Feykir


Feykir - 01.04.2015, Blaðsíða 8

Feykir - 01.04.2015, Blaðsíða 8
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 13 TBL 1. apríl 2015 35. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Fjölbreytt starf sem veitir ánægju STARFIÐ MITT > Ari Jóhann Sigurðsson forstöðumaður á meðferðarheimilinu Háholti Ari Jóhann Sigurðsson er forstöðumaður á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði, sem er eitt þriggja meðferðarheimila rekin af Barnaverndarstofu. Ari Jóhann er með B.Ed gráðu í grunnskólafræðum. Getur þú lýst nánar í hverju starfið þitt felst? -Starf mitt sem forstöðu- maður á Meðferðarheimilinu Há- holti er fjölbreytt. Fyrst og fremst tengist það rekstrarlegum þáttum auk skipulagsvinnu. Þá fer drjúgur tími í vinnu með nemendum og setja upp meðferðaráætlanir í samvinnu við aðra starfsmenn á heimilinu. Af hverju valdir þú þessa atvinnu? -Hef starfað að með- UMSJÓN Þóra Kristín Þórarinsdóttir Ari Jóhann forstöðumaður. MYND: ÚR EINKASAFNI ferðarmálum unglinga meira og minna sl. 22 ár. Man varla hvernig þetta kom til. Hvað er það besta við vinnuna þína? -Fjölbreytt starf sem veitir ánægju þegar vel gengur og vel tekst til. Er eitthvað sem er erfitt? -Nei, áskoranir eru til að takast á við þær. Finnst þér þau laun sem þú færð vera sanngjörn fyrir þessa vinnu? -Já og nei. Myndir þú mæla með þessari atvinnu við aðra? -Já, því ekki það. Viltu segja eitthvað að lokum? -Heiðarleiki, virðing og nærgætni í samskiptum við aðra eru eink- unnarorð sem allir ættu að tileinka sér. Sérfræðikomur í apríl FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI Haraldur Hauksson alm/æðaskurðlæknir, 13. og 14. apríl Orri Ingþórsson kvensjúkdómalæknir, 17. apríl Sigurður Albertsson skurðlæknir, 27. og 28. apríl Tímapantanir í síma 455 4022 www.hskrokur.is Skagafjörður – skemmtileg ur í páskafrí inu! www.visitskagafjordur.is Upplýsingamiðstöð ferðamála á Norðurlandi vestra Varmahlíð :: & 455 6161 :: info@visitskagafjordur.is SUNDLAUG SAUÐÁRKRÓKS Skírdag > frá 10:00 - 17:30 Föstudaginn langa > frá 10:00 - 17:30 Laugardag > frá 10:00 - 17:30 Páskadag > frá 10:00 - 17:30 Annan í páskum > frá 10:00 - 17:30 SUNDLAUG Á HOFSÓSI Skírdag > frá 12:00 - 17:30 Föstudaginn langa > frá 12:00 - 17:30 Laugardag > frá 12:00 - 17:30 Páskadag > frá 12:00 - 17:30 Annan í páskum > frá 12:00 - 17:30 Opið á skíðasvæðinu í Tindastóli FRÁ KL. 10 - 16 UM PÁSKANA, DAGANA 2.–5. APRÍL Crazy roller, nýtt töfrateppi, skíðað út í buskann og stanslaust stuð. Nánari dagskrá er að finna á tindastoll.is/skidi SUNDLAUGIN Í VARMAHLÍÐ Skírdag > frá 10:00 - 16:00 Föstudaginn langa > LOKAÐ Laugardag > frá 10:00 - 16:00 Páskadag > LOKAÐ Annan í páskum > frá 10:00 - 16:00 Opið í sundlaugunum í Skagafirði yfir páskahelgina Góða skemmtun! n ýp re n t 0 3/ 20 15 Heilbrigðisfulltrúa ekki tilkynnt um niðurskurð Förgun vegna riðutilfellis á Neðra-Vatnshorni Föstudaginn 13. mars var skorið niður fé á Neðra-Vatnshorni í Vestur-Húnavatnssýslu vegna riðutilfellis sem þar greindist. Málið var tekið til umfjöllunar á 863. fundi byggðarráðs Húnaþings vestra þann 16. mars. Í fundargerð kemur fram að heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra hafi ekki verið tilkynnt um niðurskurðinn fyrirfram þrátt fyrir að honum beri að gefa út leyfi fyrir flutningi á smituðum úrgangi. Byggðaráð átelur að Matvælastofnun hafi ekki tilkynnt sveitarstjóra um fyrirhugaða förgun. Í bókun fundargerðar lýsir byggðaráð jafnframt ánægju með að MAST hafi tekið ákvörðun um brennslu og að förgun gripanna skyldi fram- kvæmd á staðnum. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.