Feykir


Feykir - 01.04.2015, Blaðsíða 3

Feykir - 01.04.2015, Blaðsíða 3
13/2015 3 Gáfu eina milljón í lýsingu í kirkjugarðinn Lionsmenn komu færandi hendi í Sauðákrókskirkju Á fimmtudaginn var afhenti Lionsklúbbur Sauðárkróks sóknarnefnd Sauðárkróks- kirkju einnar milljón króna peningagjöf. Er gjöfinni ætlað að ganga upp í kostnað við endurnýjun á lýsingu í kirkjugarði bæjarins. Jón Sigurðsson, formaður Lionsklúbbs Sauðárkróks, af- henti gjöfina fyrir hönd klúbbs- ins. Fram kom í máli hans að í vor væru fimmtíu ár liðin síðan klúbburinn var stofnaður. Fyrsta verkefni klúbbsins var að leggja rafmagnslýsingu í kirkjugarðinn og nú væri kominn tími til að endurnýja þessa lýsingu. Það Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is Fredrica Fagerlund er tamningamaður og reiðkennari frá Hólaskóla. Hún kemur upprunalega frá Helsinki í Finnlandi en býr á Hólum í dag. Fredrica tekur þátt í KS- Deildinni í fyrsta skipti í ár og svarar hér nokkrum spurningum frá Feyki í knapakynningu vikunnar. Hvernig líst þér á KS-Deildina í ár? -Vel, það eru sterkir knapar og hestar í deildinni í ár. Varstu sátt við sæti þitt á síðasta keppniskvöldi? -Ég tók ekki þátt í fjórgangnum, en í fimmgangnum komst ég í B-úrslit. Hvaða hrossum teflir þú fram í vetur? -Ég mun allavega keppa á Snæ frá Keldudal, sem var nemendahesturinn minn á þriðja ári á Hólum og sem ég hef m.a. keppt á á Fjórðungsmóti í A-flokki. Svo kemur hitt betur í ljós þegar nær dregur. Hverjir eru aðalkostir þeirra? -Snær er mikið taminn og jafnvígur alhliðahestur. Ætlar þú eða hefur þú tekið þátt í öðrum keppnum í vetur? -Já, ég keppti m.a. á Svínavatni. Einhver sérviska eða hjátrú hjá þér fyrir keppni? -Nei. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? -Ég hlakka mikið til að taka þátt í KS-Deildinni. Fredrica Fagerlund / KS-Deildin Komst í B-úrslit í fimmganginum ( KNAPAKYNNING ) kristin@feykir.is Fredrica Fagerlund. MYND: ÚR EINKASAFNI Landsvirkjun hefur um áratugaskeið starfrækt sumarvinnuflokka ungs fólks. Hóparnir sinna viðhaldi, uppbyggingu og fegrun starfsstöðva Landsvirkjunar og vinna jafnframt að ýmsum samstarfsverkefnum víða um land. Samvinna sumarvinnuflokka Landsvirkjunar og félagasamtaka, sveitarfélaga og stofnana hefur skilað sér í auknum umhverfisgæðum og betri aðstöðu til útivistar og ferðamennsku. Í boði er vinnuframlag sumarvinnu­ flokka og flokksstjórn yfir þeim. Verkefnin lúta að ræktun, hreinsun, viðhaldi og öðrum umhverfisbótum ásamt ýmsum samfélagsverkefnum. Óskað er eftir að samstarfsaðilar leggi fram vel skilgreind verkefni. Umsóknareyðublað með nánari upplýsingum er að finna á vef Landsvirkjunar, www.landsvirkjun.is. Nánari upplýsingar í síma 515 9000, og hjá thora.maria.gudjonsdottir@landsvirkjun.is Umsóknarfrestur rennur út 30. apríl. Umsóknareyðublöð er að finna á landsvirkjun.is Landsvirkjun auglýsir eftir samstarfsaðilum að verkefninu Margar hendur vinna létt verk sumarið 2015. Til leigu eða sölu Borgarmýri 1a á Sauðárkróki, sem er 300 fermetra rími á neðri hæð, er til leigu eða sölu frá 1. ágúst. Hilmar Hilmarsson ehf. sími 893 6957 væri því afar ánægjulegt að geta lagt málefninu lið. Loks gat Jón þess að klúbburinn hefði á sínum tíma gefið búnað til að senda mynd og hljóð frá fjölmennum jarðar- förum yfir í Félagsheimilið Bif- röst. Nú þætti klúbbfélögum tímabært að bæta myndgæðin og lýstu þeir sig tilbúna til að koma að því verkefni. Pétur Pétursson, formaður sóknarnefndar, veitti gjöfinni viðtöku, og færði Lionsklúbbn- um þakkir fyrir góðan stuðning við hin ýmsu málefni fyrr og nú. Sömuleiðis þakkaði sr. Sigríður Gunnarsdóttir Lionsmönnum fyrir hversu góður bakhjarl þeir væru. /KSE Jón Sigurðsson, séra Sigríður Gunnarsdóttir og Pétur Pétursson. MYND: KSE Semja við Stoð Kjósarveitur í Hvalfirði Kjósarveitur hafa samið við Stoð ehf. verk- fræðistofu á Sauðárkróki, um að klára forhönnun á dreifikerfi væntanlegrar hitaveitu í sveitinni. Á vef sveitarfélagsins kjos.is segir að þann 22. mars hafi Sig- ríður Klara Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri hitaveitunnar og Bragi Þór Haraldsson tækni- fræðingur frá Stoð verið á ferð um Kjósina að skoða aðstæður. Víða sást til þeirra um sumar- húsahverfin að mæla og skoða og mun Bragi halda áfram vett- vangsathugunum. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.