Feykir


Feykir - 22.01.2015, Blaðsíða 8

Feykir - 22.01.2015, Blaðsíða 8
Sauðkrækingurinn knái, Halldór Broddi Þorsteinsson hefur í vetur æft með 3. flokki norska fótboltaliðsins Sandnes ULF og spilað nokkra leiki með liðinu í landshlutadeild vestur Noregs. Hann hefur sýnt að hann kann ýmislegt fyrir sér í varnarleiknum og hefur núna verið valinn til að taka þátt í æfingum fylkisliðs Rogalands en í þann hóp eru valdir bestu leikmenn árgangsins í fylkinu. Fleiri spennandi verkefni eru framundan í fótboltanum hjá Halldóri Brodda, þar sem Sandnes ULF tekur þátt í nýrri úrvalsdeild þriðjaflokksliða þar sem sterkustu lið Noregs í árganginum munu mætast. /ÞB Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 3 TBL 22. janúar 2015 35. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Ásdís Aþena og Hrafnhildur Kristín sigurvegarar Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra fór fram í Félagsheimilinu Hvammstanga sl. föstudagskvöld. Keppninni var skipt í tvo aldursflokka, yngri og eldri, í yngri flokki fagnaði Ásdís Aþena Magnúsdóttir sigri og Hrafnhildur Kristín Jóhannsdóttir í þeim eldri. Í yngri flokk voru sex atriði en fjögur atriði í þeim eldri. Sigurvegarinn Ásdís Aþena Magnúsdóttir flutti lagið „Laugardagur“ (korter yfir sex) eftir Braga Valdimar Skúlason. Í 2. sæti varð Guðmundur Grétar Magnússon en hann söng „Gefðu allt sem þú átt“, með Jóni Jónssyni. Það var svo Axel Nói Thorlacius sem söng „Lagið um það sem er bannað“ og náði 3. sæti. Hrafnhildur Kristín Jóhannsdóttir, sigurvegari í eldri flokki, flutti íslenska útgáfu af laginu „The Story“ með Brandy Carlile. Í 2. sæti varð Dagný Guðmunds- dóttir en hún söng lagið „Elín“ sem er á plötunni Fólkið í blokkinni. Þriðja sætinu náðu svo Ísak Líndal og Viktor Ingi Jónsson, en þeir tóku lagið „Best Song Ever“ með One Direction, með frumsömdum íslensk- um texta. Myndir eru fengnar frá Norðanátt.is en fleiri myndir frá keppninni má finna á vefnum. /BÞ Kallaður á æfingar fylkisliðs Rogalands Halldór Broddi í stuði Halldór Broddi. ...hvað er svo glatt sem góðra vina fundur! FÖGNUM ÞORRA Þorrahlaðborð í KS Varmahlíð alla helgina 23., 24. og 25.janúar VARMAHLÍÐ ...verið velkomin ÞORRI HEFST Á BÓNDADEGI NK. FÖSTUDAG

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.