Feykir


Feykir - 13.08.2015, Side 5

Feykir - 13.08.2015, Side 5
30/2015 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS Dýsætur sigurleikur gegn KV 2. deild karla í knattspyrnu : Tindastóll - KV 2-1 Tindastóll tók á móti liði KV í 2. deild karla í knattspyrnu sl. föstudagskvöld á Sauðárkróks- velli. Bæði liðin hafa verið að dúlla neðarlega í deildinni og leikurinn því afar mikilvægur báðum liðum. Úr varð hörkuleikur þar sem ekkert var gefið eftir en á endanum voru það Stólarnir sem fögnuðu ynnilega sætum sigri, 2-1, og sitja nú í sjöunda sæti. Leikur liðanna var jafn og spennandi en það voru Stólarnir sem sköpuðu sér betri færi. Það besta kom eftir um 10. mínútna leik þegar Fannar Gísla skaut yfir þegar auðveldara virtist að skora, en það er ekki alltaf tekið út með sældinni að komast í dauðafæri. Eftir þetta komust gestirnir betur inn í leikinn og fengu ágætt færi sem Hlynur varði vel í marki Tindastóls. Bjarki Árna komst tvisvar í skallafæri eftir hornspyrnur en náði ekki að koma boltanum á markið og Fannar Gísla setti boltann í stöngina í þröngu færi. 0-0 í hálfleik. Stólarnir komu sprækir inn í síðari hálfleik, voru duglegir en héldu skipulaginu vel og gáfu fá færi á sér. Haukur Eyþórsson, nýr leikmaður sem skipti úr Hvíta riddaranum nú á dögunum, var baráttuglaður og ógnaði með hraða sínum og vilja. Fyrsta mark leiksins gerði Páll Sindri fyrir Tinda- stól á 59. mínútu eftir góða baráttu Stólanna upp við teig gestanna. Hann vann boltann á víta- teigslínunni, komst í gott færi og setti boltann í hornið fjær. Stólarnir efldust við þetta og uppskáru annað mark á 73. mínútu þegar Haukur elti hálf vonlausan bolta upp völlinn. Hann tók á mikinn sprett og náði að komast í boltann á undan Atla Jónassyni markmanni KV og setja boltann yfir hann í háum boga. Boltinn datt niður rétt framan við marklínuna og skoppaði rétt inn í markið áður en varnarmenn KV hreinsuðu. 2-0. Stólarnir reyndu nú að hægja á leiknum en gerðu sig seka um slæm mistök á 81. mínútu eftir aukaspyrnu KV, afleit hreinsun varnarmanns endaði hjá Einari Má Þórissyni sem skilaði boltanum af öryggi í netið. Fannar Kolbeins og Haukur Eyþórs frændi hans. Mynd fengin af Facebook-síðu Fannars. Norðurlandsmeistaramót í Skeet á Sauðárkróki Skotfélagið Markviss Norðurlandsmeistaramótið í Skeet verður haldið á skotsvæði Skotfélagsins Ósmanns á Sauðárkróki en mótshald er í höndum Skotfélagsins Markviss frá Blönduósi. „Mótið verður öllum opið og gildir til flokka og meta, og viljum við hvetja unga sem aldna til að mæta og gera sér glaðan dag á einu glæsilegasta skotsvæði landsins,“ segir á viðburðarsíðu mótsins á Facebook en þar má kynna sér nánar hvernig móts- hald fer fram. Á mótinu verða afhentir í fyrsta sinn nýir farandbikarar til Norðurlandsmeistara. „Það mark- ar einnig viss tímamót að nú verður í fyrsta sinn krýndur Norðurlandsmeistari í kvenna- flokk og vonumst við til að það eigi eftir að stuðla að frekari þátt- töku kvenna í greininni hér norðan heiða,“ segir á síðunni. /BÞ Eva Dögg Pálsdóttir býr á Laugarbakka á Hvammstanga og er dóttir þeirra Páls Jóhannessonar og Vigdísar Lillýjar Sigurjónsdóttur. Hún er 17 ára gömul hestakona sem hampaði Íslandsmeistaratitli unglinga í Slaktaumatölti – T2 á Íslandsmótinu í júlí. Eva Dögg er Íþróttagarpur Feykis. Íþróttafélag: -Hestamannafélagið Þytur. Helstu íþróttaafrek: -Íslandsmeist- ari unglinga í T2 2015 til dæmis. Skemmtilegasta augnablikið: -Mér fannst augnablikið eftir mitt verkefni í forkeppninni í Slak- taumatölti á Íslandsmótinu mjög skemmtilegt. Það var mjög góð tilfinning! Neyðarlegasta atvikið: -Það var virkilega vandræðalegt þegar ég var að taka mynd af vinkonu minni með Aroni Pálmarssyni og ég var svo stressuð og titraði svo mikið að myndin var hreyfð og við þurftum að biðja um nýja mynd. Einhver sérviska eða hjátrú? -Ég er yfirleitt með sama hálsmenið þegar ég keppi. Uppáhalds íþróttamaður? -Örugglega bara Guðjón Valur. Ef þú mættir velja þér and- stæðing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? -Ég myndi vilja keppa við pabba minn í go-kart. Hvernig myndir þú lýsa rimm- unni? -Þetta væri æsispennandi keppni, en ég er hreinlega ekki viss um hvort myndi vinna. Helsta afrek fyrir utan íþrótt- irnar? -Ég, systir mín og frænka mín kláruðum tvo lítra af bragarref úr Vesturbæjarís á 20 mínútum. Ég myndi segja að það sé frekar mikið afrek. Lífsmottó: -Gerðu hlutina almenni- lega eða slepptu því. Helsta fyrirmynd í lífinu: (og af hverju): -Ég á mér enga eina fyrirmynd en það eru nokkrir sem ég lít upp til. Hvað er verið að gera þessa dagana? -Bara vinna í hesthúsinu í Grafarkoti og njóta síðustu daganna í sumarfríinu. Hvað er framundan? -Skólinn fer að fara að byrja og það styttist í göngur og réttir og almenn hauststörf. Eva Dögg Pálsdóttir / hestamennska Keppir með sama hálsmenið ( GARPURINN ) thora@nyprent.is Eva Dögg Pálsdóttir. MYND: ÚR EINKASAFNI Sigur og tap gegn austanstúlkum 1. deild kvenna C-riðill : Tindastóll - Einherji 2-1 og Tindastóll - Fjarðabyggð 1-2 Stelpurnar í meistaraflokk Tindastóls buðu liði Einherja í heimsókn í síðustu viku og gerðu sér lítið fyrir og nældu í þrjú stig, en lokatölur voru 2-1 fyrir Tindastól sem situr nú í öðru sæti með 17 stig. Einherji komst yfir á 20. mínútu leiksins, en það var Karítas Anja Magnadóttir sem skoraði það. Staðan í hálfleik var því 1-0 fyrir Einherja. Stelpurnar í Tindastól komu þó mun sterkari til baka í seinni hálfleik og skoruðu tvö mörk; á 47. – og 52. mínútu leiksins. Það var Hrafnhildur Björnsdóttir sem skoraði þau bæði. Lokatölur leiksins voru 2-1. Mikilvægur leikur var síðan sl. sunnudag en þá kom lið Fjarðabyggðar í heimsókn og hafði betur, 1-2. Hrafnhildur gerði markið í uppbótartíma. Í gærkvöldi sóttu Stólastúlkur lið Völsungs heim en úrslitin voru ekki ljós þegar blaðið fór í prentun. Lið Húsvíkinga hefur hins vega unnið alla tíu leiki sína í deildinni til þessa og er með markatöluna 63-2 en lið Tindastóls er í hörku baráttu um annað sætið í riðlinum. /ÞKÞ og ÓAB Talsverður hasar og hiti færðist í leikinn í kjölfarið og gestirnir gerðu sig líklega til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki – eins og Gaupi segir. Lokatölur 2-1. Allt lið Tindastóls stóð fyrir sínu og sannkallað- ur liðssigur staðreynd. Páll Sindri átti fínan leik á miðjunni, spilaði boltanum vel og gat tekið menn á ef þurfti. Þá var Haukur sprækur frammi og ætti að færa Stólunum þá grimmd (og vonandi mörk) sem skort hefur í sumar. Vörnin stóð sína vakt og gestirnir fengu fá færi úr að moða. Þrátt fyrir sigurinn og sæti um miðja deild eru Stólarnir langt frá því að vera öruggir með sæti í deildinni og ljóst að barist verður fram á ögurstundu. Stólarnir eru í sjöunda sæti með 16 stig en liðið í ellefta sæti, Ægir Þorlákshöfn, er með 14 stig og því ljóst að menn mega ekki misstíga sig í næstu umferðum. /ÓAB Stelpurnar í meistaraflokki fengu liðsstyrk frá ungum iðkendum þegar þær mættu til leiks. MYND: HELGA DÓRA LÚÐVÍKSDÓTTIR

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.