Feykir


Feykir - 07.01.2016, Blaðsíða 4

Feykir - 07.01.2016, Blaðsíða 4
4 01/2016 „Mínir vinir fara fjöld.“ Þessi orð úr ljóði Bólu - Hjálmars komu mér í hug, er ég frétti lát Sigurbergs Austdal Kristjánssonar, bónda á Bústöðum, sem lést 16. nóvember sl. eftir fremur stutta legu. Fór útför hans fram frá Sauðárkrókskirkju 25. nóvember og jarðsetning í heimagrafreit á Skatastöðum. Sigurberg á Bústöðum kynntist ég fljótlega eftir komu mína að Mælifelli haustið 1983, og hafa því kynni okkar staðið í rúmlega þrjátíu ár. Sigurberg var fæddur á Skatastöðum í Austurdal 3. maí 1943, elstur sex barna hjónanna Kristjáns Guðjónssonar og Sólborgar Bjarnadóttur, er þar gerðu garðinn frægan um langt árabil. Á Skatastöðum sleit Sigurberg barnsskónum við öll algeng bústörf. Hann kvæntist Sigríði Hugrúnu Björnsdóttur frá Borgargerði í Norðurárdal, og árið 1964 hófu þau búskap á Bústöðum, næstu jörð neðan Skatastaða, og þar stóð heimili þeirra upp frá því. Bústaðir eru kostajörð og eins og Skatastaðir vel til fjárbúskapar fallin, og ætíð hefur verið búið þar rausnarbúi, en jörðin lengst af nokkuð afskipt, komst í vegsamband laust eftir 1950. Sigurberg var bóndi af lífi og sál, og efast ég um, að hann hefði viljað kjósa sér annað hlutskipti. Hann var fyrirhyggjusamur, enginn byltingarmaður í búskaparháttum, en sá búi sínu vel farborða, fjármaður með ágætum, enda jafnan fjármargur, bjó vel að sínu með tæki og vélakost, enda vart um annað að ræða, handlaginn og velvirkur. Jörðina bætti hann bæði af húsakosti og ræktun, svo nú teygir sig nýtt tún allt niður undir gil Jökulsárinnar. Þau hjón eignuðust fimm börn: Kristján Björn, sem lést af slysförum 1986 rétt innan við fermingaraldur, Sólberg Loga, Steindór Búa, Mörtu Kristínu og Guðmund Árna, sem öll hafa reynst dugandi einstaklingar, þar sem þau hafa haslað sér völl. Þjóðvegurinn fram í Austurdalinn liggur um hlaðið á Bústöðum. Margir koma þar við og gestagangur oft mikill á sumrin, því þeim fer sífellt fjölgandi, sem leggja leið sína fram í dalinn. Öllum sem að garði ber, er þar tekið með eðlislegri gestrisni og hlýju. Oft hef ég komið við á Bústöðum, þegið þar margar góðgjörðir og átt gott spjall þar við eldhúsborðið um daginn og veginn. Oftar en ekki að koma frá hinni árlegu messu í Ábæjarkirkju, sem ætíð er stór dagur í dalnum, en til þeirrar kirkju, sóknarkirkju Sigurbergs frá Skatastöðum, báru þau hjón hlýjan hug, enda þótt Bústaðir hafi jafnan tilheyrt Goðdalasókn. Við Sigurberg var ætíð gott að blanda geði. Hann var greindur maður og athugull, og málefni samfélagsins voru honum hugleikin, en meðfædd hógværð í blóð borin. Hann var góður heimilisfaðir, hugsaði vel um heimili sitt og fjölskyldu. Það lét hann ganga fyrir öllu. Börnum sínum ók hann yfir hálsinn í veg fyrir skólabílinn dag hvern, þá fært var, oft við hinar erfiðustu aðstæður, um 8 km leið. Við leiðarlok leita á hugann minningar frá liðnum samverustundum bæði í gleði og í sorg. Mótlætið sneyddi ekki hjá garði fjölskyldunnar á Bústöðum. En við hlið Sigurbergs stóð konan hans, hún Sigga, eins og við kölluðum hana, sem klettur, er mest á reyndi, með sinni léttu lund og æðruleysi. Samband þeirra einkenndist af mikilli eindrægni og umhyggju. Bæði félagslynd að eðlisfari og dugleg að sækja mannamót og ýmsa viðburði í sveitinni, þrátt fyrir erfiðar samgöngur oft á tíðum, áhugasöm um málefni sveitar og samfélags og lögðu góðum málum lið eftir megni. Fyrir nokkrum árum, er þrekið var farið að minnka, hætti Sigurberg búskap að mestu og lét búið í hendur syni sínum, Búa, og konu hans, Sigrúnu Pálsdóttur, ættaðri af Jökuldal, sem reist hafa sér nýtt íbúðarhús skammt ofan vegar. Þá gat hann litið stoltur yfir farinn veg. Ég fann, að það var honum mikið gleðiefni, að ungu hjónin skyldu ákveða að setjast þar að, og börnin þeirra tvö voru mikil ljós í lífi hans síðustu árin. Á kveðjustund vil ég færa Sigurberg þakkir fyrir öll okkar góðu kynni og vináttu, sem aldrei bar skugga á. Það er sjónarsviptir af honum í dalnum. Ég sakna þess að eiga ekki kost á því framar að taka í hönd hans og finna traust og þétt handtakið, sem var eins og maðurinn sjálfur, heill og traustur. Samúðarkveðjur flyt ég Siggu, börnunum og fjölskyldunni allri. Blessuð sé minning Sigurbergs á Bústöðum. Ólafur Þ. Hallgrímsson I n m e m o r i a m Sigurberg Austdal Kristjánsson, Bústöðum Vikuna 27. desember 2015 – 2. janúar 2016 var tæpum 285 tonnum landað á Skagaströnd. Þá var landað rúmum 8 tonnum á Hofsósi. Engu var landað á Sauðárkróki og Hvammstanga. Alls gera þetta um 392 tonn á Norðurlandi vestra. /KSE Aflatölur 27. desember 2015 – 2. janúar 2016 á Norðurlandi vestra Enginn afli á Sauðárkróki og Hvammstanga SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HOFSÓS Bíldsey SH 65 Lína 5.900 Geisli SK 66 Línutrekt 2.153 Alls á Hofsósi 8.053 SKAGASTRÖND Addi afi GK 97 Landb. lína 10.613 Alda HU 112 Landb. lína 11.059 Arnar HU 1 Botnvarpa 249.335 Bergur sterki HU 17 Landb. lína 2.418 Íslandsbersi HU 113 Landb. lína 4.543 Sæfari HU 200 Landb. lína 3.479 Ölli krókur GK 211 Landb. lína 3.211 Alls á Skagaströnd 284.658 Dregið úr réttum lausnum í verðlaunakrossgátu Fjölmargar lausnir bárust vegna jólakrossgátu Feykis. Lausnarorðið var: „Sá fimmti pottaskefill.“ Dregið var úr innsendum lausnum og hlutu eftirtaldir vinninga: Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra eftir Friðþór Eydal. Guðrún Bjarnadóttir Lækjarbakka 5, 560 Varmahlíð Geisladiskarnir Á góðri stund (Hreindís Ylva flytur lög Erlu Þorsteins) og Nafnið þitt (lög Erlu Gígju) Jóhann Guðmundsson Holti, 541 Blönduós Geisladiskurinn Skagfirðingar syngja Sólveig Júlíusdóttir Laugatúni 24, 550 Sauðárkróki /KSE RÚNAR KRISTJÁNSSON SKRIFARFRÁ LESENDUM Sýn hjartans Hann lá í rúmi legu þá sem lífs er hinsta þrautin. Ásýndin var orðin grá og allur styrkur honum frá og gjörvöll gengin brautin! Hann brosti samt og sólskin stillt þar sveif um fölar kinnar. Svo sagði hann hlýtt og mjúkt og milt og mál hans allt varð gæsku fyllt: „Ég fer til móður minnar!“ Rúnar Kristjánsson Félag Harmonikuunnenda í Skagafirði óskar öllum félögum og velunnurum gleðilegs nýs árs og friðar og þakkar fyrir það liðna. Þökkum Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra, menningarsjóðum, Kaupfélagi Skagfirðinga, Spari- sjóði Skagafjarðar, Arion Banka og Landsbanka Íslands fyrir styrkveitingar á ný liðnu ári. Stjórnin Jólakrossgátan Þau leiðu mistök urðu í viðtali við Elinborgu Sigurgeirsdóttur í 48. tölublaði Feykis að sagt var að Sigurgeir Pálsson, langafi Elinborgar, hefði flutt til Kanada ásamt öllum börnum sínum nema afa hennar, Karli Sigurgeirssyni. Þetta er ekki rétt því dóttir Sigurgeirs, Helga, varð einnig eftir á Íslandi og frá henni er kominn stór ættbogi hér á landi. /KSE Helga flutti ekki til Kanada Leiðrétting vegna viðtals í 48. tölublaði Feykis 2015

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.