Feykir


Feykir - 07.01.2016, Blaðsíða 11

Feykir - 07.01.2016, Blaðsíða 11
01/2016 11 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar gengur frá jólaskrautinu ef það er ekki búið að því. Spakmæli vikunnar Versta blekkingin er sjálfblekkingin. - Bovee Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... steypireiður getur orðið jafn þungur og 30 fílar og jafnlangur og þrjár stórar langferðabifreiðar? ... fló getur stokkið 350 falda líkamslengd sína? ... lengsti tími sem manneskja hefur legið í dái er 37 ár? ... Kínamúrinn er 6.430 kílómetra langur? Til samanburðar er þjóðvegur 1, hringvegurinn um Ísland, 1.332 kílómetrar og þykir flestum nóg um. Hahahahaha ... hehe ... Gísli og Gudda voru nýkomin úr heimsókn til vina sinna í Hafnarfirði. Gudda sagði við bónda sinn: „En hvað ég held að við höfum gert mikið góðverk með því að líta inn hjá þeim.“ „Af hverju dregur þú þá ályktun,“ spurði Gísli? „Jú, sástu ekki hvað þau voru döpur þegar við komum. En þegar við fórum ljómuðu þau eins og sól í heiði...“ Krossgáta Feykir spyr... Strengdir þú áramótaheit? Spurt á Facebook UMSJÓN kristin@feykir.is hafa bakað smábrauð líka en ekki nauðsyn. Við skorum á vini okkar Rannveigu Hjartardóttur og Magnús Ásgeir Elíasson bændur á Stóru-Ásgeirsá að taka við keflinu. Verði ykkur að góðu!! Einfaldir fiskréttir eftir kjötátveislu jólanna FORRÉTTUR Rækjuforréttur Rækjur mangó sýrður rjómi agavesýróp sítróna Aðferð: Rækjur settar í skál með mangóbitum, sýrðum rjóma sem búið er hræra svolítið af afgavesýrópi útí og kreistu af sítrónusafa. EFTIRRÉTTUR Saltfiskréttur fyrir 4-6 2 laukar, rauður og venjulegur 1 blaðlaukur 1 hvítlaukur 3 paprikur; rauð, gul og græn gráðostur salti og pipar fiskikraftur frá Oscar rjómi saltfiskur, skorinn í bita ostur, rifinn Aðferð: Laukar og paprikur saxað niður og mýkt á pönnu. Gráðosti bætt útí og kryddað síðan með salti og pipar og fiskikrafti frá Oscar. Síðan hellt slatta af rjóma yfir allt saman. Öllu er sturtað í eldfast mót eða steikarpott og saltfiskbitum raðað ofan á (ca 1 kg fyrir 4-6). Því síðan skellt inn í 200°C heitan ofn í 15 mínútur. Rétturinn er þá tekinn tekinn út og rifnum osti sáldrað yfir og settur aftur í ofninn í 10-15 mínútur með blæstri. Með þessu er gott að drekka nokkuð sætt hvítvín. Og þá má MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is Fyrstu matgæðingar Feykis árið 2016 eru hjónin og hrossaræktendurnir Ísólfur Líndal Þórisson og Vigdís Gunnarsdóttir frá Lækjarmóti II, og synir þeirra tveir, Ísak og Guðmar. „Eftir kjötátveislu jólanna eru margir sem vilja fá sér fisk svo hér kemur ein einföld uppskrift af rækjuforrétti og saltfisks aðalrétti,“ segja hjónin. Vigdís og Ísólfur matreiða „Nei.“ Jakob Jóhannsson, Sauðárkróki „Engin sérstök svo sem, nema þá helst að halda áfram að bæta heilsuna og vinna að því daglega.“ Steinar I Sörensen frá Hofsósi „Ég er lítið fyrir formlegar heitstrengingar en setti mér samt það markmið að lesa meira á árinu og ætla að reyna að nýta a.m.k. tvö kvöld í viku í að lesa frekar en að glápa.“ Guðmundur St Sigurðarson, Sauðárkr. Vigdís, Ísólfur og synir á góðri stundu. MYND: ÚR EINKASAFNI „Nei, ég strengdi ekki áramótaheit.“ Jensína Lýðsdóttir, Skagaströnd „Mitt áramótaheit er að rækta mig og mína vel á árinu.“ Herdís Lilja Káradóttir, Sauðárkróki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.