Feykir


Feykir - 09.07.2015, Qupperneq 2

Feykir - 09.07.2015, Qupperneq 2
2 26/2015 Málið sem brennur á brjósti landsmanna um þessar mundir er undirritun viljayfirlýsingar við kínverskt fyrirtæki um uppbyggingu álvers á Hafursstöðum í Skagabyggð. Ófáir hafa tjáð skoðanir sínar á þessari framkvæmd, sumir eru alfarið á móti henni á meðan aðrir fagna og segja: „Loksins verður uppbygg- ing á Norðurlandi vestra.“ Þó finnst mér hljóðið í mönnum oft vera á þann veg að álver sé skárra en ekki neitt, eitthvað verði að gerast til að sporna gegn þeirri gengdar- lausu fólksfækkun sem á sér stað á svæðinu. Verandi íbúi svæðisins skil ég þá afstöðu vel, eitthvað þarf að gerast. Hvort álver sé besti kosturinn skal ég ekki segja en líkt og Sóley Björk Stefánsdóttir bendir á, í pistli á Stundin.is, þá er þetta margumtalaða „eitthvað annað“ sem and- stæðingar framkvæmdanna benda á ekki vænlegt til að fá sömu ívilnanir eða bankalán og stóriðja. Ég kýs að skoða allar hliðar málsins áður en ég geri upp hug minn. Að sama skapi er verðugt að velta fyrir sér aðkomu kínversku fjárfestanna og hvaða þýðingu það hefur í stóra samhenginu. Eins og kunnugt er hefur Alþýðuveldið Kína stóraukið ítök sín og viðskipti víða um heim og beinist áhuginn í auknu mæli að norðurslóðum og hefur þeim áhuga gjarnan verið mætt með tortryggni. Í áhugaverðri grein á Konfusius.is veltir Páll Þór Sigurjónsson upp spurningunni hvort aukin nærvera Kína muni verða til þess að grafa undan hagsmunum Íslands, t.d. með því að ógna stöðugleika á svæðinu, eða leiða til aukinna tækifæra fyrir landið. Höfundur er með B.A.-gráðu í kínverskum fræðum og er búsettur í Peking. Í greininni kemur m.a. fram að talið er að helstu hagsmunir Kína á norðurslóðum séu að styrkja getu Kína til að bregðast við þeim áhrifum sem loftslagsbreytingar munu hafa á matvælaframleiðslu og öfgafullt veðurfar í Kína, tryggja aðgang að nýjum siglingaleiðum um Norður-Íshafið og loks auka aðgang Kína að náttúruauðlindum á norðurslóðum. Í máli Páls kemur jafnframt fram að Kína sé mesti orkunotandi heims og að einn af hornsteinum þjóðaröryggis Kínverja sé aðgengi orkufreks iðnaðar Kínverja að orkuauðlindum heimsins og er gert ráð fyrir að um og yfir helmingur olíu- og jarðgasnotkunar Kína verði aðflutt fyrir árið 2030. Kínversk stjórn- völd hafa brugðist við með því að auka fjölbreytni í orkunotkun og hafa haldið úti öflugri útrásarstefnu í náttúruauðlinda- og orku- málum. Jafnframt hafa kínversk ríkisorkufyrirtæki ráðist í gríðar- legar erlendar fjárfestingar víðs vegar um heiminn á síðustu árum og höfum við Íslendingar orðið varir við þennan aukna áhuga. Páll bendir á að opnun siglingaleiðar um norðurskautið gæti orðið aðalæð framtíðarsiglinga Kínverja. Vegna þessa skapast þörf á umskipunarhöfn á Íslandi, gæti það verið hugmynd að tækifæris- sóknum fyrir Norðurland vestra? Það er skoðun Páls að ekkert bendi til að hagsmunum Íslands stafi mikil ógn af nærveru drekans úr austri og að aukin umsvif Kína á Norðurslóðum séu óumflýjanleg og gæti jafnvel verið okkur hagfelld sé haldið rétt á spöðunum. Þessi tortryggni er hins vegar ekki úr lausu lofti gripin og full ástæða til að fara varlega í þessum málum. Hvernig svo sem fer með álver á Hafursstöðum verður spennandi að fylgjast með þróun þessara mála á komandi misserum. Berglind Þorsteinsdóttir, ritstjóri Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Þóra Kristín Þórarinsdóttir – thora@nyprent.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Tækifæri eða ógn úr austri? Mikið um dýrðir í Blönduhlíðinni Listaflóð á vígaslóð Menningarhátíðin Listaflóð á vígaslóð verður haldin dagana 10.-11. júlí með fjölbreyttri dagskrá. Kvöldvaka verður í Kakalaskála föstudagskvöldið 10. júlí kl. 20:30. Þar verður m.a. sýnd heimildarmyndin Orgelleikarinn: Maður í máli - Dagur í myndum eftir Ingþór Bergmann Þórhallsson. Heimildarmyndin er um tónlistarmanninn Svein Arnar Sæmundsson frá Syðstu-Grund. Árið 2013 stóð hann á fertugu, átti 10 ára starfsafmæli við Akraneskirkju og var að ljúka sínu skeiði sem bæjarlistamaður Akraness. Einn bjartan dag í maí þetta ár, hélt hann upp á tímamótin og bauð bæjarbúum Akraness og velunnurum til sannkallaðrar tónlistarveislu. Í þessari stuttu heimildarmynd er Arnari fylgt eftir þennan dag. Einnig mun Eyþór Árnason frá Uppsölum lesa upp úr ljóða- bókum sínum og tónlistar- dagskrá verður í boði ásamt léttum veitingum. Þá verður vinnustofa Maríu opin en þess má geta að þar verður jafnframt haldinn markaður frá kl. 14-18 alla helgina. Laugardaginn 11. júlí verður síðan mikið um dýrðir. Kl. 12:30 verður boðið upp á gönguferð með Sigurði Hansen á Haugsnesgrundir og kl. 14 hefst síðan fjölskylduhátíðin „Sunnan við garðinn hennar mömmu“ á Syðstu-Grund. Fjölbreytt dag- skrá hefst með tónleikum Jóns Þorsteins Reynissonar harmó- nikuleikara í stofunni á Grund. Sæbjörg Freyja Gísladóttir verður með ljósmyndasýningu sína „Alvöru karlmenn“ og boðið verður upp leiki fyrir börn og fullorðna, lifandi tónlist, handverk og hugverk. Auk þess verður flóamarkaður þar sem ýmislegt forvitnilegt verður hægt að fá. Að sjálfsögðu verður Lilla á Grund klár með kaffiveitingar og ef veðurguðir leyfa, líkur dagskránni með harmónikudansleik. Áætluð dagskrárlok eru um kl. 17. Aðstandendur listaflóðsins bjóða alla hjartanlega velkomna á viðburðina. /BÞ Kínverjar fjármagna álver Fyrirhugaðar álversframkvæmdir Í A-Hún. Kínverskt fyrirtæki ætlar að reisa álver á Hafurstöðum í Skagabyggð en viljayfirlýsing um fjármögnun verkefnisins var undirrituð í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík þann 1. júlí. „Þetta er mikilvægur áfangi í undirbúnings- ferlinu. Klappir og sveitarfélögin á Norðurlandi vestra fagna því að jafn öflugur og traustur aðili og NFC skuldbindi sig til þátttöku í þróun verkefnis- ins. Framboð á nauðsynlegri orku mun ráða því hvenær hægt verður að hefja rekstur álvers að Hafursstöðum,“ segir Ingvar U. Skúlason, fram- kvæmdastjóri Klappa Development. Áætlað er að 120.000 tonna álverið rísi á fyrirhuguðu iðnaðar- svæði við Hafursstaði, rétt sunnan við Skagaströnd. Áætlanir gera ráð fyrir 240 varanlegum störfum í álverinu og allt að 800 tímabundnum störfum á byggingartíma. Í fréttatilkynningu segir að Klappir og China Nonferrous Metal Industry´s Foreign Engineering and Construction (NFC) vinni um þessar mundir í sameiningu að hagkvæmniathugun vegna bygg- ingar og reksturs fyrirhugaðs álvers. Heildar- kostnaður verkefnisins er áætlaður rúmir 100 milljarðar króna (780 milljónir Bandaríkjadala). Í viljayfirlýsingunni kemur fram að kínverska samstarfsaðilanum sé falin svokölluð „alfram- kvæmd“ (e. turnkey) verkefnisins. Samkvæmt henni ábyrgist NFC fjármögnun a.m.k. 70% kostnaðar við framkvæmdina og uppbyggingu innviða í gegnum kínverska eða aðra banka, auk þess að ábyrgjast byggingu allra mannvirkja sem og rekstur álversins á meðan uppkeyrslu þess stendur. Einnig er einnig á um samvinnu Klappa og NFC um gerð samninga við þriðja aðila um forsölu framleiðsluafurða (e. offtake) sem og um samstarf um gerð samninga við seljendur hráefnis. Viljayfirlýsingin byggir m.a. á samstarfssamn- ingi á milli sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra og Klappa Development, en þar hafa Sveitarfélagið Skagafjörður og Húnaþing vestra ákveðið að starfa með Blönduósbæ, Húnavatnshreppi, Sveitar- félaginu Skagaströnd og Skagabyggð, sem áður höfðu undirritað samstarfssamning við Klappir um uppbyggingu og rekstur álvers að Hafurs- stöðum. /BÞ Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar á milli Klappa Development ehf. og NFC í ráðherrabústaðnum í gær. Wang Hongqian, forstjóri NFC og Ingvar Skúlason, framkvæmdastjóri Klappa, takast í hendur að undirritun lokinni. Að baki þeim eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Zhang Weidong, sendiherra Kína á Íslandi. Á myndinni eru einnig fulltrúar sveitarstjórna á Norðurlandi vestra, NFC og China Development Bank. MYNDIR: KLAPPIR EHF.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.