Feykir


Feykir - 13.08.2015, Page 3

Feykir - 13.08.2015, Page 3
30/2015 3 Tónlistarveislan hefst í kvöld Forsala á Gæruna tónlistarhátíð lýkur í dag Spennan magnast fyrir tónlistarhátíðina Gæruna sem fer fram í húsnæði Loðskinns um næstu helgi, dagana 13. – 15. ágúst, og er allt að vera klárt að sögn Adams Smára Hermanns- sonar skipuleggjanda. Adam Smári segir góða stemningu vera fyrir hátíðinni en nú þegar hafa fleiri miðar selst í forsölu en áður. Hátíðin hefst á fimmtudeginum með Sólóista kvöldi á Mælifelli. Þar opnar húsið klukkan átta og dagskrá hefst klukkan níu og endar á miðnætti, en húsið verður opið eitthvað lengur. Á föstudags- og laugardags- kvöldinu opnar svæðið klukkan sjö og fyrstu bönd stíga á svið klukkan átta. Dagskráin verður svo búin á miðnætti og þá taka við böllin á Mælifelli og þau verða til klukkan fjögur. Þess má geta að forsölu miða lýkur í dag á Tix.is þar sem armbandið á hátíðina er á 6900 kr. Einnig verður hægt að kaupa við dyrnar en þar kostar það 7900 kr. Armböndunum fylgja ýmis afsláttarkjör, m.a. á böllin í Mælifelli, tjaldsvæðin í Skagafirði og fleira. /BÞ „Skrauti búinn, fagurgjörður“ Opinn fundur um Blöndulínu 3 Landsnet hefur sett Blöndulínu 3, háspennulínu frá Blöndu til Akureyrar, í auglýsta tillögu að framkvæmdaáætlun sinni fyrir árin 2016-2018. Fyrirhugað er að leggja línuna sem loftlínu m.a. um Valadal, Vatnsskarð, Efri- byggð, þvert fyrir Mælifellshnjúk, þvera Tungusveit og þaðan áfram yfir vötnin. „Skrauti búinn, fagurgjörður“ er yfir- skrift opins fundar sem haldinn verður í Hótel Varmahlíð nk. sunnudag, 16. ágúst, kl. 14. Fulltrúi frá sveitarfélaginu mætir á fundinn. /BÞ Rán í Húnabúð Blönduós Sl. laugardagsmorgun var rán framið í Húnabúð á Blönduósi um ellefu leytið. Að sögn Sigurlaugar Gísladóttur, eiganda búðarinnar, voru þjófarnir tveir og að erlendu bergi brotnir. Samkvæmt lögreglu á Norðurlandi vestra er málið enn óupplýst. Á fésbókarsíðu búðarinnar segir Sigurlaug að stolið hafi verið öllu úr kassanum, eða um 40 þúsund krónum, sem og veski hennar sem innihélt um 30 þúsund krónur og öll hennar kort og skilríki. „Þetta voru tveir ungir menn, vel klæddir og með franskan hreim. Dökkærðir og sólbrúnir, um 170 sm á hæð. Annar með dökka derhúfu.“ Húnabúð er lítil búð sem verslar með handverk fólks úr héraði auk leikfanga og klæða. „Sorglegt að vita af svona fólki á ferðinni,“ segir Sigurlaug að lokum. /ÞKÞ Halla Rut Stefánsdóttir. MYND: KSE-- Línuleið Blöndulínu 3. Feykir.is Smá í Feyki :: Síminn er 455 7171 smáAUGLÝSINGAR Íbúð til leigu Til leigu 64 fm. tveggja herbergja íbúð að Knarrarstíg 4 neðri hæð, Sauðárkróki. Upplýsingar í síma GSM 8430949 og 4535686 Gæðingamót Þyts á laugardaginn Húnaþing vestra Gæðingamót Þyts verður haldið á Kirkju- hvammsvelli á Hvammstanga þann 15. ágúst næstkomandi. Keppt verður í eftirfarandi flokkum: A-flokk gæðinga B-flokk gæðinga C- flokk gæðinga Ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu) Unglingar (14-17 ára á keppnisárinu) Börn (10-13 ára á keppnisárinu) Skeið 100m Pollar (9 ára og yngri á árinu) C - Flokkur – Flokkur þessi er ætlaður byrjendum og lítið keppnisvönu fólki til þess að byrja að spreyta sig í gæðingakeppninni. Knapi og hestur sem keppir í C- flokki, getur ekki keppt líka í A og B flokk á sama móti. „Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst. Mótanefnd auglýsir eftir aðstoð við ýmis störf á mótinu, en framkvæmd mótsins veltur alfarið á góðum stuðningi félagsmanna. Hlökkum til að sjá sem flesta,“ segir loks í tilkynningunni. /BÞ

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.