Feykir


Feykir - 22.01.2015, Blaðsíða 7

Feykir - 22.01.2015, Blaðsíða 7
3/2015 7 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar má berja sér á brjóst! Spakmæli vikunnar Framtíðardraumar án aðgerða eru aðeins draumar. Gjörðir án drauma drepa aðeins tímann. Saman geta þau breytt heiminum. - Joel Arthur Barker Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... úr geimnum séð er Las Vegas bjartasti staðurinn á jörðinni? ... Albert Einstein lærði aldrei að aka bíl? ... á meðalævi framleiður hver maður nógu mikið af munnvatni til að fylla tvær meðalstórar sundlaugar? ... ritvélin var fundin upp árið 1829? FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Hahahahaha... „Ef þú ætlar að sigrast á svefnleysinu frú Guðríður, verður þú að venja þig af að fara með vandamálin í rúmið á kvöldin,“ sagði læknirinn. „Það er nú hægara sagt en gjört, maðurinn minn er alveg ófáanlegur til þess að sofa einn,“ svaraði Guðríður. Krossgáta AMY TAVERN TEXTÍLLISTAMAÐUR -Mér finnst súr lifrapylsa góð en súrir hrútspungar falla mér ekki að geði. Ég elska harðfisk! LEA K. RAHBEK TEXTÍLNEMI -Ég veit ekki hvað mér þykir best en mér finnst bragðið af öllum þorramat skrítinn. Kannski er það bara tilhugsunin um að borða hann. CHRISTINA RIISOM TEXTÍLNEMI -Mér finnst síld góð, en við borðum hana líka í Danmörku. Mér finnst bringukollur góðar en súrir hrútspungarnir eru síst góðir, en það er sennilega vegna tilhugsunarinnar um það hvað þeir eru. Rósmarínsítrónukjúklingur og besti eftirréttur í heimi FORRÉTTUR Humarsalat 20 humarhalar (fer þó eftir stærð) 1 poki af klettasalati 1 poki af pistasíuhnetum 100-150 gr smjör slatti af hvítlauk Aðferð: Byrjað er á því að þurrrista pistasíuhneturnar á pönnu þar til þær hafa tekið lit. Skelhreinsið humarinn. Bræðið smjör á pönnu og mýkið hvítlaukinn í smjörinu. Skellið humrinum út í hvítlaukssmjörið og steikið hann þar til hann er eldaður í gegn. Klettasalatinu er skipt á fjóra diska, humarinn settur á salatið og pistasíu- hnetunum er dreift yfir. Hvít- laukssmjörinu af pönnunni er svo hellt yfir. AÐALRÉTTUR Rósmarínsítrónu- kjúklingur frá Jamie Oliver Heill kjúklingur ein sítróna hvítlaukur eftir smekk rósmarín cayenne pipar salt ólífuolía 10-20 stk. kartöflur Aðferð: Ofninn er hitaður í 180°C, undir- og yfirhita. Kjúkl- ingurinn er skolaður í köldu vatni, þerraður og settur í eldfast mót. Sítrónan er skorin í fernt og troðið inn í kjúklingin. Kjúkl- ingurinn er svo kryddaður með salti, smá cayenne pipar og rósmarín. Þó er hægt að nota MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is „Ég er mikill matgæðingur og hef alltaf haft mikinn áhuga á matargerð. Ég er svo heppin með það, að sonur minn sem er fjögurra ára, er farinn að sýna matreiðslunni áhuga og kemur það stundum fyrir að hann velur matreiðsluþáttagláp með mömmu sinni fram yfir barnatímann,“ segir Lee Ann Maginnis sælkeri vikunnar á Blönduósi. Hún skorar á Ingibjörgu Signýju Aadnegard og Hjálmar Björn Guðmundsson. „Ég ætla að bjóða upp á þrjár uppskriftir sem eiga það sameiginlegt að vera einfaldar og nokkuð fljótlegar í undirbúningi. Uppskriftirnar miðast við fjórar manneskjur.“ hvaða krydd sem er. Mikilvægt er þó að troða sítrónunni í kjúklinginn þar sem hún gerir kjúklinginn einstaklega safarík- ann. Kjúklingurinn er eldaður í ca. 90 mínútur, þó allt eftir stærð. Þegar 30-40 mínútur eru eftir af eldunartímanum er kartöfl- unum skellt í ofninn, skornar í tvennt eða fernt, ólífuolíu hellt yfir og saltaðar. Hægt er að nota soðið af kjúklingnum sem sósu eða nota uppáhaldssósuna sína. Gott er að bera þennan rétt fram með fersku salati og fetaosti. EFTIRRÉTTUR Besti (og einfaldasti) eftirréttur í heiminum 125 gr suðusúkkulaði 125 gr smjör 3 egg 150 gr sykur 35 gr hveiti smjör og hveiti fyrir formin Aðferð: Ofninn er hitaður í 200°C, undir- og yfirhita. Suðusúkkulaði og smjör er brætt saman yfir vatnsbaði við vægan hita. Hrært öðru hvoru í blöndunni. Þegar þetta er bráðið saman er gott að hræra áfram í þessu öðru hvoru til að kæla súkkulaðiblönduna. Hrærið sykur og egg saman í annari skál þangað til létt og ljóst og er þá hveitinu blandað varlega saman við. Súkkulaðinu er svo blandað varlega saman við. Fjögur form (ca. 250 ml form) eru smurð og hveiti stráð á alla kanta. Deiginu er skipt á milli í formin og bakað við 200°C í 10-12 mínútur. Kakan á að vera stökk að utan og mjúk að innan. Gott er að bera þetta fram með þeyttum rjóma og ferskum berjum, vanilluís og berjum eða bara því sem hugurinn girnist hverju sinni. Verði ykkur að góðu! NINA LANGEBEK TEXTÍLNEMI -Brauðið fannst mér ljómandi gott! Að öðru leyti finnst mér þetta því miður ekki góður matur og hákarlinn þar af verstur. Feykir spyr... [SPURT Á TEXTÍLSETRI ÍSLANDS Á BLÖNDUÓSI] Hvað þykir þér best og verst af Þorramatnum? Lee Ann matreiðir Lee Ann. UMSJÓN berglind@feykir.is MAJKEN H. JENSEN TEXTÍLNEMI -Harðfiskurinn og sviðasultan er góð en bringukollur þykja mér ekki góðar. LE IÐ RÉ TT IN G! Ga m alt sv ar hé kk in ni í u pp se tn ing u á Fe yk ir s py r í síð as ta bl að i. R étt er að Ás ta Va lsd ót tir sv ar að i s pu rn ing un ni „F ék ks tu ei nh ve rja r b æ ku r í jól ag jöf “ sv on a: Já , é g f ék k G ald ra sk ru dd u G ur rýj ar . - B eð ist er ve lvi rð ing ar á þe ss u.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.