Feykir


Feykir - 01.04.2015, Blaðsíða 2

Feykir - 01.04.2015, Blaðsíða 2
2 13/2015 Þegar rætt er við fólk sem flust hefur héraða og landhorna á milli vaknar oft sú spurning hvaðan menn séu eða hvers „firska“ eða „dælska“ þeir skilgreina sig eftir mismunandi langa búsetu á tilteknum stað. Sjálf á ég oft í tilvistarkreppu með þetta, hafandi búið álíka lengi á Ströndum og á æskustöðvuðum og þar á eftir dvalið hlutfallslega lengst í Skagafirði. Það fór hins vegar ekki á milli mála þegar rætt var við Óskar Pétursson frá Álftagerði að þar var á ferð Skagfirðingur með stóru essi eða eins og segir í kvæðinu og í ævisögutitli Andrésar H. Valberg, „Skagfirð- ingur skýr og hreinn.“ Í mínum huga er Óskar hinn dæmigerði Skagfirðingur, lífsglaður söngmaður sem tekur hvorki sjálfan sig né lífið of alvarlega og húmorinn er aldrei langt undan. Vonandi táknrænt fyrir það að nú sé komin á sátt um Lands- mótsstað og allir leggist á eitt um glæsilegt mót. Þetta tvennt, söngurinn og hestamennskan, sameinaðist við hátíðlega athöfn á Hólum, þar sem samningur um LM 2016 var undirritaður sl. föstudag. Hestamenn stóðu heiðursvörð meðan samstarfsaðilar kvittuðu undir, við söng Karlakórsins Heimis. Hvað er nú skagfirskara en það? Það er ósjaldan jafn mikið um að vera og á þessum árstíma. Tónleikar, árshátíðir, hestamannamót, leiksýningar og svo mætti lengi telja. Hvort sem farið er um Húnavatnssýslur eða Skagafjörð er menningarlífið í blóma, sem og vonandi náttúran sjálf. Eftir erfiðan vetur er fátt betra en að lyfta sér aðeins upp og bregða sér á mannamót. Ekki veit ég hvort það er sérstaklega praktískt að vera svona allra héraða kvikindi eins og ég gæti kannski sem best skilgreint mig, hafandi ekki náð tveimur áratugum í sama héraði. Það væri nú kannski helst að það gæti gagnast ef maður færi í framboð, að geta tengt sig við sem flest byggðarlög í kjör- dæminu! En þar sem það stendur engan veginn til ætla ég bara að einbeita mér að núinu og reyna að standa undir því að vera Skagfirðingur skýr og hreinn – jafnvel skáld og listamaður. Gleðilega páska! Kristín S. Einarsdóttir, blaðamaður. Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Þóra Kristín Þórarinsdóttir – thora@nyprent.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Skagfirðingur skýr og hreinn Heilbrigðiseftirlitið fundar með vatnsveitum Norðurland vestra Heilbrigðiseftirlitið stóð fyrir fundi meðal umsjónarmanna vatnsveitna á Norðurlandi vestra þann 23. mars sl., þar sem umfjöllunarefnið var innra eftirlit vatnsveitna. Á vef Heilbrigðiseftirlitsins segir að krafa um innra eftirlit komi ekki einungis úr opinberu regluverki heldur einnig frá mat- vælaframleiðendum sem þurfa að gera kaupendum skilmerki- lega grein fyrir að neysluvatn og starfsemi vatnsveitu uppfylli alla gæðastaðla. Markmið fundarins var ekki einungis að heilbrigðisfulltrúar kæmu upplýsingum á framfæri en þau Sigríður Hjaltadóttir og Sigurjón Þórðarson voru með stutta kynningu, heldur ekki síður að tæknimenn sveitarfélaganna gætu borið saman bækur sínar. „Tæknimenn fámennra sveitar- félaga hafa í mörg horn að líta og þurfa sinna margvíslegum verk- efnum og því mikilvægt að þróa einfalt og skilvirkt verklag sem tryggir öryggi neysluvatnsins,“ segir á vefnum. /BÞ Gönguleiðir bættar og bekkj- um fjölgað Skagaströnd Bæjarmálafélagið á Skagaströnd hefur sent sveitarstjórn Skaga- strandar bréf þar sem kynntur er áhugi, sem fram hafi komið á fundum Bæjarmálafélagsins, um að gönguleiðir verði bættar og komið verði fyrir bekkjum meðfram þeim. Bréfið var lagt til kynningar á fundi sveitarstjórnar þann 27. mars sl. Með bréfinu var tillaga og greinargerð um markvisst skipulag útivistarsvæða í sveitarfélaginu en sérstaklega er hvatt til að bekkjum verði fjölgað við fjölförnustu gönguleiðir. Erindi Bæjar- málafélagsins var rætt á fundinum og var sveitarstjóra falið að vinna áfram með málið og koma upp tveimur bekkjum við gönguleiðir. /BÞ Dagana 22. - 28. mars var 207 tonnum landað á Skagaströnd, tæpum þremur tonnum á Hvammstanga, rúmum sjö tonnum á Hofsósi og 222 tonnum á Sauðárkróki. Alls gera þetta um ríflega 440 tonn á Norðurlandi vestra. Að sögn Gunnars Steingrímssonar hafnarvarðar hjá Skagafjarðarhöfnun er grásleppuveiði hafin og eru þrír bátar byrjaðir á Hofsósi sem og á Sauðárkróki. „Veiðin fer vel af stað, en í dag er bræla svo ekki verður vitjað um. Skárra veðri er spáð er líður á vikuna,“ sagði Gunnar í samtali við Feyki á mánudaginn. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SAUÐÁRKRÓKUR Gammur SK 12 Grásleppunet 3.980 Klakkur SK 5 Botnvarpa 114.889 Málmey SK 1 Botnvarpa 185.822 Már SK 90 Rauðmaganet 1.300 Nona SK 141 Grásleppunet 784 Röst SK 17 Rækjuvarpa 8.928 Steini G. SK 14 Grásleppunet 6.695 Alls á Sauðárkróki 322.398 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Landb.lína 2.317 Auður SH 94 Grásleppunet 232 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet 8.821 Dröfn RE 35 Rækjuvarpa 6.491 Fjölnir GK 657 Lína 80.738 Hafrún HU 121 Dragnót 2.192 Ólafur Magnús. HU54 Handfæri 2.448 Sandvík EA 200 Dragnót 10.660 Sæbjörg EA 184 Þorskanet 45.643 Þorleifur EA 88 Þorskanet 48.395 Alls á Skagaströnd 207.937 HOFSÓS Geisli SK 66 Línutrekt 2.497 Skáley SK 32 Grásleppunet 13.602 Sæborg EA 125 Grásleppunet 6.156 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet 10.560 Alls á Hofsósi 32.815 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 2.858 Alls á Hvammstanga 2.858 Aflatölur 22.-28. mars Grásleppuvertíðin hafin Næsta blað 16. apríl Feykir í páskafrí Vegna komandi páska- hátíðar kemur enginn Feykir út í næstu viku, heldur verður næsta blað þann 16. apríl nk. Við minnum á Feyki.is á vefnum. Gleðilega hátíð! /BÞ Hættulegar sprungur í Ketubjörgum Lögreglan á Norðurlandi vestra sendir út aðvörun Lögreglan varar við miklum sprungum sem myndast hafa í Ketubjörgum í Syðri- Bjargavík á Skaga. Lögreglan hefur girt svæðið af og er allur aðgangur bannaður af öryggisástæðum. Málið var til umfjöllunar í byggðaráði Skagafjarðar sl. fimmtudag en þarna er vinsæll útsýnis- staður ferðamanna yfir björgin og út á Skagafjörðinn. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki og formaður byggðaráðs, segir í samtali við Morgunblaðið sl laugardag að sprungan sé sérstök að því leyti að hún gangi þvert á landslagið á löngum kafla, ekki bara í einu bjargi þó að hún sé mest áberandi þar. Þar sé bjargið í raun orðið laust frá klettunum og geti fallið í sjó fram á hverri stundu. Lausa bjargið er um átta metrar á breidd efst og 50-60 metra hátt. Málið er til skoðunar, í sam- ráði við jarðvísindamenn, hvað beri að gera í framhaldinu til að koma í veg fyrir slys. Til greina kemur að sprengja lausa bjargið frá en það sé með öllu óákveðið á þessu stigi, að sögn Stefáns Vagns, fara þurfi varlega þar sem um viðkvæmar náttúruminjar sé að ræða en mikil hætta er á hruni þegar frost fer úr jörðu. /BÞ Leit að myndum Sölvi Sveinsson skrifar Í haust ætla ég að gefa út bók sem heitir Dagar handan við dægrin. Minningabrot í skuggsjá tímans, um það bil 300 bls. bók. Þetta eru, eins og nafnið bendir til, minninga- brot frá uppvaxtarárum mínum á Króknum. Sumt af þessu hef ég gefið út áður og sent vinum og kunn- ingjum fyrir jólin, en þarna er líka ýmislegt breytt og sumt nýtt af nálinni. En mig vantar myndir frá Króknum frá árunum 1956- 65, bæði af fólki, stöðum og viðburðum. Þeir sem vildu leggja mér lið og kannski lána myndir eru beðnir að hafa samband í netfanginu solvi@verslo.is.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.