Feykir


Feykir - 13.08.2015, Síða 7

Feykir - 13.08.2015, Síða 7
30/2015 7 a.m.k. sjö formönnum Félags- og tómstundanefndar sem málaflokkurinn sem ég stýrði, frístundamál, heyrðu undir og einum þremur sveitarstjórum sem getur bæði verið gefandi en líka talsvert snúið. Ný sveitarstjórn vildi líka breyta áherslum í þessum mála- flokki. Það varð því úr að ég var lánuð í ár til SSNV sem ráðgjafi í málefnum ungs fólks á svæðinu.“ Vorið 2013 var Maríu Björk boðið starf hjá N4 Sjónvarpi á Akureyri og þurfti ekki að hugsa sig lengi um. „Ég vissi að ég yrði að taka því, ég lét hjartað ráða för. Síðustu tvö ár hafa verið ótrúleg, bæði skemmtileg en líka erfið. Þyngst var að þurfa að fylgja stofnanda N4, Þorvaldi Jónssyni, til grafar fyrir rúmu ári. Hann var einn af þessum ótrúlega skemmtilegu og hug- myndaríku mönnum sem gaman er að starfa með, allt var bara verkefni en ekki vandamál. Eftir fráfall hans átti þessi litli vinnustaður erfitt á margan hátt. Við höfum staðið þétt saman og farið í gegnum hvern skaflinn á fætur öðrum. Það komu svo nýir eigendur síðasta haust og framkvæmdastjóri sem hætti reyndar nánast fyrirvaralaust nokkrum mánuðum seinna. Þá vorum við Hilda Jana beðnar um að leiða fyrirtækið frá degi til dags sem við og gerðum ásamt því að sinna okkar fyrri störfum. Við vorum svo beðnar um að taka formlega við stjórnartaumunum nú í byrjun sumars.“ Talsvert langt að sækja vinnu „N4 er ekki bara sjónvarp, reksturinn er fjórþættur, N4 Dagskráin kemur út vikulega líkt og Sjónhornið hér, fram- leiðsludeild sér um gerð sjónvarpsþátta, auglýsinga bæði fyrir útvarp, sjónvarp og netmiðla, annast beinar útsendingar, tekur upp fundi og ráðstefnur svo eitthvað sé nefnt og síðan er öflug grafíkdeild sem annast hönnun auglýsinga, bæklinga, bóka, korta og bara alls þess sem undirbúa þarf til útgáfu og prentunar. Hjá fyrirtækinu vinna nú tæplega 20 manns og framtíðin er spennandi og ögrandi. Við vorum til dæmis í stóru verkefni um helgina en það var upptaka á Fiskidagstónleikunum á Dalvík. Ekkert smá verkefni þar sem tæknimenn okkar fóru hreinlega á kostum. Við gerðum þetta líka í fyrra og sýndum um áramótin. Margir hafa sagt að þeir tónleikar séu það allra besta Næst lá leið Maríu Bjarkar og Ómars til Óslóar þar sem María Björk fór í Háskólann í Ökern og Ómar fór að vinna og þjálfa fótbolta. Rúmu ári seinna fæddist elsti sonur þeirra, Stefán Arnar, sem á einmitt afmæli í dag 13. ágúst, og er búinn að gera Maríu Björk að tvöfaldri ömmu. „Við Ómar lukum bæði námi, ég sem félagsráðgjafi og hann sem hönnuður verslana og útstillingaráðgjafi og ég fór að vinna hjá félagsmála- stofnun í Ósló. Við fluttum svo heim til Íslands og sett- umst að á Seltjarnarnesi. Hann var útstillingastjóri í teyminu sem opnaði nýja IKEA verslun í Reykjavík og ég varð yfirfélagsráðgjafi hjá Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Reykjanesi og síðar á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Þar vann ég þegar yngri sonur okkar, Ingvi Hrannar, fæddist en hann er fjórum árum yngri en Stefán.“ Opnuðu Kaffi Krók „Við fluttum heim á erfiðum tíma í íslensku efnahagslífi, sem virðist nú reyndar vera raunin hvenær sem maður ætlar að reyna að koma undir sig fótunum hér á landi. Það hefði verið miklu einfaldara að taka þessi fyrstu skref frekar úti í Noregi, því verður ekki neitað. Það er alveg gríðarlegt álag á ungar fjölskyldur og þarf talsvert mikið að vanda sig til að þessi hlutverk gangi öll upp og ekki finnst mér nú samfélagið hugsa nægilega vel út í stöðu ungs fólks í þessari stöðu. Það hefur því miður ekki breyst. Við helltum okkur út í þetta allt, byggja, ala upp drengina, vinna og vera fjölskylda en með stórfjölskylduna norður í landi. Við fundum að það var bara eitthvað mjög mikilvægt sem vantaði. Það var því ekkert erfitt að taka ákvörðun um að flytja á Krókinn þegar Ómari bauðst hér starf sem verslunarstjóri í Skagfirðingabúð. Ég var hinsvegar byrjuð að vinna þá sem þula hjá RÚV og hélt því áfram eftir að ég flutti hingað ásamt því að taka að mér fréttaritarastarf fyrir RÚV á Norðurlandi vestra. Þessu gegndi ég í nokkur ár, fór suður aðra hverja helgi og þulaðist og vann þess á milli við að segja fréttir frá svæðinu í útvarpi og svo síðar einnig sjónvarpi. Fólk þekkti því andlitið þegar ég flutti hingað en stundum fannst mér það telja sig vita meira um mig en ég vissi sjálf. En það fylgir því sjálfsagt að vera inn í stofu hjá fólki.“ María Björk fékk þá hug- mynd nokkrum árum eftir að þau fluttu að það væri gaman að opna lítið og notalegt kaffihús þar sem hægt væri að blanda saman skagfirskri menningu í mat, drykk, tónlist og myndlist. Það var þá sem hún og Ómar opnuðu Kaffi Krók í gamla Sýslumannshúsinu. „Nafnið á staðinn átti Svanfríður systir mín sem seinna opnaði og rak hér Hótel Tindastól. Tilkoma Kaffi Króks breytti ýmsu og bætti við menningarflóruna hér. Við rákum það fram til ársins 2000 að við eignuðumst hana Ásthildi sem ákvað að eiga sama afmælisdag og Ingvi Hrannar, Stefán afi hennar og Kaffi Krókur. 24. maí er því annar merkisdagur sem við höldum mikið uppá.“ Þegar Ásthildur var árs- gömul og komst inn á leikskóla fór María Björk að svipast um eftir annarri vinnu og réð sig til að annast félagsmiðstöðvarnar í nýja Sveitarfélaginu Skagafirði sem hafði orðið til árið 1998 og vann við það í tólf krefjandi ár. „Það fór fram mikil hug- myndavinna hjá öflugu teymi sem setti forvarnir – í víðasta skilningi þess orðs – á oddinn. Útkoman var heildarsýn sem við mynduðum í hugtakinu Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Við vorum ákveðnir braut- ryðjendur hér í Skagafirði í þessari heildarsýn sem t.d. kristallast í Húsi frítímans, þar sem ólíkar kynslóðir deila húsi og samverustundum óháð aldri. Þá er það áhugamál sem sameina en ekki aldur. Þá tel ég að Sumar Tím hafi gjörbreytt aðgangi barna að íþróttum og tómstundum en mörg sveitarfélög hafa reynt að koma því kerfi á en mér er ekki kunnugt um að neinu hafi tekist það. Hér stóðu allir saman að því að gera þetta að veruleika; íþróttahreyfingin, ólíkar tómstundagreinar og fólk í samfélaginu sem vildi leggja sitt af mörkum. En tímarnir breytast og þegar tveir af mínum máttar- stólpum í þessum málum, Ivano Tasin og Sævar Pétursson, voru báðir fluttir í burtu var kominn tími á að hleypa öðru fólki að. Það getur líka tekið talsvert á að vinna í þessu pólitíska umhverfi. Á þessum tólf árum hafði ég starfað með sem gert hafi verið á þessu sviði fyrir sjónvarp. Við stefnum á að endurtaka leikinn um næstu áramót, þá hafa áhorfendur eitthvað til að hlakka til.“ Hlutverk Maríu hefur breyst á stuttum tíma, en hún var ráðin til N4 til að ritstýra þættinum Að norðan. „Eitt mitt fyrsta verk var að stækka svæðið með reglubundinni umfjöllun um allt Norðurland, líka Norðurland vestra. Ég mun halda áfram að fjalla um líf fólks á Norðurlandi vestra auk þess að grípa inn í verkefni á Norðurlandi eystra einnig en sem annar framkvæmdastjóranna þarf ég auðvitað að takast á við miklu fleiri verkefni tengd rekstri, framtíðarsýn og skipulagningu, sem mér finnst spennandi.“ N4 er fyrst og fremst lands- byggðarstöð og það hlutverk ætlar stöðin að efla enn frekar. Í dag sinnir hún Norðurlandi, Austurlandi og Suðurlandi með vikulegum þáttum en eru auk þess að vinna að því að koma Vesturlandi og Vestfjörðum inn til þeirra einnig. „Þannig lokum við hringnum og lítum til allra höfuðáttanna fjögurra sem nafn stöðvarinnar stendur fyrir. Það að hún sé staðsett nákvæmlega á Norðurlandi er hennar styrkur. Það er nú bara þannig að ver- öldin er einhvernveginn alltaf beint undir fótunum á okkur hverju sinni og það er ekki laust við að okkur finnist stundum nóg um hvað mikið af daglegum fréttum og umfjöllunum snúast um Stór-Höfuðborgarsvæðið. N4 gegnir því afar mikilvægu hlutverki að mínu mati og það er ómetanlegt að finna allan þann velvilja og góðhug sem stöðinni er sýndur, bæði er fólk duglegt að hringja inn og segja okkur hvað því finnst, það skrifar okkur og svo fáum við dýrmætt hrós út á götu.“ María Björk neitar því ekki að það er talsvert langt fyrir hana að sækja vinnu, stundum daglega 240 kílómetra. „En ég á góða að á Akureyri, pabba sem skýtur yfir mig skjólshúsi þegar ég þarf að gista og systkini sem eru mér kær. Reyndar var vinkona mín, Öxnadalsheiðin, ekki alltaf auðveld í samskiptum síðasta vetur en ég held að næsti vetur verði auðveldari. Það er svo miklu auðveldara að lifa lífinu ef maður fyllir ferðatöskurnar sínar af jákvæðni, bjartsýni og góðum minningum,“ segir María Björk að lokum. María Björk við störf hjá N4. María Björk í faðmi fjölskyldunnar. Frá vinstri: Ingvi Hrannar, Ómar Bragi, María Björk og Stefán Arnar. Ásthildur fremst. MYNDIR ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.