Feykir


Feykir - 09.07.2015, Side 12

Feykir - 09.07.2015, Side 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 26 TBL 9. júlí 2015 35. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Peysuföt Bentínu ömmu eftirminnilegust Ásta Búadóttir á Sauðárkróki -Ég hef alltaf saumað mikið í gegnum tíðina. Hér á árum áður saumaði ég m.a. fyrir son minn Apaskinns galla, honum ekki alltaf til mikillar gleði og minnir hann mig á gallana enn þann dag í dag. Ég hef mikinn áhuga á öllu handverki, eins og til dæmis að sauma og prjóna og núna er ég með Neon lopapeysu á prjónunum. Það má eiginlega segja að allt handverk, hvaða nafni sem það nefnist, sé mér ofarlega í huga og framkvæmi ég margt af því. Ég hef líka mikinn áhuga á að vinna myndir í Photoshop, bý til, það sem ég kalla, minningar og svo að vinna með mósaík. Það sem stendur uppúr er þegar ég fékk peysufötin hennar Bentínu ömmu í arf, gerði þau upp og saumaði í leiðinni barnaupphlut. Það var alveg ótrúlega gaman, kennarinn Helga Sigurbjörnsdóttir, gerði það líka svo ógleymanlegt. Ég skora á Lilju Gunnlaugsdóttur, sem er alveg mögnuð og er að gera flotta hluti. Sauðárkrókur Skoða staðsetningu á sjálfsafgreiðsludæluMosaik. HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM? UMSJÓN berglind@feykir.is Peysufötin hennar Bentínu og barna upphluturinn góði. Ásta hefur gaman af því að prjóna. Minningar með Photoshop. Skeljungur hf. hefur hug á að setja upp sjálfsaf- greiðsludælu fyrir smærri báta á Sauðárkrókshöfn. Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Svf. Skaga- fjarðar hefur verið falið að koma með tillögu að staðsetningu í samráði við hafnarstarfsmenn og Skeljung hf. Þetta kemur fram í fundargerð Umhverfis- og samgöngunefndar Svf. Skagafjarðar. Í fundargerðinni segir að tekinn var fyrir tölvupóstur frá Skeljungi hf. þar sem fram kemur að fyrirtækið hafi hug á að setja upp sjálfsafgreiðsludælu fyrir smærri báta á Sauðárkrókshöfn. Spurt er um staðsetningu á slíkri dælu og minnst á vestur enda suðurbryggju sem mögulega staðsetningu. Sem fyrr segir hefur sviðsstjóra verið falið að koma með tillögu að staðsetningu. /BÞ

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.