Feykir


Feykir - 01.04.2015, Blaðsíða 5

Feykir - 01.04.2015, Blaðsíða 5
13/2015 5 af okkur og er búinn að yrkja mikið um okkur. Þetta er ekki allt saman kirkjuhæft, en það má láta það fara þarna.“ Í lok maí ætla Óskar og Kristján Jóhannsson að ýta tenórnum Árna Geir Sigurbjörnssyni frá Sauðárkróki „úr hreiðrinu“ með nokkrum tónleikum, meðal annars í Miðgarði. Í Hörpu leikur hljómsveit undir stjórn Gunnars Þórð- arsonar með Álftagerðisbræðr- um, sem og Skagfirðingurinn Stefán Gíslason. „Stebbi er búinn að fylgja okkur alla tíð, ætli hann fylgi okkur ekki út yfir gröf og dauða. Hann er afskaplega traustur maður og hefur reynst okkur vel. Ef hann segði skilið við okkur myndi fyrirbærið Álftagerðisbræður fjara út á augabragði, hann er límið okkar.“ Ásamt því að sjá um undirleik útsetur Stefán fyrir þá bræður. „Það er ekkert allra að vera með svona menn. Við erum þannig raddlega settir að menn þurfa að þekkja okkur afskaplega vel til að geta útsett upp í okkur,“ útskýrir Óskar. Bræðurnir syngja allir tenór, en eru misjafnlega háir eins og Óskar kemst að orði. „En þessi akkilesarhæll okkar er sá að við erum slappir niður. Nema Gísli getur verið nokkuð góður, tala nú ekki um ef hann hefur fengið sér duglega kvöldið áður, þá nær hann drjúgt niður. Þannig að við höldum nú frekar að honum víni einum til tveimur dögum fyrir tónleika svo hann dýpki, þá er hann ansi liðtækur bassi.“ Menningarvitar og hálfvitar Tónleikar þar sem Óskar kemur fram eru ævinlega kryddaðir með gamanmáli og hefur hann verið fenginn sem veislustjóri eða kynnir á ýmsum viðburðum. „Þetta hefur bara þróast. Ég álít, án þess að fullyrða það, að við bræður höfum byrjað á því að vera með svona léttleika og glannaskap í orðum á milli laga á tónleikum og síðan hafi aðrir tekið þann sið upp. En það hefur einhvern veginn ekki hæft okkur að vera of alvarlegir. Þegar við erum komnir á vígvöllinn þá er svo gaman, að sjá öll andlitin brosandi og jafnvel veltast um af hlátri.“ Þarna rifjar Óskar upp sög- una af því þegar þeir bræður sungu í Grindavíkurkirkju en Tjarnarkvartettinn hafði sungið þar skömmu áður og var kirkju- vörðurinn að velta fyrir sér hvort það væri einhver munur á svona kvartettum. „Pétur svaraði því að það væri reginmunur, þeir væru menningarvitar en við værum hálfvitar!“ Undirbúningur er oft á tíðum lítill fyrir tónleika, hvort sem er hjá bræðrunum eða á öðrum tónleikum sem Óskar tekur þátt. „Við fáum okkur bara í nefið og segjum sögur, það er upphitunin. Fyrir tónleikana í Hofi útsetur Gunnar allt, sendir nótur á mannskapinn og mætir daginn áður, það er byrjað að æfa eftir hádegi á föstudegi, hætt að æfa Gunnar Þórðarson og Óskar hafa starfað mikið saman í gegnum tíðina. MYND: ÚR EINKASAFNI ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is NAFN: Tinna Mjöll Karlsdóttir. ÁRGANGUR: 1982 . FJÖLSKYLDUHAGIR: Á móður, föður, systur, máf (já, það er skrifað svona), systurdóttur, sambýling og naggrís. BÚSETA: Hinn nafli alheimsins, Breiðholt. HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALIN: Dóttir Dísu í Skaffó og Kalla á Kaupfélagsskrifstofunni. Ólst upp í Barmahlíðinni [á Króknum]. STARF / NÁM: Meistaranemi í kynjafræði. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Vinna í mastersritgerðinni og skila henni inn í desember 2015. Hvernig nemandi varstu? -Ég var og er alveg hreint frábær nemandi. Held ég. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? -Gríðarleg einbeiting að detta ekki í hvíta kuflinum. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? -Bóndi. Sá draumur varð að engu þegar ég áttaði mig á því að mér fannst fjósalykt vond. Svo hefur forsetaembættið freistað. Útiloka ekkert í þeim efnum. Hvað hræðistu mest? -Umferðar- dólga. Besti ilmurinn? -Af nýjum bókum. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? -Jiiii… vil ég rifja það upp? Örugglega hef ég verið að hlusta á GusGus og Todmobile… Britney Spears, Weezer og Skímó koma líka upp í hugann. Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? -Gin and Juice með Snoop Dog. Mikil stemming í því. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? -Útsvari. Er dyggur stuðningsmaður team Skagafjarðar og býð mig hér með fram sem liðsmann. Ekki sem símavin samt, týni símanum of oft til þess að að hægt sé að stóla á mig í því hlutverki. Besta bíómyndin? -Trainspotting. Allt við þessa mynd er gjörsamlega frábært. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? -Sollu systur minni og ævintýrum hennar í 10 km hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni og að sjálfsögðu honum Helga Frey, að mínu mati - lykilmanni í körfuboltaliði Tindastóls. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? -Sofa. Hvert er snilldarverkið þitt í eld- húsinu? -Tófúpottréttur. Snilldin fólst í því að þrátt fyrir allskonar krydd, jurtir og grænmeti var hann samt eins og svampur á bragðið. Tinna Mjöll Hættulegasta helgarnammið? -Armani prosecco freyðivín. Hvernig er eggið best? -Í brauð- tertum. Ef einhver heldur öðru fram þá hefur viðkomandi rangt fyrir sér. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? -Reyni að sýna sjálfri mér umburðarlyndi en mætti vera stundvísari á köflum. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? -Stundvísi. Ég kem alltaf verr út í samanburðinum. Uppáhalds málsháttur eða tilvitn- un? -Góðir hlutir gerast hægt. Mottóið mitt í ritgerðarskrifum og strætóferðum. Hver er elsta minningin sem þú átt? -Af litlu systur minni að reyna að ala mig upp. Hún hefur ekki hætt síðan! Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? -Peter Griffin í Family Guy. Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? -Er ansi sátt í eigin skinni en ef ég þyrfti að velja einhvern þá væri það tvímælalaust Elísabet Englandsdrottning. Hún veit of mikið af leyndarmálum sem mig langar að komast yfir og á fullt af flottum veskjum og kórónum. Hver er uppáhalds bókin þín og/ eða rithöfundur? -Ásta Sigurðar- dóttir og Svava Jakobsdóttir eru án nokkurs vafa uppáhalds rithöf- undarnir mínir. Get ekki valið á milli verka þeirra. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? -„Afsakið hvað ég er sein.“ Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? -Ég á erfitt með að ákveða mig þannig að ég vil tileinka þennan titil öllum einstaklingum og minnihlutahópum sem hafa brotist undan kúgun, barist fyrir tilvistarrétti og hlotið viðurkenningu, innlendis og erlendis. Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? -Myndi fara aftur til Hallgerðar og Gunnars þegar hún neitaði honum um hárlokk. Gefa henni high five og fara sátt til baka. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? -Ævintýri Tinnu á Bessastöðum. Framlenging: Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... ...á Svalbarða. Þekki engan sem hefur farið þangað og er búin að bíta það í mig að þar sé paradís á jörðu. Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? -Sæng, kodda og rúm. Restinni verður reddað á staðnum. uppúr hádegi á laugardegi og svo tvennir tónleikar.“ Óskar er ennþá mikill Skagfirðingur, en segir að þrátt fyrir það hafi sér alltaf liðið vel á Akureyri, en þurfi hann að segja einhver deili á sér sé hann Skagfirðingur. „Það er lýsandi dæmi um það þegar ég var að horfa á Akureyringa og Skagfirðinga keppa í Útsvari um daginn. Ég vissi nú ekki í hvorn fótinn ég átti að stíga. En ég var helvíti drjúgur þegar þetta var búið, ég verð að koma út úr skápnum með það!“ Óskar á erfitt með að gera upp á milli þeirra sem hann hefur komið fram með í gegnum tíðina en nefnir þó að það sé ótrúlega gaman að koma fram með Ragga Bjarna og Diddú. Einnig sé Valgeir Guðjónsson minnisstæður. Það sé líka skemmtileg minning að hafa staðið á sviði við hliðina á Stefáni Íslandi. „Þegar ég söng fyrst með Kristjáni Jóhannssyni fannst mér eins og ég gæti farið að pakka saman, nú væri ég búinn að ná öllu sem ég ætlaði mér. En ég hef náttúrulega ekki sungið með Björk og Leoncie. Eigum við ekki að enda á því að þessar tvær séu í sigtinu hjá mér?“ Óskar sofandi hjá Hjálmu, þar sést glöggt hversvegna hann varð ekki bóndi. -Þarna ungur fannst þú frið / til framtíðar þó ekki verði / hlýjan upp við kúrðir kvið / kýrinnar í Álftagerði. MYND: ÓLAFUR PÉTURSSON

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.