Feykir


Feykir - 01.04.2015, Blaðsíða 7

Feykir - 01.04.2015, Blaðsíða 7
13/2015 7 Hveiti, sykur, salt, kanill og lyfti- duft, hrært saman. Vanillu- dropum, mjólk, smjöri, eggjum bætt við og hrært meira. Eplin flysjuð og skorin í skífur. Smyrjið eldfast mót með smjöri, setjið eplaskífurnar í botninn og hellið helminginn af deiginu yfir. Setjið svo restina af eplaskífunum yfir deigið (en geymið nokkrar til þess að setja ofan á í restina) Hellið restinni af deiginu yfir og raðið restinni af eplaskífunum ofan á snyrtilega. Bakið í ofni við 180°C í 35-40 mínútur. Verði ykkur að góðu! KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar getur einbeitt sér að því að halda gleðilega páska. Spakmæli vikunnar Það er ekki endilega slæmt þó aðrir séu á annarri skoðun en þú. - Maj Munk Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... ljós skegg vaxa hraðar en dökk? ... í mannslíkamanum eru 96 kílómetrar af æðum? ... hver fertomma af mannshúð inniheldur u.þ.b. 625 svitakirtla? ... pappírspeningar voru fyrst notaðir í Kína? ... bein hverrar dúfu vega minna en fjarðrir hennar? ... flamingó-fuglar geta aðeins borðað þegar höfuðið er á hvolfi? FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Hahahahaha... Jón var á leiðinni heim frá Þýskalandi til Íslands í páskafrí frá námi. Við innritun segir hann: „Væruð þið til í að senda stóru ferðatöskuna mína til New York og þá litlu til London?“ –„Því miður,“ segir stúlkan í afgreiðslunni, „við getum það ekki…“ „Í alvöru? Mikið er ég feginn að heyra það. Það er nefnilega það sem þið gerðuð um jólin!" Krossgáta GEIRMUNDUR VALTÝSSON Menntaskóli: -Gagnfræðiskóli Sauðárkróks. Hvað borðar þú mörg páskaegg um páskana? -Alla vega eitt. Segjum það! Ferðu í aðhald eftir páskana? -Alltaf í aðhaldi. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? -Þegar ég spilaði á harmonikkuna í bakgarðinum á Geirmundarstöðum. ÁSTA BJÖRG PÁLMADÓTTIR Menntaskóli: -Fyrstu tvö árin í MA og kláraði í MR. Hvað borðar þú mörg páskaegg um páskana? -Ég stefni á ekkert páskaegg. Ferðu í aðhald eftir páskana? -Já, pottþétt. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? -Úrið frá ömmu og afa. Ljúffengar tortillur og frönsk eplakaka AÐALRÉTTUR Ljúffengar tortillur 250 gr rjómaostur ½ bolli mild salsasósa ½ lime, kreist yfir 1 stk cumin 1 stk oregano 2 stk chiliduft 1 stk laukduft salt og pipar 2 lítil hvítlauksrif dass af kóríander, rifnum ½ rauðlaukur, saxaður 2 bollar ostur, rifinn 1 pakki tortillur 3 kjúklingabringur, fulleldaðar og smátt skornar Aðferð: Blandið saman rjóma- osti, kryddum, lauk, hvítlauk, limesafanum, salsasósu, ostin- um, kóríander og kjúklingnum. Hitið tortillurnar á pönnu, setjið fyllinguna í tortillurnar og rúllið upp, gott er að pensla þær með matarolíu. Bakið á 200°C í 10-15 mínútur, eða þangað til þær verða stökkar og góðar. EFTIRRÉTTUR Frönsk eplakaka 1 ½ bolli hveiti 1 bolli sykur ½ tsk salt ½ tsk kanill 1 tsk vanilludropar 2 tsk lyftiduft 1 bolli mjólk 1 bolli brætt smjör 4 egg 6 græn epli Aðferð: Öll þurrefni sett í skál: MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is „Við erum ekki beint stórtæk í eldhúsinu en við grípum stundum í uppskriftir sem eru annaðhvort á netinu eða í bókinni „Læknirinn í eldhúsinu“ sem við fengum að sérstakri gjöf frá Sigurði Ólafssyni, húnvetnskum óðalsbónda í Kjós, hér eru tvær sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá okkur,“ segja Jóhann Sigurjón Jakobsson eða Bergþóra Sveinbjörnsdóttir á Blönduósi. „Við skorum á ný-brottfluttu Blönduósingana Jón Guðmann Jakobsson og Höllu Gísladóttir að koma með sínar uppskriftir í næsta blaði.“ Feykir spyr... FNV NEMAR SPYRJA Á OPNU DÖGUM Nokkrar spurningar... Jóhann og Bergþóra eru matgæðingar vikunnar Jóhann og Bergþóra bjóða upp ljúffengar tortillur og franska eplaköku. MYND: ÚR EINKASAFNI JÓEL KRISTJÁNSSON Menntaskóli: -Núpur í Dýrafirði, síðan Menntaskólinn á Akureyri. Hvað borðar þú mörg páskaegg um páskana? -Þrjú númer 1 alla vega. Ferðu í aðhald eftir páskana? -Aðhald allt árið. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? -Úrið frá mömmu og pabba. Umsjón: Birna, Pálmi og Guðrún.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.