Feykir


Feykir - 22.01.2015, Blaðsíða 1

Feykir - 22.01.2015, Blaðsíða 1
FERSKUR Á NETINU Feykir.is Hvað er að frétta? Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is á BLS. 4-5 BLS. 7 Séra Gísli Gunnarsson lítur um öxl á áramótum Setjum okkur að gera lífið skemmtilegt BLS. 3 Rætt við Ásgerði Pálsdóttur formann Stéttarfélagsins Samstöðu Slagkraftur laun- þega er mikill Lee Ann Maginnis er matgæðingur vikunnar Besti eftirréttur í heimi 3 TBL 22. janúar 2015 35. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Vatnsrennibraut reist við sundlaugina Hvammstangi Frá framkvæmdum á Hvammstanga. MYND: GHK Um áramót tóku í gildi einar umfangsmestu breytingar í sögu lögreglunnar þegar fullur aðskilnaður varð á milli sýslumanna og lögreglunnar. Lögregluliðin á Blönduósi og Sauðárkróki voru sameinuð í eitt lið, Lögregluna á Norðurlandi vestra, og hefur það nú tekið til starfa. Hið nýja embætti hefur m.a. stofnað samskiptasíðu á Facebook sem miðar fyrst og fremst að því að kynna starf lögreglunnar og auka upplýsingaflæði til almennings. Fyrsti lögreglustjóri hjá hinu ný- stofnaða embætti, Páll Björnsson frá Löngumýri, hefur hafið störf en hann mun hafa aðsetur á lögreglustöðinni á Sauðárkróki, sem er aðalskrifstofa embættisins. Tveir yfirlögregluþjónar eru hjá embættinu, Stefán Vagn Stef- ánsson, sem er yfirmaður rannsókna og Kristján Þorbjörnsson, sem er yfir- maður almennrar deildar. Saksóknar- fulltrúi embættisins og staðgengill lögreglustjóra er Björn Ingi Óskarsson. Þá hefur lögreglukonan Erna Rut Kristjánsdóttir hafið störf sem skrif- stofustjóri og er almennur skrifstofu- tími frá kl. 9-15 alla virka daga á lögreglu- stöðinni á Sauðárkróki. Lögreglustöðv- arnar verða áfram tvær, sem fyrr staðsettar að Hnjúkabyggð 33 á Blöndu- ósi og Suðurgötu 1 á Sauðárkróki. Þá verður tekið í gagnið nýtt skýrslu- gerðarherbergi á lögreglustöðinni á Sauðárkróki og standa nú framkvæmdir yfir vegna þessa. „Við sjáum fram á marga og spenn- andi möguleika við stækkun lögreglu- liðsins sem geta styrkt innviði lögregl- unnar á svæðinu. Það er okkar markmið, að auka þjónustuna og samstarfið við almenning og að halda áfram að efla öryggisstigið á Norðurlandi vestra,“ sagði Björn Ingi saksóknarfulltrúi og staðgengill lögreglustjóra í samtali við Feyki. /BÞ Eykur þjónustu og samstarf við almenning Lögreglan á Norðurlandi vestra Framkvæmdum við vatnsrennibraut í Sundlauginni á Hvammstanga miðar vel. Að sögn Guðnýjar Hrundar Karlsdóttur sveitarstjóra Húnaþings vestra er búið að reisa rennibrautina en eftir er að ganga frá tengingum vatns- og raflagna. Framkvæmdir hófust um miðjan desembermánuð en þar sem tíðarfarið hefur verið óhagstætt er ekki gert ráð fyrir að jarðvegsfrágangi ljúki fyrr en með vorinu nema tíðarfar breytist til batnaðar. Að sögn Guðnýjar verður brautin tekin í notkun um leið og jarðvegsframkvæmdum lýkur. Auk þess að reisa vatnsrennibrautina þurfti að byggja tæknirými fyrir rennibrautina og breyta girðingu vegna þeirra framkvæmda. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.