Feykir


Feykir - 22.01.2015, Blaðsíða 5

Feykir - 22.01.2015, Blaðsíða 5
3/2015 5 til sjóðsins, eins og um hafði verið samið. Ef þetta verður niðurstaðan, verður erfiðara að stuðla að endurhæfingu fólks, til að komast á nýjan leik út á vinnumarkaðinn. Framlög ríkisins til lífeyrissjóða vegna jöfnunarbyrði hafa verið skert, en það bitnar mest á sjóðum almenns verkafólks og sjó- manna. Þótt atvinnuleysi á Norðurlandi vestra sé ekki mikið, er stytting tímans til atvinnuleysisbóta stórt skref aftur á bak. Þessi atriði auðvelda örugglega ekki komandi kjara- viðræður.“ Ekki bjartsýn í upphafi kjaraviðræðna Ásgerður segist ekki vera ýkja bjartsýn í upphafi kjaraviðræðna. „Nei, ég er það ekki, rétt eins og aðrir kollegar mínir. Við heyrum tóninn í talsmönnum Samtaka atvinnulífsins, sem tala fyrir því að semja á „hóflegum“ nótum. Og við bætist að sjálfur seðlabankastjóri virðist vera á bandi vinnuveitenda, þótt hann komi ekki til með að sitja samn- ingafundina. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa nokkrar starfsgreinar samið um verulegar kjarabætur og al- mennir launþegar geta ekki sætt sig við að fá allt aðra með- höndlun við samningaborðið. Stéttarfélagið Samstaða og fimmtán félög til viðbótar hafa sent samningsumboð sín til Starfsgreinasambands Íslands. Samvinna þessara félaga er góð, þannig að slagkrafturinn er mikill. Við teljum að baklandið sé traust og verkalýðshreyfingin sest við samningaboðið með það að leiðarljósi að ná fram ásættanlegum samningum. Við munum ekki sætta okkur við að sitja eftir í launum eða kjörum, miðað við aðra hópa. Sumir hafa talað um að kaldur kjaravetur sé í farvatninu og ég get tekið undir þau orð. Eins og staðan er núna gæti jafnvel komið til einhverra aðgerða af okkar hálfu, jafnvel að grípa þurfi til verkfalls- vopnsins. Ég er hins vegar bjartsýn að eðlisfari og leyfi mér að vona að almennir launþegar fái réttlátar kjarabætur. Þeir hafa sannarlega lagt sitt að mörkum til þjóðfélagsins og eiga að njóta þess. Við mætum vel undirbúin til kjaraviðræðnanna,“ segir Ásgerður Pálsdóttir formaður Stéttarfélagsins Samstöðu. Jón Ormar Ormsson á Sauðárkróki Eftirlegukindur ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is Vinur skrifara, Sveinn Magnús Sveinsson, kirkjubóndi á Blönduósi og +Film hringdi síðla dags milli jóla og nýárs og hafði að venju sögu að segja. Hafði verið áskorendapenni í Feyki og skorað á konu á Blönduósi að skrifa en hún tók ekki áskorun. Og ekki í fyrsta sinn sem kona tekur ekki áskorun og áreiðanlega ekki í síðasta sinn heldur og hafa oft orðið mikil eftirmál, svo sem sögur greina, þó ólíklegt sé að svo verði nú. Sveinn Magnús ber nafn langafa síns sem var merkur klerkur á Snæfellsnesi og kenndi piltum undir skóla eins og þar var kallað og varð einn þeirra ráðherra í þá tíð þegar þjóðin hafði aðeins einn ráðherra. Sá gerði reyndar meira en að læra á bókina því hann tók heimasætuna með sér. Hún sem sagt tók áskorun. Kynni þeirra Sveins Magnúsar og skrifara hófust 1990 í því húsi við Ægissíðu í Reykjavík sem lengi var kallað Fiskhöllin. Þar hafði Steingrímur lengi selt mönnum soðningu en var hættur því fyrir löngu. Á neðri hæðinni hafði Sveinn Magnús eða +Film hreiðrað um sig. Á efri hæðinni voru þeir Þráinn Bertelsson og skrifari að gefa út blað sem hét Hesturinn okkar, ásamt ýmsu öðru. Voru þó báðir hestlausir men. Þar var einnig Valdimar Leifsson, með sína kvikmyndagerð og var ekki farinn að vinna með Ara Trausta eða leggjast í langdvalir í Vatnajökulsþjóðgarði. Árum fyrr höfðu þeir Valdimar og skrifari verið á ferð í Mývatnssveit og til varð það sem sýnt var í fjórum þáttum í sjónvarpi og hét Á fálkaslóð. Og er önnur saga. Síðar áttu þeir samstarf Sveinn Magnús og skrifari þegar Sauðárkrókskirkja varð 100 ára og +Film tók myndina Kirkjan okkar. Sveinn Magnús skrifar um kynni sín af Gandhi og ferð um Indland og er að vonum ævintýraleg frásögn. Skrifari hefur ekki á þær slóðir komið þótt hann geti tekið undir með þeim ágæta manni sem forðum skrifaði í útbreitt blað að hann hefði víða farið og margt séð, meira að segja komið til Grindavíkur. Hér verður heldur ekki skrifað um ástandið almennt sem auðvitað er ekki gott að venju. Um það ástand hefur verið skrifað svo lengi sem skrifari man til og eitt mál varla til lykta leitt þegar annað hefur litið dagsins ljós. Skrifari hefur því fyrir löngu gert að sínum þau orð sem ein persóna segir í góðri bók að það gleymist oft að þetta fer allt einhvern veginn þó margur efist um það á tímabili. Hér áður fyrr var þáttur í útvarpi sem var um daginn og veginn og þar ræddu menn ástandið í þjóðfélaginu eða þeir hófu sig til flugs og fóru með himinskautum þótt oft enduðu þær loftferðir með hálfgerðri brotlendingu ef svo má að orði kveða. En þarna var vettvangur fyrir menn að tappa af eins og stundum er tekið til orða. Ástandi mundi að mati skrifara ekki skána þótt þessi þáttur yrði tekinn upp í útvarpi að nýju og það eitt segir vel til um hvað ástandið er í raun alvarlegt. Hér áður höfðu menn aðeins eina rás og dugði til, en nú eru þær að því er virðist stundum óteljandi margar. Kannski væri ráð að slökkva á öllum rásum og hafa þögn um stund og vita hvort menn næðu þá ekki að kasta mæðinni. Þannig er nú það. Gluggin hjá skáldinu Stefáni Herði Grímssyni snéri í norður eins og sú einstaka ljóðabók Glugginn snýr í norður, ber með sér. Hér snýr glugginn í austur, það er að segja þegar setið er við tölvuna. Sér í Hegranesið og fram Hjaltadalinn og þetta útsýni er aldrei eins, er alltaf að breytast eins og mannlífið sjálft. En stundum rifjast upp brot af ljóði eftir Stefán Hörð; Á kvöldin þegar sólin bræðir/ á eggjar fjallanna/ og dimmgrænn skugginn leggst til hvíldar/ við fætur bergsins. Það eru forréttindi að hafa tíma til að horfa á þessa fegurð. Þá eru góðar stundir hér við austur gluggann þótt ekki hafi orðið til ljóða. Það er einnig suðurgluggi og norðurgluggi á þessu herbergi en þeir eru hærra á vegg og þarf að standa upp til horfa þar út. Á björtum sumardegi má sjá á kollinn á Hofsjökli út um suðurgluggann. Sé horft út um norðurgluggann þá sér í Þórðarhöfðann sem heitir eftir Þórði sem kallaður var hesthaus og hefur verið einkennilegur maður útlits. En út um norðurgluggann sér einnig til þess lífs sem er við höfnina. Þar er alltaf að verða til nýtt land. Og byggingum þar fjölgar og starfsemin þar verður fjölbreyttari. Það er gaman að fylgjast með lífinu á hafnarsvæðinu. Og undanfarið hefur Perla verið að dæla sandi upp úr höfninni og stundum dælir hún sandinum á land en stundum fer hún með hann út á fjörð svo hann geti aftur lagst í ferðalag. Þessi eilífa hirngrás. Og út um norðurgluggann má einnig horfa á Kjarnann, og þangað er leitað um næsta penna, til hans Gunnars Valgarðssonar sem í hjáverkum er einnig fjallskilastjóri Lýtinga. Fjallskilastjórar skila ekki fjöllum svo sem orðið gefur til kynna heldur því sauðfé sem dvelur heiðar sumarlangt. Og menn þurfa ekki náttúrupassa í göngur. Og sumar kindur finnast ekki og eru kallaðar eftirlegukindur og það orð má einnig hafa um mannlífið og spyrja hver er eftirlegukind og hver er ekki eftirlegukind? Og hvar felast eftirlegukindur? - - - - - Jón Ormar skorar á Gunnar Valgarðsson að taka við pennanum. Eimskip hefur ákveðið að styrkja útbreiðslu Vinaliðaverkefnisins en Árskóli á Sauðárkróki gerði á dögunum samning við norska eigendur verkefnisins um útbreiðslu þess á Íslandi. Samningurinn var handsalaður í síðustu viku. Greint er frá þessu á vef Árskóla. Verkefnið er í senn bæði forvarnarverk- efni gegn einelti en stuðlar einnig að aukinni hreyfingu nemenda í frímínútum. „Þessi styrkur er ómetanlegur fyrir forvarnaverkefni eins og þetta, enda eru forvarnaverkefni ekki rekin með hagnaðarsjónarmiðum. Það kostar mikið að ferðast um landið, kynna verkefnið og innleiða það hjá skólum. Þegar skólar verða Árskóli Sauðárkróki Eimskip leggur Vinaliðaverkefninu lið þátttakendur eru þeir þjónustaðir vel með mörgum heimsóknum þar sem við Gestur þjálfum upp starfsfólk og nemendur til að takast á við verkefnið,“ segir Guðjón. Guðjón segir verkefnið nú unnið í 20 skólum hér á landi með mjög góðri reynslu. „Þeir skólar sem taka verkefnið inn og sinna því af metnaði finna strax aukna virkni nemenda í jákvæðum leikjum í frímínútum, minni togstreitu milli nemenda og bættan skólaanda. Það hlýtur að vera eftirsóknarvert að ná þessu fram í starfi allra skóla og jafnframt að minnka verulega líkur á því að einelti nái að grassera á skólalóðinni í frímínútum.“ Styrkurinn kemur sér afar vel fyrir verkefnið, að sögn Guðjóns, honum verði ráðstafað beint til fimm næstu skóla sem skrá sig í verkefnið sem afsláttur af fyrsta árgjaldi. /BÞ Ólafur William Hand, markaðsstjóri Eimskips, Guðjón Örn Jóhannsson og Gestur Sigurjónsson, verkefna- stjórar Vinaliðaverkefnisins handsala samninginn. MYND: ÁRSKÓLI.IS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.