Feykir


Feykir - 07.01.2016, Blaðsíða 5

Feykir - 07.01.2016, Blaðsíða 5
01/2016 5 Daníel Þórarinsson / Frjálsíþróttakarl UMSS 2015 Væri heiður að fá að taka 100m sprett við Usain Bolt ( GARPURINN ) berglind@feykir.is Daníel á sprettinum. MYND: ÚR EINKASAFNI Daníel Þórarinsson hefur átt góðu gengi að fagna í frjálsum íþróttum og var valinn Frjálsíþróttakarl UMSS 2015. Daníel er 21 árs og segist alla tíð hafa búið í „Hólatúninu góða“ á Sauðárkróki. „Ég er Rípari í föðurætt, Þórarinn Þórðarson og úr Hólkotsættinni í móðurætt Jakobína Helga Hjálmarsdóttir,“ segir Daníel. Hann æfir spretthlaup með Frjálsíþróttadeild UMFT; 60, 100, 200 og 400 metra. Daníel svaraði nokkrum spurningum fyrir Feyki. Helstu íþróttaafrek: -ULM meist- ari í nokkrum sprettgreinum einhver ár; Íslandsmeistari utan- húss í 400m 2013 og 2014 ásamt það ár í 100m og 200m í mínum aldurshópi. Skemmtilegasta augnablikið: -Var einn daginn í fyrrasumar þegar ég bætti mig persónulega í 100, 200 og sérstaklega í 400m á litlu móti á heimavellinum. Neyðarlegasta atvikið: -Það er eitt atvik sem ég man eftir þegar síminn minn hringdi í keppni og ég var í startblokkinni og vinur minn segir yfir alla: „Er þetta ekki síminn þinn Daníel?“ Einhver sérviska eða hjátrú? -Nei, ég er svo heppinn að lifa í einfaldleikanum en vissulega gerir maður alltaf sömu rútínu fyrir keppni eins og taka sömu drillur, hreyfiteyjur o.s.frv. Uppáhalds íþróttamaður? -Á mér engan uppáhalds en vil þá nýta tækifærið og hrósa öllu því frábæra íþróttafólki sem býr í þessu landi. Ef þú mættir velja þér and- stæðing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? -Það væri ákveðinn heiður að fá að taka einn 100m sprett við hraðasta mann veraldar, Usain Bolt. Hvernig myndir þú lýsa þeirri rimmu? -Fyrstu 30 metrana væri hörð barátta á milli okkar, ég væri örlítið skarpari en síðan myndi Bolt baka mig næstu 70 metrana og hreinlega bursta mig! Helsta afrek fyrir utan íþróttirnar? -Ætli það sé ekki gróðursetningarnar á Helgu- stöðum sl. 15 ár og hafa lokið jógakennaranáminu í Tælandi í mars 2015. Lífsmottó: -Þau eru nokkur, ofarlega á lista er að vera trúr sjálfum sér og svo má ekki gleyma gömlu góðu gildunum úr grunnskólanum: Lifa, leika, læra! Helsta fyrirmynd í lífinu: -Á mér enga sérstaka nema allt það heilsteypta og góða fólk sem ég á og er umlukin. Þetta fólk eru algjörar fyrirmyndir. Hvað er verið að gera þessa dagana? -Mest allur metnaðurinn fer í að ná mér góðum í fætinum en ég lenti í því óhappi að slíta aðra hásina í lok júlí. Mér miðar einstaklega vel fram að þessu en samt sem áður mikil vinna eftir óunninn. Hvað er framundan? -Spennandi tímar klárlega, fyrst á dagskrá er að leysa systur mína af í tvær vikur en hún rekur jóga- og heilsusetrið Sólir, þar kennir hún einnig jóga. Síðan ætla ég að hefja nám við Landbúnaðarháskóla Íslands og ekki má gleyma æfingaferðina um páskanna til Bandaríkjanna með frjálsíþróttagenginu. ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Þóranna Ósk valin Íþróttamaður Skagafjarðar 2015 Kjör íþróttamanns Skagafjarðar fyrir árið 2015 fór fram í Húsi frítímans sunnudaginn 27. desember síðastliðinn. Að kjörinu standa UMSS og Sveitar- félagið Skagafjörður. Það var hin unga og efnilega frjáls- íþróttakona Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr Tindastóli sem hlaut titilinn að þessu sinni. Þóranna er sexfaldur Íslands- meistari í frjálsíþróttum 2015, bæði í aldursflokki 15–22 ára og í fullorðinsflokki. Á innanhúss- mótum varð hún Íslandsmeistari í hástökki kvenna, stökk 1,67 m, sem er skagfirskt héraðsmet og sigraði einnig í hástökki og 60 m grindahlaupi á MÍ 15-22 ára. Á utanhússmótum varð hún Íslandsmeistari í hástökki og sigraði í grindahlaupi og hástökki á MÍ 15-22 ára. Hún var útnefnd frjálsíþróttakona UMSS 2015 á uppskeruhátíð UMSS og íþróttamaður Tinda- stóls. Þóranna var valin í landslið Íslands til að keppa í hástökki, bæði á Smáþjóðaleikunum og í Evrópukeppni landsliða og stóð sig með prýði. Unglingaflokkur Tindastóls í körfuknattleik karla hlaut nafn- bótina Lið ársins 2015 en þeir urðu Íslandsmeistarar tímabilið 2014-2015 og fóru í gegnum tímabilið ósigraðir. Þjálfari ársins er Israel Martin körfuknattleiksþjálfari. Hann þjálfaði drengjaflokk, unglingaflokk og meistara- flokk karla veturinn 2014-2015 með miklum ágætum. Drengjaflokkurinn endaði tímabilið í 3. sæti, unglinga- flokkur sem Íslandsmeistarar og meistaraflokkur í 2. sæti á Íslandsmótinu. Samhliða kjörinu á Íþróttamanni Skagafjarðar var ungu og efnilegu íþróttafólki veittar viðurkenningar með hvatningu til áframhaldandi ástundunar í sínum greinum. /Skagafjordur.is Þóranna Ósk hlaðin verðlaunabikurum. MYND: UMSS Öruggur sigur gegn FSu í Síkinu Dominos-deildin: Tindastóll - FSu 80-76 Stólarnir sýndu sínar bestu hliðar gegn FSu í síðustu umferðinni í Dominos- deildinni fyrir jólin og skemmtu stuðningsmönn- um sínum með frábærum varnarleik sem oft á tíðum skilaði skemmtilegum skyndisóknum. Lokatölur voru 107-80. Gestirnir gerðu fyrstu körfu leiksins en síðan tóku Stólarnir yfir leikinn. Í öðrum leikhluta var leikur Tindastóls stórbrotinn og ef gestirnir hefðu ekki verið að negla niður nokkra þrista hefðu þeir allt eins getað pakkað niður og farið heim í hálfleik. Staðan þá 56-35 en gestirnir náðu að fylgja heimamönnum betur eftir í síðari hálfleik en voru aldrei nálægt því að koma sér inn í leikinn. Jerome Hill átti sinn besta leik fyrir Stólana, gerði 32 stig og tók tólf fráköst á 22 mínútum. Hann átti reyndar nokkuð þægilegt líf í teig gestanna þar sem þeirra besti maður, Chris Woods, var snemma leiks kominn í villu- vandræði og gat lítið beitt sér. Næsti leikur Stólanna er síðan í kvöld en þá koma ÍR- ingar í heimsókn í Síkið. /ÓAB Arnþór Freyr og Stólar skilja að skiptum Körfuknattleiksdeildin Arnþór Freyr Guðmundsson, sem gekk til liðs við Tindastól í sumar, mun ekki leika með liðinu í seinni umferð Domino's deildar- innar. Samkvæmt tilkynn- ingu frá körfuknattleiks- deildinni tengist ákvörð- unin ekki Arnþóri Frey sjálfum heldur má rekja hana til fjárhagsaðstæðna deildarinnar. Stjórnin þakkar Arnþóri framlag hans til félagsins. Talsverðar væntingar voru gerðar til Arnþórs en hann náði sér ekki á strik með liðinu. /ÓAB Ísólfur Líndal kjörinn Íþróttamaður USVH 2015 USVH Kjöri Íþróttamanns ársins hjá USVH var lýst í íþróttamið- stöðinni á Hvammstanga sl. mánudag, þar sem fram fór Staðarskálamótið í körfubolta 2015. Íþróttamaður USVH árið 2015 var kjörinn Ísólfur Líndal Þórisson hestaíþrótta- maður frá Lækjamóti í Víðidal en hann hlaut 35 stig í kjörinu. Norðanátt greinir frá. „Ísólfur sem keppir fyrir Hestamannafélagið Þyt hefur á undanförnum árum skipað sér í raðir bestu hestamanna landsins. Árið 2015 var honum farsælt á keppnisbrautinni og keppti hann á mörgum mótum með frábærum árangri,“ segir í frétt Norðanáttar. Í öðru sæti var Dagbjört Dögg Karlsdóttir körfuknatt- leikskona hjá Umf. Val með 27 stig og í þriðja sæti var Salbjörg Ragna Sævarsdóttir körfuknatt- leikskona hjá Umf. Hamar með 18 stig. Verðlaunahafar hlutu eignar- bikara og Ísólfur farandbikar auk styrks frá Landsbankanum á Hvammstanga. /BÞ Verðlaunahafar. MYND: Norðanátt.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.