Feykir


Feykir - 13.08.2015, Qupperneq 9

Feykir - 13.08.2015, Qupperneq 9
30/2015 9 Heilir og sælir lesendur góðir. Það mun vera Skagfirðingurinn Pétur Stefáns- son sem einhverju sinni orti svo. Ég á nóg að brenna og bíta á börn og konu, sem ég ann. Allir sjá er á mig líta einstaklega heppinn mann. Mikil orðgnótt og falleg hugsun til stökunnar kemur fram í næstu vísum Sigurðar K. Pálssonar sem mun ef ég man rétt hafa búið í Reykjavíkurhreppi. Inn á svæði óðarmáls andinn þreyttur flúði. Þar sem Bragaföllin frjáls falla í tónaskrúði. Snúðu þræði stefjastáls stuðluðu kvæðin skýru. Gullið bræða úr bergi máls. Bragafræðin dýru. Gaman að rifja næst upp magnaða hringhendu eftir þennan snjalla hagyrðing. Til þín flý ég draumadís. -Dökkna skýjakögur,- uns jörð að nýju úr rökkva rís, röðulhlý og fögur. Ef ég man rétt mun sá magnaði Kópavogsbúi Lárus Salómonsson hafa ort þessa laglegu hringhendu. Laufið springur, landið grær lífið yngist hraðan. Frelsi syngur fjallablær flýgur hingað – þaðan. Önnur hringhenda kemur hér eftir Lárus. Loftið blátt og heiðið hátt hugans mátt vill draga, lífs í sátt að ljóssins átt langa nátta og daga. Geta lesendur sagt mér hver yrkir svo. Á viðskiptanna mæðumorgni mitt í lánaþönkunum, er gott að eiga hauk í horni helst í öllum bönkunum. Minnir að það hafi verið Jónas Jóhannsson frá Öxney sem orti þessa kunnu vísu. Hlátur brestur, grátur grær gæfa sést á reiki. Sá hlær best sem síðast hlær svo er um flesta leiki. Sá ágæti Móskóga Stebbi mun hafa lýst lífshlaupi samferðamanns á lífsins leið svo. Labbar fullur lífsins slóð með litla fyrirhyggju, út og suður eltir fljóð og endar á Kvíabryggju. Til vinkonu yrkir Stefán svo. Ástin kyndir elda sína ásamt girndinni. Ég hef yndi af þér Stína Vísnaþáttur 646 eins og syndinni. Bóndi í Skagafirði tók sig til og giftist aldraðri ekkju. Þorsteinn Magnússon í Gilhaga taldi af einhverjum ástæðum ekki tíðindin merkileg og mun hafa komið eftirfarandi vísu á kreik. Kalt er ástarþelið þitt þó ei framar vonum. Það er illt að eiga sitt undir haustveðronum. Jörundur Gestsson sem mun hafa búið á Hellu lýsti samferðamanni eitt sinn svo. Ofviti af eigin náð öslar spekiveginn, undan hverju rifi ráð renna beggja megin. Ólafur Benediktsson hugsar einnig til samferðamanns er hann yrkir svo. Fátt þér eykur yndi og frið illa greiðir veginn. Ágirndin á aðra hlið öfund hinumegin. Einhverju sinni er rætt var um bresti samferðamann orti skáldið snjalla Jón Árnason á Víðimýri svo. Margan galla bar og brest bágt er valla að sanna, en drottinn alla dæmir best dómar falla manna. Þá koma næst tvær hringhendur eftir Þórhildi Sveinsdóttur frá Hóli hér í Svartárdalnum. Trúar veikir þrauka þrátt þeim ei skeika fárin. Upp sér hreykja ýmsir hátt aðrir sleikja sárin. Eru verstu óláns spor annarra lesti skoða. Ef að brestur þrek og þor þá er flest í voða. Næsta vísa er eins og þeir sem til þekkja ort um það ágæta samkomuhús, íbúa Akrahrepps í Blönduhlíð í Skagafirði, sem kallast Héðins-minni. Stendur fast í mínum haus að höfundur hennar sé Gísli Stefánsson áður bóndi í Mikley Bið lesendur að leiðrétta ef þörf er á. Kem ég út að kvöldi dags klæddur í frakkann bláa. Augun leita uppi strax Akrahúsið gráa. Gaman að enda eins og stundum áður með fallegri hringhendu eftir Sveinbjörn alsherjargoða. Anda heitum yndi nóg unaðsreitir geyma. Seinna leitar þráin þó þinna sveita heima. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is Leitið upplýsinga á www.gardar.info Garðar byrjaði að mæla rafbylgjur úr jörðu og rafbylgjur sem kom úr tenglum, tölvum, gsm símum og ljósum. Allar þessar bylgjur hafa áhrif á fólk og skepnur og geta valdið ýmsum kvillum, svo sem: - Mígreni - Höfuðverk - Svefntruflunum - Vöðvabólgu - Exemi - Þurrk í húð vegna tölvu - Fótverkjum - Júgurbólgu - Myglusvepp - Skepnudauða - Fósturskaða í dýrum Rafbylgjumælingar og varnir! Kem á staðinn og framkvæmi fyrstu mælingu ókeypis. Upplýsingar gefur Garðar Bergendal í síma 892 3341 Verð í Skagafirð i næstu daga Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is Pílagrímsganga og prestvígsla á dagskrá Hólahátíðar Hólahátíð 14.–16. ágúst 2015 Árleg Hólahátíð verður haldin á Hólum í Hjaltadal um næstu helgi. Að vanda verður mikið um dýrðir og meðal annars hægt að berja augum hina nýopnuðu Biblíusýningu í Auðunarstofu sem haldin er í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags. Biblíurnar eru úr safni sr. Ragnars Fjalars Lárussonar og mun þetta vera eitt stærsta og merkilegasta biblíusafn landsins. Meðal þeirra gersema sem sýndar verða eru Gutenbergs- biblía, Biblía Gustavs Vasa, Biblía Kristjáns III, Þorláksbiblía, Steinsbiblía, Summaria, Biblia laicorum, Nýja testamenti Guðbrands biskups og margar fleiri fágætar biblíur. Þess má geta að á Hólum var prentuð fyrsta íslenska biblían, Guð- brandsbiblía, árið 1584 og er hún til sýnis í Hóladómkirkju. Sýn- ingin er opin frá kl. 10-18. Klukkan 20:00 á föstudaginn ætlar Sr. Sigurður Ægisson að flytja erindið „Hólabiblíur – um þrjár fyrstu biblíuútgáfur Íslend- inga“ í Auðunarstofu. Á laugardaginn hefst dag- skráin svo með pílagrímsgöngu frá Gröf heim að Hólum með biblíulestrum. Lagt verður af stað frá Grafarkirkju kl. 10:00 og tekur gangan um sex tíma. Helgistund verður við heim- komu í Hóladómkirkju og fólki ekið til baka að Gröf. Kl. 13:00 verður ganga yfir Hrísháls, í fylgd Önnu Þóru Jónsdóttur frá Vatnsleysu, og þá verður gengið inn í söguna. Lagt er af stað frá Enni kl. 13:00 og tekur gangan þrjá tíma heim að Hólum. „Á veginum verða hin ýmsu óvæntu fyrirbæri og ævintýraverur úr raunveruleika fyrri tíma,“ segir í dagskrá hátíðarinnar. Kl. 17:00 verður dagskrá fyrir börn á öllum aldri og fjölskyldur þeirra í Hóladómkirkju í umsjá Helga Zimsen og Rósu Jóhannesdóttur og kl. 18:00 verður boðið upp á hlaðborð með gómsætum Biblíumat í Undir Byrðunni en uppskriftirnar eru úr bók sr. Svavars A. Jónssonar. Á sunnudaginn kl. 11:00 flytur Dr. Gunnlaugur A. Jóns- son erindið „Áhrifasaga Salt- arans. Um áhrif Davíðssálma í sögu og samtíð á bókmenntir, listir og kvikmyndir.“ Hátíðar- messa í Hóladómkirkju hefst kl. 14:00 en þá verður Mag. theol Halla Rut Stefánsdóttir vígð til að gegna sóknarprestsembætti í Hofsós- og Hólaprestakalli. Að veislukaffi í Hólaskóla loknu verður hátíðarsamkoma í Hóladómkirkju, sem hefst kl. 16:30. Ólöf Nordal innanríkis- ráðherra flytur hátíðaræðu og Ragnhildur Ásgeirsdóttir fram- kvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags flytur ávarp. /BÞ

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.