Feykir - 16.10.2014, Síða 9
39/2014 9
Rætt við Aleksöndru Rós fyrrum skjólstæðing meðferðarheimilisins Háholts
Komið fram við mig eins
og manneskju í fyrsta sinn
Meðferðarheimilið Háholt
hefur mikið verið í
umræðunni undanfarið þar
sem deilt hefur verið um gildi
og hlutverk stofnunarinnar.
Ýmsum hliðum málsins hefur
verið varpað fram í dagsljósið
og skoðanir viðraðar. Feyki
lék forvitni á að heyra
sjónarmið skjólstæðings
Háholts og ræddi við
Aleksöndru Rós Jankovic
sem góðfúslega sagði frá
upplifun sinni af
meðferðarheimilinu.
„Aðstaða mín á þessum tíma var
ekki góð, ég var í neyslu og
glímdi við alvarlegt þunglyndi
og kvíða. Ég var mjög týnd í
lífinu og var ein af þessum
krökkum sem flakkaði á milli
meðferðaheimila frá 12 ára
aldri. Ég hafði verið á fóstur-
heimili áður en ég kom á Háholt,
líkaði það mjög vel og gekk rosa
vel, en svo missti ég tökin. Þá
mat Barnaverndarnefnd það
svo að best væri að senda mig á
Háholt,“ segir Aleksandra þegar
hún rifjar upp fyrstu kynni sín
af meðferðarheimilinu. Þá var
hún 17 ára gömul og dvaldi í
Háholti í níu til tíu mánuði, þar
til hún varð 18 ára.
Aleksandra ber Háholti vel
söguna vel en þar segist hún hafa
uppgötvað að hægt væri að hafa
gaman af lífinu edrú. Hún rifjar
upp atvik sem rennur henni
seint úr minni og varð einskonar
vendipunktur. „Ég var alveg
brjáluð og vildi komast í bæinn
og lét alla heyra það. Ég sagði að
það væri bull að hafa mig þarna
því þetta myndi sko ekki breyta
neinu fyrir mig. Þá í fyrsta skipti
var ég spurð hvað hægt væri að
gera til að hjálpa mér. Ég varð
bara orðlaus, því ég hafði aldrei
verið spurð að þessu áður.“
Þarna segist hún í fyrsta sinn
hafa upplifað það að komið væri
fram við hana eins og manneskju
sem hægt væri að hjálpa en áður
hafði henni fundist hún álitin
„vonlaust keis“, eins og hún
orðar það, og einungis í geymslu
þangað til hún yrði útskrifuð og
myndi missa fótanna á ný.
„Á Háholti var allt gert til
þess að hjálpa mér og í fyrsta
skipti fékk ég sjálf að fá að koma
með hugmyndir að því sem
myndi hjálpa mér. Ef þær voru
raunhæfar þá var hlustað á þær.“
Þá fékk Aleksandra tækifæri til
að sinna áhugamálum sínum, en
eins og glögglega kemur fram
þegar hún lýsir dæmigerðum
degi hjá sér á meðan hún dvaldi
í Háholti, þá var hestamennskan
í fyrirrúmi. Hún segist hafa eytt
mörgum stundum í hesthús-
unum og notaði til þess hvert
tækifæri. „Ég hef mikinn áhuga
á hestum. Svo reddaði starfsfólk
Háholts mér vinnu við tamn-
Aleksandra Rós ásamt dóttur sinni. MYND: ÚR EINKASAFNI
Opið fyrir pantanir
Hugrún Pálsdóttir er fædd á
Sauðárkróki árið 1997. Hún
er dóttir Páls Friðrikssonar og
Guðnýjar Axelsdóttur. Hugrún
á tvær systur, Eyvöru og
Snæbjörtu Pálsdætur.
Deild í FNV: Viðskipta- og
hagfræðibraut.
Þrjú lýsingarorð sem lýsa þér
best: Metnaðargjörn, lífsglöð og
með ævintýraþrá.
Hvar finnst þér best að vera: Mér
finnst langskemmtilegast og líður
vel á fótboltavellinum og nánast
hvar sem er sem krefst hreyfingar.
Svo líður mér líka mjög vel upp í
rúmi með sæng, sofandi eða í
tölvunni.
Hvernig líkar þér að vera í FNV:
Það er mjög fínt í FNV.
Hvað finnst þér best við skólann:
Mér finnst staðsetningin mjög
góð og bara mjög þægilegt að
hafa framhaldsskóla í heimabæ
sínum svo hægt sé að búa á hótel
mömmu og vinna með skóla,
maður hefur það ekkert betra en
það!
Hvaða viðburður í skólanum
finnst þér skemmtilegastur:
Menningarkvöldið finnst mér
standa upp úr og einnig árshátíðin
og árshátíðarvikan í heild sinni.
Helstu áhugamál: Íþróttir, helst
fótbolti, hestar, snjóbretti og
gítarinn sem liggur heima allt of
lítið notaður.
Uppáhalds matur: Flest allt sem
tengist veislumat, helst lamba-
hryggur eða læri.
Besta kvikmyndin: Ég fæ aldrei
leið á Pitch Perfect!
Hvaða þekktri persónu vildirðu
helst kynnast: Beyonce!
Hvað er það versta sem gæti
komið fyrir þig: Að missa einhvern
náinn eða vita að hann sé veikur
eða líði illa og geta ekkert hjálpað
honum. Að verða ósjálfbjarga
(lömuð eða þess háttar) hræðir
mig líka.
Hvað gleður þig mest: Að
eiga ánægjulega stund með
fjölskyldunni sem gerist allt of
sjaldan nú til dags!
Uppáhalds félag í íþróttum:
Tindastóll og Liverpool.
Skrítnasti félaginn: Það er nú
enginn af okkur eitthvað eðlilegur
svosem.
Hver er helsta fyrirmyndin: Ég
verð að taka undir með Maríönnu
og segja Amma á Hóló, hún er
bara alltaf svo hress og kát.
Uppáhalds tónlist: Ég er með
frekar víðan tónlistarsmekk og
finnst gaman að hlusta á gamla
íslenska tónlist, sérstaklega þá sem
ég get spilað eitthvað á gítarinn
með og svo tónlistin á fm957.
Uppáhalds teiknimyndapersóna:
Tímon og Púmba.
Uppáhalds stjórnmálamaðurinn:
Ég ætla að segja pass!
Lífsregla: Brostu framan í heiminn,
þá brosir heimurinn framan í þig.
Hvað myndir þú gera ef þú ynnir
milljón í happdrætti: Ég myndi
vilja njóta þess eins mikið og ég
get með því að fara t.d. til USA í
skiptinám eða eitthvað í þá áttina.
Draumatakmark: Að njóta lífsins
á meðan ég get.
Hugrún skorar á Iðunni
Helgadóttur að svara
spurningum Feykis næst.
Hugrún Pálsdóttir
Líður best á
fótboltavellinum
( FJÖR Í FJÖLBRAUT ) berglind@feykir.is
ingar hjá yndislegu fólki í
sveitinni rétt hjá. Þá urðu dag-
arnir mínir þannig að ég fór að
vinna á morgnana og vann til
fjögur. Svo þegar að kvöldvaktin
kom þá fór ég yfirleitt aftur í
hesthúsin og var þar fram að
háttatíma,“ segir Aleksandra. Á
milli vinnu og frítíma var hún í
fjarnámi.
Aleksandra segir meðferðina
hafa reynst henni afar vel en
aðspurð um hvað standi einna
helst uppúr segist hún geta nefnt
fjölmörg atriði en allt var gert til
að gera henni dvölina sem
bærilegasta. „Allt sem tengist
hestum stendur mikið uppúr en
ég fékk að fara í hestaferðir,
keppa á hestum og margt fleira.
Það stendur líka upp úr hvað ég
kynntist mikið af frábæru fólki
sem vildi allt gera til þess að
hjálpa mér en ég er enn í
sambandi við marga starfsmenn
Háholts og alltaf þegar að ég kem
á Krókinn heimsæki ég marga
þeirra. Ég gæti ekki verið
þakklátari fyrir að hafa þau í lífi
mínu.“
Hjálpaði mér að
stíga fyrstu skrefin
í edrúmennsku
Aleksandra segir staðsetningu
Háholts vera ómældan kost að
hennar mati og í hæfilegri
fjarlægð frá höfuðborginni. „Það
er ekki lengst í burtu frá bænum
en samt nógu langt þannig að þú
kemst ekki auðveldlega þangað
ef þú ætlar að strjúka eða
eitthvað því um líkt. Það eru
bara alltof margar freistingar
fyrir fíkla að vera of nálægt
gamla umhverfinu,“ segir hún
og segir sína skoðun þá að synd
væri að loka Háholti. „Þá færu
margir krakkar sem þurfa á hjálp
að halda á mis við rosalega
góðan stað, sem er allur boðinn
og búinn að hjálpa manni. Þegar
að ég fór t.d á Háholt var það
algjörlega gegn mínum vilja. Ég
vildi sko alls ekki fara þangað og
gerði allt til þess að sleppa við
það.
Í dag er ég svo þakklát að ég
hafi verið send þangað því það
hjálpaði mér að stíga fyrstu
skrefin í minni edrúmennsku,“
segir Aleksandra sem hefur
komið lífi sínu á réttan kjöl. Í dag
er hún tveggja barna móðir og í
þann mund að ljúka stúdents-
prófi, og leggur einnig stund á
förðunarfræði.
VIÐTAL
Berglind Þorsteinsdóttir