Feykir


Feykir - 22.01.2015, Blaðsíða 4

Feykir - 22.01.2015, Blaðsíða 4
4 3/2015 Stéttarfélagið Samstaða sinnir margvíslegri þjónustu fyrir sína félagsmenn, annarri en því að semja um kaup þeirra og kjör. Félagið er með sjúkrassjóð og orlofssjóð sem á og rekur íbúðir og sumarhús. Það er aðili að fræðslusjóðum sem voru stofn- aðir um síðustu aldamót, og félagsmenn hafa nýtt sér í miklum mæli til að afla sér menntunar og bæta sín kjör. Þá VIÐTAL Karl Eskil Pálsson veitum við upplýsingar um lífeyrismál, málefni atvinnu- lausra og um fæðingarorlof, svo dæmi séu tekin. Það hafa sífellt bæst ný verkefni við starfsemi stéttarfélaganna, þannig erum við í samvinnu við VIRK starfsendurhæfingu og Samtök atvinnulífsins við að innleiða vinnustaðaskírteini og höfum eftirlit með þeim í samstarfi við aðra aðila. Af þessari upptaln- ingu má sjá að verkefnin geta verið af ýmsum toga. Stéttarfélagið Samstaða er ekki stórt félag, þannig að starfsfólkið þarf að vera nokkuð vel upplýst á mörgum sviðum og ég tel að okkur hafi tekist ágætlega að sinna okkar hlutverki. Við höfum líka góða bakjarla, sem hægt er að leita til, ef okkur rekur í vörðurnar,“ segir Ásgerður. Félagsmenn eru liðlega áttahundruð. Sameiningin skynsamleg Valdimar Guðmannsson for- maður Samstöðu ákvað að draga sig í hlé árið 2001 og þrjú framboð um formennsku bár- ust. Ásgerður var ein þeirra og hlaut hún flest atkvæði og tók því við formennskunni í kjölfar kosninganna. „Ég hafði starfað töluvert að félagsmálum og eftir nokkra umhugsun ákvað ég að gefa kost á mér. Starfsemi félagsins hefur tekið miklum breytingum, eftir að nokkur sambærileg félög á svæðinu voru sameinuð. Ég tel að sam- einingin hafi verið skynsamleg, enda hefur stéttarfélögum landsins fækkað umtalsvert á undanförnum árum.“ Aðalskrifstofan er á Blöndu- ósi, en einnig er félagið með skrifstofu á Hvammstanga. Ásgerður segir að margir leiti til félagsins. „Já, það er oft mikið að gera hjá okkur. Við bætist að á svæðinu eru ekki margar opinberar stofnanir sem fólk getur haft samskipti við með beinum hætti og leitar þess vegna til okkar um upplýsingar eða aðstoð. Sum mál eru lítið eða ekkert tengd launamálum. Ég hef átt ansi mörg trúnaðar- samtöl við fólk, sem hefur snúið sér til okkar. Þá er alltaf töluverð vinna í kringum starfsemi sjóða félagsins. Mörg erindi til okkar lúta að túlkun kjarasamninga og aðstoð við launaleiðréttingar eða innheimtu launa. Ágætur félagi líkti starfseminni við þjónustu- miðstöð með sálgæsluívafi, sem er á vissan hátt rétt. Öll erindin eiga það hins vegar sameiginlegt að um fólk er að ræða, sú staðreynd má aldrei gleymast.“ Þannig að starfið er gefandi, eins og sagt er? -„Já, sannarlega og líka skemmtilegt og þrosk- andi. Hins vegar getur þetta starf verið erfitt á köflum, rétt eins og gengur og gerist í lífinu. Stundum kemur fólk hingað með kröfur og erindi sem ekki er hægt að uppfylla og þá geta kveðjurnar á stundum orðið ansi kaldar. En sem betur fer, fær þjónusta skrifstofunnar almennt góða umsögn og fyrir það erum við þakklát.“ Vinnutími formannsins er líklega ekki alltaf frá níu til fimm? -„Nei, það er nú ekki svo. Viðverutími á skrifstofunni er frá kl. 8:00 - 16:00 virka daga en mikill tími fer þess utan í fundahöld og mætingar hér og þar sem tengjast starfinu. Félags- menn geta líka alltaf hringt í mig utan hefðbundins skrifstofutíma, ef þess þarf. Þegar kemur að samningagerð sem tekur oft langan tíma, þarf formaðurinn oft á tíðum að dvelja sólar- hringum saman utan heimilis. Starfinu fylgir líka mikill akstur, enda er félagssvæðið nokkuð stórt.“ Margir útlendingar Ásgerður segir að margt erlent fólk starfi á félagssvæði Sam- stöðu, sem eðli málsins sam- kvæmt þekki ekki alltaf vel til gildandi reglna. „Því miður hefur borið við að atvinnu- rekendur hafa nýtt sér það. Margir hafa að vísu verið hérna í nokkuð langan tíma og þekkja kerfið því ágætlega. Nýtt fólk þarf hins vegar töluverða aðstoð, enda eru reglurnar mismunandi eftir löndum. Ég hef smátt og smátt komist að því að íslenskt launafólk nýtur á margan hátt kjara, sem alls ekki eru fyrir hendi í öðrum löndum. Ýmislegt sem okkur finnst kannski vera eðlilegt og sjálfsagt, kemur út- lendingum stundum á óvart.“ Margar ferðir suður „Þegar samningalotan hefst fyrir alvöru, verð ég eðli málsins samkvæmt mikið í Reykjavík, jafnvel dögum saman. Kjara- samningar eru lausir í lok febrúar, en á þessari stundu er ómögulegt að segja til um hvernig málin þróast og samn- inganefndin þarf alltaf að vera til taks. Samningaferlið er flókið og stundum heyrir maður að það hljóti að vera hægt að gera hlutina á einfaldari hátt. Kjaraviðræðurnar árið 2011 eru líklega þær erfiðustu sem ég hef komið að, þá hvorki gekk né rak og verkalýðhreyfingin gekk af samningafundi og sleit þar með viðræðum. Andrúmsloftið var þrungið spennu og allt gat gerst, en sem betur fer kom ekki til verkfallsaðgerða. Viðræður voru teknar upp á nýjan leik og nýr kjarasamningur leit fljótlega dagsins ljós. Þá voru síðustu kjarasamningar einnig erfiðir á margan hátt og kom þar margt til.“ Ríkið ekki staðið við gerða samninga Ásgerður segir að fleiri atriði en sjálfur launaliðurinn setji mark sitt á kjaraviðræður. Hún segist ekki vera sátt við nokkur atriði í fjárlögum ríkisins fyrir þetta ár. „Verkalýðshreyfingin telur að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við ýmsa samninga og hefur sér- staklega bent á gefin fyrirheit varðandi fjárframlög til VIRK starfsendurhæfingar. Ég fæ ekki betur séð en að ríkið ætli ekki að standa við sín orð um greiðslur „Almennir launþegar hafa sannarlega lagt sitt að mörkum til þjóðfélagsins og eiga að njóta þess. Við mætum vel undirbúin til kjaraviðræðnanna,“ segir Ásgerður Pálsdóttir formaður Stéttarfélagsins Samstöðu. Mynd/ Jón Sigurðsson, Blönduósi. Rætt við Ásgerði Pálsdóttur formann Stéttarfélagsins Samstöðu „Ég hef verið formaður félagsins í nærri fjórtán ár, sem er dágóður tími. Áður hafði ég verið trúnaðarmaður á vinnustað, þannig að ég taldi mig í upphafi vita ýmislegt um verkalýðsmál, en fljótlega uppgötvaði ég að vitneskjan var af skornum skammti, enda starfsemi stéttarfélagsins afskaplega fjölþætt og á köflum flókin,“ segir Ásgerður Pálsdóttir formaður Stéttarfélagsins Samstöðu í samtali við Feyki. Slagkraftur launþega er mikill

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.