Feykir


Feykir - 22.01.2015, Blaðsíða 2

Feykir - 22.01.2015, Blaðsíða 2
2 3/2015 Á meðal verkefna síðasta árs hjá Byggðasafni Skagfirðinga er fornleifauppgröftur á 11. aldar skála á Hamri i Hegranesi og skipt var út sýningunni Gersemar og þarfaþing, í sal Minjahússins, fyrir geymslusýninguna Hitt og þetta úr geymslunni. Safnið tók á móti ríflega 40 þúsund gestum á árinu. Þetta kemur fram á vef safnsins þar sem stiklað er á helstu verkefnum ársins 2014. „Við héldum áfram viðgerðum og bygginga- handverkskennslu á Tyrfingsstöðum með Forn- verkaskólanum. Við kláruðum að skrá strandminjar út að austan og skráðum og rannsökuðum austfirskar minjar. Við skráðum 2500 ljósmyndir frá Tyrfingsstöðum í Sarp,“ segir á vefnum. Einnig var haldið áfram verkefninu Eyðibýli og afdalir, í samstarfi við starfsmenn Byggðasögu Skagafjarðar og fjölda nýrra staða kannaðir. Staðir og svæði sem rannsökuð hafa verið í tengslum við útgáfu ritsins eru hátt í 80 talsins. Unnið var að miðaldakirkjurann- sóknum með bandarísku rannsóknarteymi (SASS), sem safnið er og hefur verið í samstarfi við. Gefin voru út átta rannsóknaskýrslur og eitt smárit. Byggðasafnið tók þátt í evrópska samstarfsverk- efninu LoCloud í samstarfi við Minjastofnun Íslands. En verkefnið miðar að því að gera smærri söfnum eða öðrum menningarstofnunum kleift að gera starfrænt efni aðgengilegt á netinu. „Við fórum í Rökkurgöngu í gamla bæinn í Glaumbæ, á jólaföstunni, þrátt fyrir ómögulegt veður og ófærð. Við gerðum ýmislegt fleira, bæði innan héraðs og utan, og munum tíunda það í ársskýrslunni sem er væntanleg á þorranum,“ segir á síðu Byggðasafnsins. Nánar er fjallað um verkefni ársins á heimasíðunni og eru þessi verkefni og fleiri í ársskýrslu safnsins sem er í vinnslu. /BÞ Í upphafi mánaðarins birti Bandaríska geimferðastofnunin NASA skörpustu og stærstu myndina til þessa af Andró- meduvetrarbrautinni. Myndin er sú stærsta sem Hubble geimsjónaukinn hefur tekið en á henni sjást meira en 100 milljónir stakra stjarna og mörg þúsund stjörnuþyrpingar á svæði í skífu Andrómedu sem er um 40.000 ljósár á breidd. Myndin var sett saman úr 411 ljósmyndum sem Hubble tók en samanlagt er hún 1,5 milljarðar pixla (69.536 x 22.230 pixlar), sem þýðir að meira en 600 háskerpusjónvörp þyrfti til að sýna myndina alla, samkvæmt vefnum Stjörnufræði.is Á Youtube er hægt að horfa myndband þar sem farið er um myndina, ótrúleg smáatriði blasa við og framandi fegurðin dáleiðir mann. Þegar ég flakka um netmiðlana og verð þreytt á niður- drepandi fréttum, af hryðjuverkum, endurreisn fasistahreyf- inga eða hneykslismál opinberra starfsmanna sem hafa sett mark sitt á vikuna, með fyrirsögnum líkt og „Björgvin í áfengismeðferð“ eða „Hávær hatursmaður hinsegin fólks“ á Mbl.is, athuga ég stundum hvað er að frétta af nýjustu rannsóknum himingeimanna, læt hugann reika um himintunglin og velti fyrir mér lífi á öðrum plánetum. Þær minna á hve agnarsmá við erum í tilverunni og að vandamálin, þótt þau virðist oft á tíðum yfirþyrmandi og óyfirstíganleg, séu í raun lítil þegar horft er á stóra samhengið. Stundum velti ég fyrir mér hvort forfeður okkar hafi ekki hugsað slíkt hið sama þegar þeir horfðu til himins. Öll verð ég aftur léttari í lund þegar ég sný aftur á Mbl.is og sé að mest lesna fréttin er um hinn mikla heiðursmann Bjarna Har. sem rekur Verzlun Haraldar Júlíussonar við Aðalgötu á Sauðárkróki. Les um það hvernig hann segir glaður í bragði frá því hvernig síminn hans hafi vart stoppað frá því að kvikmyndin Búðin var sýnd á RÚV í síðustu viku. Hver segir svo að jákvæðar fréttir selji ekki? Berglind Þorsteinsdóttir, ritstjóri Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Stóra samhengið Byggðasafn Skagfirðinga Tók á móti ríflega 40 þúsund gestum Undirbýr launakröfur Aldan stéttarfélag Trúnaðarráð Öldunnar stéttarfélags kemur saman til fundar á Sauðárkróki síð- degis í dag, þar sem áherslur félagsins í væntanlegum kjaraviðræðum við vinnu- veitendur verða á dagskrá. Gildandi kjarasamningar renna flestir út í lok febrúar og segir Þórarinn Sverrisson for- maður Öldunnar að kröfugerð félagsins verði send Starfsgreina- sambandi Íslands síðar í mánuðinum. „Við höfum haldið fundi á vinnustöðum á félags- svæðinu og heyrt í fólki varðandi kröfugerðina. Þeir fundir voru einkar ánægjulegir og gefandi. Tónninn í atvinnurekendum á undanförnum vikum er á þeim nótum að svo gæti farið að komandi viðræður gætu orðið Aflatölur 11.-17. janúar 2015 Rúmum 200 tonnum landað Dagana 11.-17. janúar var tæpum 88 tonnum landað á Skagaströnd, tveimur tonnum á Hvammstanga, um átta og hálfu tonni á Hofsósi og rúmlega 105 tonnum á Sauðárkróki. Alls gera þetta rúm 203 tonn á Norðurlandi vestra. /BÞ SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Harpa HU 4 Drag 2.009 Alls á Hvammstanga 2.009 Ásmundur SK 123 Landbeitt lína 1.503 Skáley SK 32 Landbeitt lína 3.769 Geisli SK 66 Línutrekt 3.360 Alls á Hofsósi 8.632 Alda HU 112 Landbeitt lína 5.752 Bergur sterki HU 17 Landbeitt lína 1.986 Blær HU 77 Landbeitt lína 567 Dagrún HU 121 Þorskanet 575 Diddi GK 56 Landbeitt lína 3.319 Stella GK 23 Landbeitt lína 3.775 Sæfari HU 200 Landbeitt lína 3.781 Kristín GK 457 lína 65.605 Alls á Skagaströnd 87.904 Klakkur SK 5 Botnvarpa 103.589 Vinur SK 22 Handfæri 1.011 Þytur SK 18 Handfæri 526 Alls á Sauðárkróki 105.126 Lið Skagafjarðar komið í þriðju umferð Útsvarið í Sjónvarpinu Guðný, Guðrún og Villi gerðu Skagfirðinga stolta síðastliðið föstudagskvöld þegar lið Skagafjarðar hafði betur í spurningaleiknum sívinsæla, Útsvari, í Sjónvarpinu. Það var lið Rangárþings ytra sem mátti lúta í gólf sjónvarpssalarins fyrir sprækum Skagfirð- ingum. Reyndar var keppnin æsispennandi og úrslit réðust í næst síðustu spurningu. Gátu Skagfirðingar leyft sér þann munað að klikka á síðustu spurningu þáttarins í stöðunni 57-52 því Rangæingar gátu aðeins bætt við sig þremur stigum, sem þeir og gerðu. Lokatölur 57-55 og lið Skagafjarðar því komið í þriðju umferð Útsvars. /ÓAB erfiðar. Þess vegna er mikilvægt að hafa gott og traust bakland í héraði. Almennt launafólk getur ekki lifað af venjulegum dag- vinnulaunum og því verður að breyta. Við þekkjum öll miklar hækkanir sumra stétta á undan- förnum vikum og mánuðum, það gengur ekki að almennt launafólk verði skilið eftir,“ segir Þórarinn. „Ég er talsmaður þess að semja um krónutöluhækkun, sérstaklega lægstu launa.“/KPE Synjað um leyfi fyrir riffilbraut Skotfélagið Markviss Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduós- bæjar hefur synjað beiðni Skotfélagsins Markviss um leyfi fyrir 200 m riffilbraut með möguleika á lengingu í 300 m. Í fundargerð segir að núverandi staðsetning sé ekki í samræmi við aðalskipulag Blönduósbæjar 2010-2030 og því ljóst að breyta þyrfti aðalskipulagi og að gera deiliskipulag fyrir svæðið. „Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd hefur einnig skoðað hvort aðrir kostir væru til uppbyggingar á aðstöðu fyrir félagið án þess að það hafi leitt til annarrar niðurstöðu. Þar sem fyrir liggur að ekki er hægt að afgreiða erindið þar sem heimildir skortir í skipulagi er erindinu hafnað,“ segir í fundar- gerð. Fram kemur að þetta er í annað sinn sem nefndin fjallar um beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir skotfélagssvæðið, síðast á fundi þann 11. júlí 2013, og mælti ekki með því á þeim fundi að endurskoða aðalskipulag Blönduósbæjar 2010-2030.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.