Feykir


Feykir - 07.01.2016, Blaðsíða 1

Feykir - 07.01.2016, Blaðsíða 1
Eins og Feykir hefur fjallað um var nefnd um sameiningu hestamanna- félaganna í Skagafirði að störfum stóran hluta síðasta árs. Ákveðið var að stofna nýtt hestamannafélag í Skagafirði við sameiningu félaganna þriggja sem fyrir voru, Svaða, Léttfeta og Stíganda. Þá hefur verið ákveðið að nýtt félag beri nafnið Skagfirðingur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnum hestamannafélaganna í Skagafirði og þar segir ennfremur að miklar vonir séu bundnar við hið nýja félag. Auglýst var eftir tillögum, kosið milli nokkurra þeirra og varð nafnið Fluga fyrir valinu. Síðar var ákveðið að hafa nafnakosningu á ný og í þeirri kosningu varð nafnið Skagfirðingur fyrir valinu. /KSE Nafnið Skagfirðingur valið Sameining hestamannafélaganna í Skagafirði á BLS. 6–7 BLS. 5 Anna Pálina Þórðardóttir er Norðvestlendingur ársins 2015 Besta heilræðið að vera upplitsdjörf og brosa BLS. 10 Árið 2015 var um margt viðburðaríkt á Norðurlandi vestra Fréttaannáll 2015 – fyrri hluti Daníel Þórarinsson er Garpurinn að þessu sinni Væri heiður að taka 100m sprett við Usain Bolt 01 TBL 7. janúar 2016 36. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. Eftir 30 ára hlé gerði fé sig heimakomið í hinum hrikalegu Hvanndölum milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar, sem fyrrum voru eitt einangraðasta byggðarlag landsins. Um var að ræða 16 kindur úr Fljótum og hefur fé úr Fljótum aldrei farið þangað áður svo vitað sé. Hvanndalir eru umkringdir tæplega 700 metra háum fjöllum á alla kanta, nema til norðurs en þar tekur Atlantshafið við. Hvanndalir voru keyptir af Hvann- eyrarhrepp árið 1896 í þeim eina tilgangi að leggja byggð þar niður. Lending þar er mjög erfið, tæplega 20 metra hár bakki og þarf að styðjast við keðju til að komast upp. Ekki er hægt að ganga fjöruna nema fara upp í svokallaðar Hvanndalaskriður sem eru alls ekki fyrir lofthrædda og raunar stórhættulegar yfirferðar. Eina leiðin til að komast í Hvanndali er að fara sjóleiðina og nutu Fljótamenn Ekki vitað til að fé úr Fljótum hafi áður farið í Hvanndali S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6 FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN! ÚTSALAN HAFIN 10–70% AFSLÁTTUR Glæsilegt úrval á pier.is Vertu vinur okkar á Facebook Féð komið um borð í björgunarbát. MYND: HALLDÓR HÁLFDÁNARSON Fé úr Fljótum sótt í Hvanndali aðstoðar björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði, sem lagði til björgunarskipið Sigurvin. Ásamt sveitinni komu fjöl- margir Siglfirðingar og Ólafsfirðingar til aðstoðar. Sem nærri má geta eru Fljóta- menn þakklátir öllum sem aðstoðuðu við smölunina. Höfðu menn haft áhyggjur af því hvernig gengi að koma fénu niður í fjöruna en bakkinn var nánast laus við svell og gekk það greiðlega. Féð var síðan selflutt í gúmmíbát frá björgunarsveitinni Tindi í Ólafsfirði. Um var að ræða sjö ær ásamt lömbum, alls sextán kindur. /KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.