaðann tróð, orti hún lífsins óð. Strák sá ég æða í réttina inn ölvaður hristi hann rauðhausinn sinn og brá sér svo á bak. Fiman loks óvenju, mann einn ég sá aðeins brá hendinni makka næst á annað varð traust hans tak. Áfram hélt starf meðan stóði í rétt stefnt var í dilka og heim á leið sett þar lýsing ljúka verð. Svo verður gæðingum gefið á stall sem göldnum var stýrt eftir átök og svall á flug í réttar ferð. Og hross verða aftur á öræfi sett aftur þeim smalað á rjúkandi sprett af stoltri bænda stétt. Þá lofar þú vinur í Laufskálarétt látbragðið hrossanna háreist og nett sannleik og sælu frétt. AÐSENT HÖFUNDUR KÝS NAFNLEYND Sunnlenskur bóndi sem brá sér í Laufskálarétt fyrir um það bil fimmtán árum, en vildi ekki láta nafns síns getið, sendi Feyki þessar vísur sem hann orti eftir heimsóknina.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.