Feykir


Feykir - 01.04.2015, Blaðsíða 1

Feykir - 01.04.2015, Blaðsíða 1
 á BLS. 4-5 BLS. 3 Anna María Oddsdóttir er áskorendapenninn Á endanum snýst þetta allt um kaloríur BLS. 6 Óskar Pétursson frá Álftagerði er í opnuviðtali Feykis Gæti ekki án söngsins verið Fredrica Fagerlund er í knapakynningunni Komst í B-úrslit í fimmganginum 13 TBL 1. apríl 2015 35. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N „Með tilkomu þessa töfrateppis aukum við fjölbreytnina í fjallinu og getur fólk sem ekki á gott með að fara í lyftu notað það,“ sagði Viggó Jónsson frkv.stj. Skíðadeildar Tindastóls en töfrateppið reyndist mjög vel þegar það var tekið ó notkun í fyrsta sinn um helgina. Einungis þrjú skíðasvæði á landinu státa af slíku teppi, í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli, og ríkir mikil ánægja með þessa nýjung. Yfir páskahátíðina flykkjast landsmenn á skíði en skemmtileg dagskrá verður í Tindastóli fyrir hátíðirnar með Crazy Roller, sleðabrautir og göngubrautir, bæði fyrir lengra komna og byrjendur. Bakarísmótið verður haldið á föstu- daginn og geta allir keppt í því, t.d. geta fullorðnir þá keppt á móti krökkunum sínum. „Síðan verður hægt að renna sér frá toppi skíðasvæðisins alveg niður á veg, ef fólk vill klára daginn þannig að einhver bíður þar með bílinn. Um að gera að koma upp í fjall og hafa gaman að,“ sagði Viggó að lokum. /BÞ Ánægja með nýtt töfrateppi Mikið um að vera á Skíðasvæði Tindastóls um páskana Fermingargjafir Græjubúð Tengils er stútfull af frábærum fermingartilboðum Frá undirritun samnings á Hólum síðastliðinn föstudag. MYND: KSE SÖLUSTJÓRI NORÐURLANDI VESTRA Þröstur I. Jónsson hefur hafið störf hjá BYKO sem sölustjóri og þjónustar alla íbúa frá Skagafirði til Hólmavíkur. Þröstur verður staðsettur á Sauðárkróki en mun vinna út frá verslun okkar á Akureyri. Sími: 821 4059 • tj@byko.is Hátíðleg athöfn á Hólum Samningur um LM 2016 undirritaður Á föstudaginn var undirritaður samningur milli Landssambands hestamanna, Gullhyls ehf., og Sveitarfélagins Skagafjarðar um Landsmót hestamanna á Hólum 2016. Fjölmenni var við athöfnina sem var afar hátíðleg. Hestamenn riðu fánareið að Þráarhöllinni, þar sem undirskriftin fór fram og stóðu heiðursvörð og Karlakórinn Heimir söng nokkur lög. Lárus Á. Hannesson, formaður LH, stýrði athöfninni. Lárus sagði í samtali við blaðamann Feykis eftir athöfnina að kostnaður við framkvæmdir vegna mótsins væri áætlaður 113 milljónir og þar af væri búið að fjármagna 50 milljónir. Leitað hefði verið til sveitarfélaganna, fyrirtækja á svæðinu og annarra velunnara um fjármögnun. „Það er vonandi að nú stilli Skagfirðingar og Norðlendingar allir saman strengi sína um að gera þetta landsmót sem best úr garði.“ Lárus sagðist bjartsýnn á að fram- kvæmdir næðust í tæka tíð, enda væru þær ekki eins miklar og margir ef til vill héldu. Hann sagði fyrsta mál að útbúa manir fyrir áhorfendur og þökuleggja þær og eins þyrfti að huga að tjaldsvæðum og keppnisvöllum. Til stendur að beina umferðinni í hring um dalinn, auk þess skipulagðar verða strætóferðir til að létta umferð á mótssvæðinu sjálfu. „Hólar bjóða upp á ótrúlega spenn- andi möguleika. Ég lít á LM sem nokkurs konar karneval hestamannsins, þar er ekkert kynslóðabil og það þarf að ríkja fjölbreyttni, við eigum ekki að binda okkur við einn mótsstað á landinu. Þetta svæði hér á Hólum bíður upp á spennandi möguleika, hér er mekka hestamennsk- unnar og hér liggja ræturnar,“ sagði Lárus að lokum. /KSE GLEÐILEGA PÁSKA

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.