Feykir


Feykir - 01.04.2015, Qupperneq 6

Feykir - 01.04.2015, Qupperneq 6
6 13/2015 Anna María Oddsdóttir á Sauðárkróki skrifar Á endanum snýst þetta allt um kaloríur ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is Þetta eru orð sem hafa hljómað í eyrum mínum síðustu vikuna og kveikt hjá mér áhugaverðar spurningar um lífsstíl almennt. Ég geri mér grein fyrir því að lýðheilsa er mjög mikilvæg, sérstaklega í nútíma samfélagi þar sem lífstílssjúkdómar eru að herja af miklum krafti á ungu kynslóðina. En hvar liggja mörkin? Hvenær erum við sátt með okkur og af hverjum þurfum við að fá samþykki frá nærumhverfi hvort við lítum vel út eða ekki? Getur það ekki flokkast sem heilbrigði að hreyfa sig til að líða vel án þess að maður sé að leggja ofuráherslu á að telja ofan í sig kaloríur? Líkamsímynd er eitt af því sem breytist mjög hratt í dag. Einn daginn er í tísku að vera með stóran rass, hinn daginn eru það vel formuð brjóst og brúnka. Næsta dag þykir flottara að hafa rassinn minni, brjóstin lítil þannig að sem minnst beri á þeim og þá þykir ekki smart að vera sólbrúnn. Þannig að stundum erum við í tísku og stundum ekki! Hvað er það sem veldur því Anna María til vinstri á myndinni. MYND: ÚR EINKASAFNI „Fyrst og fremst félagslegt áhugamál“ Kristrún Inga segir frá gæðastundum á Löngumýri Á hverju vori og hausti streyma konur hvaðanæva af landinu að Löngumýri í Skagafirði. Þá leggja konurnar húsið undir sig, þrjár til fimm helgar í senn, sauma eða prjóna eftir því um hvora árstíðina er að ræða, slaka á og njóta líðandi stundar. Blaðamaður Feykis hitti á dögunum konuna á bak við þessar helgar, Kristrúnu Ingu Geirsdóttur eiganda Quiltbúðarinnar á Akureyri, þegar hún var að undirbúa komu næsta hóps að Löngumýri. „Það er svo yndislegt að vera hérna. Það er einhver andi í þessu húsi og það kemur yfir mann ró,“ segir Kristrún yfir kaffibolla í eldhúsinu á Löngumýri. Hún bíður komu kvenna sem keyra allstaðar að af landinu – allt frá Ísafirði til Hafnar í Hornafirði og jafnvel frá Vestmannaeyjum og var þakklát þeirri einstöku veður- blíðu sem ríkti á landinu þann daginn. „Konurnar elska líka starfsfólkið hérna, eldhúskon- urnar og Gunnar Rögnvaldsson [forstöðumann Löngumýrar]. Gunni syngur oft fyrir okkur á laugardagskvöldum og stundum eru Jóni Hallur Ingólfsson eða Íris Olga Lúðvíksdóttir með honum,“ segir Kristrún og bætir við að þau flytji þá lög með texta finna manneskju með mér.“ Kristrún fékk þá Svanhildi Pálsdóttur á Hótel Varmahlíð til liðs við sig og var hún henni til halds og trausts fyrstu árin. Þá hefur Sigríður Bjarkadóttir (Sísa) frá Blönduósi verið hennar hægri hönd undanfarin tíu ár og segist Kristrún ekki geta gert þetta án hennar. Þar að auki hefur fylgt henni starfmaður úr versluninni þessar helgar. Hlusta ekki á útvarp og hafa slökkt á símanum „Í upphafi vorum við frá föstudegi til sunnudags. Dag- skráin hófst þá á föstudags- kvöldum, svo var óskað eftir því að við bættum við einum degi þannig að konurnar kæmu á fimmtudegi. Þeim finnst gott að hafa tvo heila daga – þetta er svo fljótt að líða og það munar svo miklu, sérstaklega fyrir þær sem koma lengra að.“ Helgarnar sem þær hittust að hausti urðu sífellt fleiri og nú eru þær orðnar fimm í röð. Fyrir fimm árum síðan var svo ákveðið að prófa að bjóða upp á prjón og hekl að vori (í mars- mánuði) en það vatt einnig fljótlega upp á sig og nú eru þær helgar orðnar þrjár talsins. „Það liggur við að manni finnist maður stundum eiga heima hérna, maður er bara hér margar helgar á ári, þetta eru orðnar átta helgar yfir árið - og alltaf jafn gott að vera hérna.“ Kristrún segist koma með allt sem til þarf þarf úr versl- uninni til sauma- eða prjóna- skaparins fyrstu helgina og fær svo að geyma það yfir tímabilið. „Það munar svo miklu að þurfa ekki að dröslast með þetta heim eftir hvert skipti. Við leggjum undir okkur húsið og gistum langflestar. Stemningin er að vera hér og þurfa ekkert að fara. Hlusta ekkert á útvarp, hafa slökkt á símanum og svo er bara kallað á okkur í mat. Það er algjört næði - þetta er svona húsmæðraorlof.“ Kristrún segir sérstaklega skemmtilegt að fylgjast með því hvernig konurnar miðla þekkingu sín á milli. „Það eru svo mikið af klúbbum í gangi, sérstaklega í bútasaum, og þær læra svo mikið nýtt þegar þær hittast hér. Þetta er fyrst og fremst félagslegt áhugamál, bæði prjón og bútasaumur.“ Stemninguna í hópunum segir Kristrún vera einstaklega góða og að konurnar hlakki mikið til þessara helga. „Þetta verður svo heimilislegt - konur geta bara verið á náttbuxunum, svo fíflumst við og höfum gaman. Einu karlarnir sem fá að koma eru Gunni og Jón Hallur þegar þeir syngja fyrir okkur. Svo er Gunni stundum að sniglast hérna en að öðru leyti eru alltaf bara konur og við viljum ekkert fá neina karla,“ segir hún kímin. „Stundum er ég spurð hvað ég myndi gera ef karl myndi vilja koma. Ég held ég myndi bara segja að það væri uppselt,“ segir hún og hlær. VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Glatt á hjalla. MYND: GUNNAR RÖGNVALDSSON Lillý Víkum til hægri, Sísa á Blönduósi snýr baki í vélina, Kristrún í Quiltbúðinni. Gilla á Hrauni, Elísa og Ingibjörg. MYND: GUNNAR RÖGNVALDSSON að við getum ekki bara verið sátt og fín eins og við erum? Það kemur nefnilega aldrei fram hvort það sé í tísku að vera hamingjusöm og glöð sál í hraustum líkama, efast hreinlega um að það hafi einhvern tímann verið „inn“. Mörgum kann nefnilega að þykja það sjálfsagður hlutur að ef maður lítur vel út líkamlega, þá sé allt í toppstandi. En þannig er þetta ekki í raunveruleikanum, við getum litið líkamlega rosalega hraustlega út en andleg líðan algjörlega verið ómöguleg. Og hvort er nú betra? Ef ég mætti velja þá myndi ég klárlega velja það að líða vel í eigin skinni en það að líta út eins og einhver annar telur að sé æskilegt til að tolla nú í tískunni. Ef þetta snýst á endanum allt um kaloríur, hversu langt erum við þá komin frá því að lifa lífinu á heilbrigðan hátt og njóta þess að vera til? Hreyfa sig reglulega og borða hollt. Ef við tökum þetta saman, þá langar mig að hvetja fólk til að huga vel að og rækta bæði líkama og sál. Mjög mikilvægt er að þetta tvennt fari saman til að við getum notið lífsins og náð þeim markmiðum sem við stefnum lang flest að, það að líða vel og njóta lífsins til fulls! - - - - Ég skora á Matthildi Birgisdóttur, hjúkrunar- fræðing á HSN á Blönduósi. sem Gunnar hefur samið við tilefnið, um hekl, prjón eða bútasaum. „Svo bætist eitthvað við hjá honum á hverju ári þannig að þetta fer að verða efni í heila bók held ég,“ segir hún og hlær. Kristrún segir frá því hvernig það kom til að Quiltbúðin fór að standa fyrir þessum helgum fyrir tólf árum, sem hófust með einni helgi helgaðri bútasaum og hefur síðan þá aldeilis undið upp á sig. „Ég byrjaði að vinna í Quiltbúðinni skömmu eftir að hún opnaði á Akureyri árið 2002. Eigandinn ákvað fljótlega að flytja til Bandaríkjanna og bauð mér að kaupa verslunina. Ég og Ómar, eiginmaður minn, ákváðum að skella okkur í það,“ útskýrir Kristrún en þá var þegar búið að bóka helgi haustið 2003 á Löngumýri undir bútasaums-námskeið. „Ég var svolítið stressuð yfir þessu en fyrri eigandinn sagði að þetta væri ekkert mál – ég skyldi bara Kristrún Inga Geirsdóttir. MYND: BÞ

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.