Feykir


Feykir - 07.01.2016, Blaðsíða 3

Feykir - 07.01.2016, Blaðsíða 3
01/2016 3 Ert þú búinn að heilsa upp á Feyki.is? Nú er netmiðillinn okkar ferskari en nokkru sinni og lúkkar fínt í tölvunni, spjaldtölvunni og símanum! Kíktu á... Feykir.is Aðstoðuðu ferðamenn sem sátu fastir á aðfangadags- kvöld FRAMTÍÐARSTÖRF Í SJÁVARÚTVEGI! Við leitum að starfsfólki til framtíðarstarfa vegna aukinna verkefna. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð í landvinnslunni að Eyrarvegi 18, Sauðárkróki eða fylla út umsókn á heimasíðu FISK. Frekari upplýsingar gefur Gunnlaugur í síma 455-4411/825-4411. FNV býður upp á fjögurra anna nám í Fisktækni sem stundað er samhliða vinnu. Námið er skipulagt í samstarfi við Fisktækniskólann í Grindavík og Farskóla Norðurlands vestra. Nám í Fisktækni samhliða vinnu Starfsmenn við upphaf náms haustið 2014 FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI 13.–15. JANÚAR Bjarki Karlsson, bæklunarlæknir 18. OG 19. JANÚAR Haraldur Hauksson, alm. æðaskurðlæknir 28. OG 29. JANÚAR Orri Ingþórsson, kvensjúkdómalæknir Sérfræðikomur Tímapantanir í síma 455 4022 www.skagafjordur.is Breyting á innheimtu sveitarfélagsins • Frá og með 1. janúar 2016 mun Sveitarfélagið Skagafjörður alla jafna ekki senda frá sér greiðsluseðla heim til gjaldenda. Krafan mun sem áður alltaf birtast í heimabönkum. Gjaldendur sem vilja fá senda heim til sín greiðsluseðla eru beðnir um að tilkynna það til innheimtu sveitarfélagsins. • Allir einstaklingar og lögaðilar geta nálgast afrit af reikningi/greiðsluseðli í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. • Einnig er boðið upp á að senda reikninga í tölvupósti til gjaldenda. Þessi kostur er mikið nýttur af gjaldendum í dag og fjölgar þeim sem vilja nýta sér þennan kost. Vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið innheimta@ skagafjordur.is og óskið eftir þjónustunni. • Lögaðilar geta sömuleiðis óskað eftir að fá reikninga senda til sín á rafrænu formi. Vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið innheimta@skagafjordur.is og óskið eftir þjónustunni. Skagafirði, 7. janúar 2016. Innheimta Sveitarfélagsins Skagafjarðar Alvarleg slys á Norðurlandi vestra Annir í sjúkraflutningum Nokkuð hefur verið um slys á Norðurlandi vestra undan- farið. Kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega þegar tveir fólksbílar rákust saman á Hrútafjarðarhálsi sl. sunnudagskvöld. Nokkur hálka á veginum þegar slysið átti sér stað og við áreksturinn köstuðust báðir bílarnir út af veginum, hvor sínu megin, en um 100 metrar voru á milli þeirra. Klippa þurfti þakið af bíl konunnar til að ná henni út og var hún flutt með sjúkrabifreið að Staðarskála, þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hana og flutti á Landspítalann í Fossvogi. Ökumenn voru einir í bílunum og var ökumaður hins bílsins, karlmaður á fertugsaldri, fluttur til athugunar á sjúkrahúsið á Hvammstanga. Hann mun ekki hafa slasast alvarlega. Þá slasaðist ungur maður í nokkuð alvarlegu vinnuslysi í verksmiðju Ístex á Blönduósi á miðvikudaginn í síðustu viku. Maðurinn var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og var notast við neyðarbrautina svo- kölluðu en illfært var um aðrar brautir Reykjavíkurflugvallar. Samkvæmt frétt Mbl.is festi maðurinn fótinn á sér í svokölluðum ullartætara. Sam- starfsmönnum mannsins tókst að losa hann en fóturinn var illa útleikinn eftir slysið. Á annan í jólum voru tvær ungar stúlkur fluttar með sjúkra- flugi eftir alvarlegt vélsleðaslys við sveitabæ í Austur-Húna- vatnssýslu. Stúlkurnar eru taldar hafa misst stjórn á vélsleðanum með þeim afleiðingum að hann hafnaði undir heyrúlluvagni við bæinn. Læknir skoðaði stúlk- urnar á vettvangi og voru þær síðan fluttar með sjúkrabílum á Sauðárkrók og þaðan var flogið með þær í sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. Önnur stúlkan slasaðist alvarlega en var út- skrifuð af gjörgæsludeild daginn eftir og lá á Barnaspítala Hrings- ins, samkvæmt heimildum Mbl. is. Hin stúlkan var útskrifuð af Landspítalanum eftir skoðun. Stúlkurnar voru báðar með hjálm. Þær eru báðar fæddar um aldamótin. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.