Feykir


Feykir - 22.01.2015, Blaðsíða 3

Feykir - 22.01.2015, Blaðsíða 3
3/2015 3 Tindastólsmenn gerðu sér lítið fyrir og skelltu liði Snæfells í Stykkishólmi sl. laugardag í 8 liða úrslitum Powerade-bikarkeppninnar. Stólarnir náðu yfirhöndinni undir lok fyrsta leikhluta og héldu forystunni nokkuð örugglega allt til leiksloka. Lokatölur voru 70-83. Síðustu þrjár mínútur fyrsta leikhluta og rúmar fimm þær fyrstu í öðrum leikhluta gerðu heimamenn ekki eitt einasta stig og munar um minna. Staðan í hálfleik var 30-36 og það var í lok þriðja leikhluta sem Stólarnir náðu 14 stiga forskoti sem heimamenn náðu ekki að brúa. Dempsey var atkvæðamestur hjá Tindastóli með 23 stig og 11 fráköst en Lewis var skammt undan með 21 stig. Þá var Ingvi Rafn góður með 12 stig og 6 fráköst. Hittni heimamanna innan teigs var slök en þeir settu niður 13 körfur úr 41 tilraun en Poweradebikarinn: Snæfell - Tindastóll 70-83 Bikarsigur í Hólminum leikhlutanum en lið Tindastóls náði að jafna þegar skammt var eftir af leiknum, 91-91. Það voru hins vegar heimamenn í Þór sem gerðu fleiri stig í lokin og þriðja tap Tindastóls í Dominos- deildinni því staðreynd. Bestur í liði Stólanna var Darrel Lewis en hann gerði 32 stig og tók 14 fráköst. Helgi Margeirs gerði 21 stig og var sjóðheitur þó ekki hefði gengið að bora niður þristi í blálokin. Að þessu sinni var það varnarleikurinn sem brást. Stig Tindastóls: Lewis 32, Helgi Margeirs 21, Dempsey 18, Flake 8, Svavar 6, Helgi Viggós 5, Ingvi 2, Pétur 2 og Hannes 1. KR slagir framundan Í kvöld mæta Tindastólsmenn taplausu meistaraliði KR í Síkinu og hefst leikurinn kl. 19:15. Stuðningsmenn eru hvattir til að fjölmenna og ekki er verra að frítt er í Síkið í boði K-Taks. Þá var í vikunni dregið í undanúrslitum Poweradebikars- ins og þar drógust Stólarnir einmitt gegn liði KR og verður leikið í Vesturbænum. Eða eins og kerlingin sagði: Þetta verður eitthvað! /ÓAB Stólarnir 26 í 55 tilraunum. Snæfellingar hittu betur utan 3ja stiga línunnar en vítahittnin var sú sama þó heimamenn fengju heldur fleiri vítaskot í leiknum. Þá reyndust Tindastólsmenn sterkari undir körfunni og tóku 49 fráköst á móti 41 Snæfellinga. Stig Tindastóls: Dempsey 23, Lewis 21, Ingvi 12, Flake 6/9 frk., Helgi Rafn 6/6 frk., Pétur 4/5 frk./5 sts., Finnbogi 3, Sigurður 3, Hannes 2, Viðar 2 og Svavar 1. Þór Þ - Tindastóll 97-95 Tveimur dögum fyrir Snæfells- leikinn léku Tindastólsmenn við Þór í Þorlákshöfn og eftir hörku- leik reyndust heimamenn sterkari á endasprettinum og sigruðu 97- 95. Dempsey fékk tvær villur strax í upphafi leiks og naut sín ekki sem skildi fyrir vikið. Staðan í hálfleik var 44-48 fyrir Stólana en Þórsarar náðu 12-2 kafla í upphafi síðari hálfleiks en jafnt var, 72-72, fyrir fjórða leikhluta. Þórsarar náðu mest 11 stiga forystu í Sævar Jónatansson er fæddur árið 1997 og býr á Sauðárkróki. Hann er sonur Ingu Jónu Sigmundsdóttur og Jónatans Sævarssonar. Sævar á þrjú systkini, þau Ásrúnu, Eyþór og Evu Zilan. Deild í FNV: -Viðskipta- og hag- fræðibraut. Þrjú lýsingarorð sem lýsa þér best: -Hress, aktívur og hávaxinn. Hvar finnst þér best að vera: -Með félögunum. Hvernig líkar þér að vera í FNV: -Bara nokkuð vel. Hvað finnst þér best við skólann: -Þegar tímar falla niður. Hvaða viðburður í skólanum finnst þér skemmtilegastur: -Menningarkvöld NFNV. Helstu áhugamál: -Borða. Uppáhalds matur: -Piparsteik. Besta kvikmyndin: -Engin kvik- mynd sem stendur uppúr, bara þættirnir Blue Mountain State, ég get horft á þá endalaust. Hvaða þekktri persónu vildirðu helst kynnast: -Machine Gun Kelly, það væri klikkað. Hvað er það versta sem gæti komið fyrir þig: -Það væri mjög slæmt að missa hendurnar. Hvað gleður þig mest: -Djamm. Uppáhalds félag í íþróttum: -Tindastóll all the way! Skrýtnasti félaginn: -Það er klár- lega Atli Freyr. Hver er helsta fyrirmyndin: -Engin spes, vill vera „one of a kind“. Uppáhalds tónlist: -Alveg ótrúlegt hvað ég get hlustað á allskonar tónlist. Uppáhalds teiknimyndapersóna: -Jóakim aðalönd. Uppáhalds stjórnmálamaðurinn: -Simmi. Lífsregla: -Hafa gaman. Hvað myndir þú gera ef þú ynnir milljón í happdrætti: -Henda í góða ferð til Benidorm eða eitthvað álíka. Draumatakmark: -Lifa hátt. Sævar skorar á Agnar Inga Ingimundarson að svara spurningum Feykis næst. Sævar Jónatansson Hress, aktívur og hávaxinn! ( FJÖR Í FJÖLBRAUT ) berglind@feykir.is Setjum okkur að gera lífið skemmtilegt Það eftirminnilegasta... Eftirminnilegast á liðnu ári er Þýskalandsferð sem við hjónin fórum í ásamt góðum ferða- félögum úr Húnavatns- og Skagafjarðar- prófastsdæmi. Farið var á slóðir Marteins Lúthers og saga siðbótarinnar rifjuð upp m.a. í Wittenberg þar sem Lúther starfaði lengst af. Það skemmtilegasta... Af öðrum skemmtilegum minningum kemur upp í hugann reiðtúr sem ég fór í ásamt fleirum frá Gilsbakka að Ábæjarkirkju þegar þar var messað í byrjun ágúst. Það var í fyrsta sinn sem ég fór yfir Merkigil og á leiðinni nutum við mikillar gestrisni á bænum Merkigili á báðum leiðum. Hjá mér var árið 2014 ár kosninga og var ég kosinn á kirkjuþing til næstu fjögurra ára og í framhaldi af því kjörinn til áframhaldandi setu í kirkjuráði. Þar eru mörg mál til umfjöllunar og ég held að samband ríkis og kirkju verði nokkuð í deiglunni á þessu kjörtímabili. Jól og áramót... Aðventan hófst hjá mér með því að ég hélt hátíðarræðu á aðventuhátíð íslenska safnaðar- ins í Kaupmannahöfn fyrsta sunnudag í að- ventu. Að því loknu var súkkulaði í Jónshúsi. Síðan var farið í gögnutúr um söguslóð Kaup- mannahafnar með góðum leiðsögumanni og að lokum borðað í Gröften í Tívolí. Síðan voru aðventuhátíðir hér heima. Messur voru á öllum mínum kirkjum á að- fangadag og jóladag og síðan var áramótamessa í Glaumbæjarkirkju á gamlársdag. Litið um öxl á nýju ári Gísli Gunnarsson sóknarprestur í Glaumbæ í Skagafirði 14/15 Matarboð voru milli jóla og áramóta og okkar árlega jólabingó fór fram á Laugaveginum í Varmahlíð annan í jólum. Nýtt ár... Ég er nokkuð bjartsýnn varðandi nýja árið. Vona að Íslendingar almennt fari að minnka karp og leiðindi og fari að finna sig aftur sem eina þjóð með sameiginlega hagsmuni. Held þó reyndar að kjaramál verði mikið í umræðunni á árinu og að nokkur harka geti verið á þeim vettvangi. Hræddur um að ekkert nýtt gerist í atvinnumálum Skagfirðinga. Við skulum samt horfa björtum augum mót nýju ári og setja okkur að gera lífið skemmtilegt. Láta ekki hinar ýmsu hindranir, hvort sem þær eru raunverulegar eða bara í huganum stoppa okkur í því að láta drauma okkar rætast. Og alls ekki að láta eitthvað sem engu máli skiptir hafa neikvæð áhrif á líf okkar. Ég óska okkur öllum gleðilegs og farsæls árs. kristin@feykir.is ÍÞRÓTTAFRÉTTIR >> Þú finnur fleiri íþróttafréttir á www.feykir.is Keppendur UMSS stóðu sig vel á fyrsta stórmóti ársins í frjálsíþróttum, Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum (RIG), sem fram fóru í Laugardalshöllinni í Reykjavík sl. laugardag. Á fimmta hundrað erlendra gesta komu til leikanna í ár, til viðbótar við 2000 íslenskra þátttakenda, samkvæmt vef ÍSÍ. Keppt var í 20 íþróttagreinum. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir sigraði í hástökki kvenna, stökk 1,64m. Jóhann Björn Sigurbjörnsson varð í 3. sæti í 60m hlaupi karla, hljóp á 7,01sek. Ragna Vigdís Vésteinsdóttir varð í 4. sæti í hástökkinu með 1,58m (pm). Ísak Óli Traustason varð í 4. sæti í 60m grindahlaupi á 8,85sek. (pm) /BÞ Frjálsar íþróttir Þóranna sigraði í hástökki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.