Feykir


Feykir - 12.03.2015, Qupperneq 3

Feykir - 12.03.2015, Qupperneq 3
10/2015 3 www.skagafjordur.is Á Eyrarrósarlistanum Nes listamiðstöð á Skagaströnd Nes listamiðstöð á Skagaströnd er á lista yfir þau tíu verkefni sem eiga möguleika á því að hljóta Eyrarrósina í ár. Mikill fjöldi umsókna um Eyrarrósina barst hvaðanæva af landinu. Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunnar. Hún beinir sjónum að og hvetur til menn- ingarlegrar fjölbreytni, nýsköp- unar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Að verðlaununum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík. Þann 18. mars nk. verður til- kynnt hvaða þrjú verkefni hljóta tilnefningu til verðlaunanna og afhending fer fram 4. apríl. /KSE Hanna Rún er sú fjórða í röð nýrra knapa í KS-Deildinni í ár sem Feykir kynnir til leiks. Hanna Rún er Hafnfirðingur og nemandi á þriðja ári við Háskólann á Hólum. Hún er að eigin sögn ungur og metnaðarfullur knapi og hefur tröllatrú á 40 ára gömlum reiðbuxum af ömmu sinni. Hanna Rún svarar spurningum Feykis um þátttöku sína í keppninni. Hvernig líst þér á KS-Deildina í ár? Vel, ég hlakka mikið til að taka þátt í þessari mótaröð. Varstu sáttur við sæti þitt í Hanna Rún Ingibergsdóttir / KS-Deildin Keppir í reiðbuxum ömmu sinnar ( KNAPAKYNNING ) kristin@feykir.is Hanna Rún Ingibergsdóttir. MYND: ÚR EINKASAFNI www.skagafjordur.is Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 Deplar í Austur Fljótum. Landbúnaðarsvæði verður verslunar- og þjónustusvæði. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Breytingin felst í skilgreiningu á nýju verslunar- og þjónustusvæði (V-1.3) á hluta lands jarðarinnar Depla. Breytingartillagan er til sýnis í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá og með 10. mars 2015 til 29. apríl 2015. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, www. skagafjordur.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi miðvikudaginn 29. apríl 2015 annaðhvort til skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar eða á netfangið: jobygg@skagafjordur.is Sauðárkróki 9. mars 2015 Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi Tillaga að deiliskipulagi Gönguskarðs- árvirkjunar, aðrennslislagnar og nýs stöðvarhúss Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 25.02.2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Gönguskarðsárvirkjunar, aðrennslislagnar og nýs stöðvarhúss skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og umhverfisskýrslu, skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Deiliskipulagstillagan felur í sér gerð deiliskipulags þar sem fyrirhugað er að endurbyggja Gönguskarðsárvirkjun í Skagafirði, ofan við Sauðárkrók, þ.m.t. lagningu niðurgrafinnar aðrennslislagnar, byggingu stöðvarhúss og þrýstivatnsturns. Skipulagssvæðið er um 5 hektarar að stærð og liggur sunnan Gönguskarðsár innan þéttbýlismarka Sauðárkróks. Nýtt stöðvarhús verður staðsett við syðri bakka Gönguskarðsár, við gamla brú tæpum kílómetra ofan við ósa hennar þar sem hún rennur í sjó. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu liggur frami í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 10. mars 2015 til 29. apríl 2015 og á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, www. skagafjordur.is. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 29. apríl 2015 annaðhvort til skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar eða á netfangið: jobygg@skagafjordur.is Sauðárkróki 9. mars 2015 Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi fjórganginum? -Já, þetta var mjög gaman og Nótt stóð sig vel. Hvaða hrossum teflir þú fram í vetur? -Hestakosturinn byggist á fjórum hrossum, klárhryssunni Nótt frá Sörlatungu, alhliðahryssunni Hlíf frá Skák, töltara sem heitir Hlýr frá Breiðabólstað og ekki má gleyma Birtu frá Suður-Nýjabæ sem er góður vekringur. Hverjir eru aðalkostir þeirra? -Mikið tamin og góð hross sem ég þekki orðið frekar vel. Ætlar þú eða hefur þú tekið þátt í öðrum keppnum í vetur? -Já. Einhver sérviska eða hjátrú hjá þér fyrir keppni? -Keppi alltaf í hvítu reiðbuxunum af ömmu minni sem eru einungis 40 ára gamlar. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? -Óska öllum góðs gengis í vetur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegar mömmu okkar, dóttur, systur, mágkonu og frænku Elísabetar Sóleyjar Stefánsdóttur Flúðarseli 74 Reykjavík Kærar þakkir sendum við einstaklingum, félagasamtökum, klúbbum og öllum þeim sem hafa styrkt dætur hennar með peningagjöfum og öðrum ómetanlegum stuðningi. Harpa Katrín, Sólveig Birna og Rebekka Hólm Halldórsdætur Ólína Rögnvaldsdóttir Stefán Skarphéðinsson Rögnvaldur og Anna Sólveig Ólafur Björn og Helga Skarphéðinn og Hildur og systkinabörn Þ A K K I R

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.