Feykir - 16.10.2014, Side 11
39/2014 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar getur
hefur tíma til að fara í fótabað.
Spakmæli vikunnar
Bestu áhrif nokkurrar bókar er að hún hvetji lesandann
til að gera eitthvað sjálfur.
- Thomas Carlyle
Sudoku
Vissirðu að...
ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT
... konur blikka augunum tvisvar sinnum oftar en karlar?
... á Indlandi eru meira en 200 milljón kýr?
... karlar eru sjö sinnum líklegri til að verða fyrir eldingu en konur?
... hámarkshraði fyrstu járnbrautalestarinnar var 8 km/h.
... það kemst meira af köldu vatni en heitu í svamp?
FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is
Hahahahaha...
Í matarveislunni hvíslar mamman að syni sínum:
„Hvers vegna lagðir þú engin hnífapör við diskinn hjá Jóa frænda!?“
Sonurinn segir upphátt:
„Ja sko! Ég hélt að Jói þyrfti engin hnífapör. Þú sagðir að hann
borðaði eins og svín!“
Krossgáta
ÍRIS BJÖRG ÞÓRHALLAR-
DÓTTIR, 10. BEKK
-Að fá að hitta krakkana og vera með
þeim og að fara út.
ÁSDÍS BRYNJA JÓNSDÓTTIR,
10. BEKK
-Allt búið að vera rosa skemmtilegt. Ef
ég á að velja þá er það Spánarferðin
og heimsóknin þeirra hingað.
ARNDÍS ÞÓRUDÓTTIR,
10. BEKK
-Ég er nýbyrjuð í því, þannig að það
er heimsóknin núna.
SÓLRÚN TINNA
GRÍMSDÓTTIR, 9. BEKK
-Að hitta krakkana.
Þrír skotheldir réttir
FORRÉTTUR
Einfaldur fiskréttur
1-2 roð- og beinlaus fiskflök,
skorin í þunna strimla
1 rauðlaukur, saxaður smátt
rauð og græn paprika
saxaðar rækjur
sítrónusafi
Aðferð: Einhver hvítur fiskur,
eins og eitt til tvö roð- og beinlaus
flök, skorin niður hálffrosin í
þunna strimla. Rauðlaukur, rauð
og græn paprika saxað smátt.
Nokkrar rækjur og sítrónusafi
sett yfir og hrært saman. Gott að
útbúa nokkuð fyrir framleiðslu.
Borið fram með ristuðu brauði
og graflaxsósu.
Graflaxsósa:
4 hlutar léttmajones, 1 hluti sætt
sinnep og 1 tsk hunang hrært
saman. Smá fennel og dill bætt
út í.
AÐALRÉTTUR1
Gæsabringur með
piparostasósu
4 gæsabringur
salt og pipar
Aðferð: Fjögur bringustykki eru
fyrir að a.m.k. fjóra. Bringurnar
eru úrbeinaðar og steiktar á
pönnu, í 1-2 mín. á hvorri hlið og
kryddaðar með salti og pipar.
Loks eru þær settar í eldfast mót
og álpappír yfir í ofn á 170°C í 20
MATGÆÐINGAR VIKUNNAR
UMSJÓN berglind@feykir.is
Matgæðingur vikunnar er Jón
Sigurjónsson í Garði í Hegra-
nesi. Hann ætlar að bjóða upp
á einfaldan og góðan fiskrétt í forrétt og tvær gerðir af aðalrétt,
annars vegar gæsabringur með piparostasósu og grillað
lambalæri. „Skothelt dæmi og engin þörf á eftirrétt eftir að borða
þetta,“ segir Jón en hann skorar á Guðrúnu Soffíu Stefánsdóttur að
koma næst með uppskriftir í Feyki.
mín. Látið svo standa í 15 mín.
áður en bringurnar eru skornar
og bornar fram.
AÐALRÉTTUR 2
Grillað lambalæri
Lambalæri
lambakrydd frá Nokk ehf.
Aðferð: Lærið er úrbeinað þó
ekki nauðsynlegt, kryddað með
lambakryddi frá Nokk ehf.
(S.5335555 - skothelt krydd).
Lærið er vafið í álpappír og snúið
oft á meðan það er grillað í
ofninum. Hafa kjöthitamæli 58-
60°C í kjarna, látið standa í
a.m.k. 15-20 mín. í hitaboxi eða
leggja viskustykki yfir áður en
það er borið fram.
Piparostasósa:
1 piparostur
½ l rjómi
kjötkraftur
Aðferð: Hráefni brætt saman,
passa að það brenni ekki við.
Þessi sósa passar vel með báðum
aðalréttunum.
Salat: Spínat, rauð og gul paprika,
vínber, rauðlaukur og fetaostur,
skorið niður og sett í skál.
Verði ykkur að góðu!
Jón Sigurjónsson
Jón í Garði matreiðir
Taktu þátt í að gera Feyki enn skemmtilegri
Lumarðu
á frétt?
Feykir er frétta- og dægurmálablaðið á Norðurlandi vestra
GUÐRÚN TINNA
RÚNARSDÓTTIR, 10. BEKK
-Spánarferðin og þegar
þau komu hingað.
Feykir spyr...
[SPURT Í HÚNAVALLA-
SKÓLA, NEMENDUR Í
COMENIUSARVERKEFNI
5 LANDA]
Hvað hefur verið
skemmtilegast
í Comeniusar-
verkefninu?