Feykir


Feykir - 07.01.2016, Blaðsíða 7

Feykir - 07.01.2016, Blaðsíða 7
01/2016 7 Dæmdar rúmar 4,3 milljónir auk málskostnaðar Mál Þorsteins Sæmundssonar, fyrrverandi forstöðumanns Náttúrustofu NLV, gegn Náttúrustofu var tekið fyrir í Héraðsdómi í lok aprílmánaðar en hann krafðist tæpra 10,6 millj.kr. bóta. Skv. dómnum var Náttúrustofunni gert að greiða Þorsteini tæpar 4,4 millj. kr. með vöxtum, auk 1,2 millj. kr. í málskostnað. Ekki var fallist á að stjórn Náttúrustofu, né einstakir stjórnarmenn, hefðu gerst sekir um meingerð og var miskabótakröfu því hafnað. Maí Verkföll og kjarabaráttur höfðu víðtæk áhrif Kjarabarátta og verkfalls- aðgerðir stéttarfélaganna settu mark sitt á árið. Rúmlega 10 þúsund félagar Starfgreina- sambandsins lögðu niður vinnu 30. apríl og aftur þann 5. maí, þ.m.t. félagsmenn Öld- unnar í Skagafirði og Samstöðu á Blönduósi. Verkfallið, sem stóð í tvo sólarhringa, hafði víðtæk áhrif en almennt sinna félagsmenn við kjöt- og fiskvinnslu, ýmsum þjónustu- störfum, s.s. í ferðaþjónustu, ræstingum, flutningum o.fl. Sættir náðust í lok mánaðarins. Þá olli verkfall dýralækna Mast sem stóð í tæpar tíu vikur, mikilli röskun og hafði víðtæk áhrif, ekki síst á bændur. Um tíma máttu þeir hvorki slátra né setja kjöt á markað þannig að bæði velferð dýra og hagur bænda var í húfi. Verk-fallinu lauk með lagasetningu í júnímánuði. Gott gengi í körfunni Tindastóll tapaði naumlega fyrir KR í lokarimmu Dominos-deildarinnar í körfu eftir ótrúlegt tímabil. Vestur- bæingarnir fengu hins vegar ekkert ókeypis hjá Stólunum sem börðust eins og ljón allan tímann, síðustu mínúturnar voru hins vegar KR-inganna, lokastaða 81-88. Unglingaflokkur átti betra gengi að fagna í mánuðinum á undan og tryggði sér Íslands- meistaratitilinn á móti FSu í Stykkishólmi, en lokatölurnar urðu 74-71. Eldur kviknar í iðnaðarhúsnæði Mildi má teljast að ekki varð meira tjón þegar eldur kviknaði í miðjurými í nýlegu iðnaðar- húsnæði að Lágeyri 3 á Sauðárkróki, þar sem þrjár smábátaútgerðir hafa aðstöðu. Þegar lögregla kom á vettvang reyndist eldurinn þegar hafa slokknað vegna súrefnisskorts og barst því ekki í nærliggjandi húsnæði. Kviknað hafði í útfrá frystiklefa í rýminu og voru miklar skemmdir af völdum hita og sóts. Ábúandinn missti allt sitt í eldi Eldur kom upp í íbúðarhúsi á Breiðabólstað í Vestur-Húna- vatnssýslu þann 17. maí. Erfið- lega gekk að slökkva eldinn vegna norðanhvassviðris og varð húsið brátt alelda. Engin slys urðu á fólki en húsið brann til kaldra kola og ábúandinn, Kristján Sigurðsson, missti allt sitt innbú í eldinum. MYND: KS Júní Kínverjar vilja reisa álver á Hafurstöðum Í júní sl. bárust fyrstu fregnir af áhuga kínverskra aðila á að reisa álver á Hafursstöðum á Skaga. Framkvæmdin hefur verið umdeild en um er að ræða heildarfjárfestingu upp á 100 milljarða kr. og talið er að hún myndi skapa um 240 störf og 200 afleidd störf. Sveitar- félögin á Norðurlandi vestra hafa undirritað viljayfirlýsingu um fjármögnun verkefnisins ásamt kínverska fyrirtækinu NFC og Klöppum appir Development. Sigvaldi lýkur Umhyggjugöngu Umhyggjugöngu Sigvalda Arnars Lárussonar, lögreglu- manns í Keflavík, til styrktar Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, lauk við Sundlaugina á Hofsósi. Hafði hann þá gengið frá Keflavík. Honum var innilega fagnað af heimamönnum, en Umf. Neisti og Björgunarsveitin Grettir skipulögðu móttöku honum til heiðurs. MYND: KSE Orkan úr Blöndu í brennidepli Íbúafundur um atvinnuupp- byggingu í A-Hún. var haldinn á Blönduósi í júnímánuði en þar var Greinargerð um at- vinnuuppbyggingu í sýslunni til umræðu. Greint var frá innihaldi skýrslunnar, byggða- mál voru til umræðu og hugmyndir um álver á Hafurstöðum kynntar. Í máli Snorra Björns Sigurðssonar, forstöðumanns þróunarsviðs Byggðastofnunar, kom fram að til að snúa við núverandi þróun við þyrfti annað hvort að nýta orkuna úr Blöndu eða að það þyrfti kraftaverk. Að sögn Valgarðs Hilmarssonar, forseta Bæjarstjórnar Blönduósbæjar, voru viðstaddir sammála því sjónarmiði. Vel lukkað Landsmót UMFÍ 50+ Landsmót UMFÍ 50+ var haldið á Blönduósi í blíð- skaparveðri síðustu helgina í júní. Þátttakan var góð, dag- skráin vel skipulögð og keppnin gekk eins og í sögu. Þó bárust fregnir af konu sem villtist af leið í víðavangshlaupi sem hófst á Húnaveri. Björg- unarsveitir voru kallaðar út til að leita að konunni og fannst hún nokkru síðar í Laxárdal, heil á húfi, þar sem hún sat og beið aðstoðar í ágætu veðri. MYND: RDJ Drangey Music Festival haldið í fyrsta sinn Tónleikahátíðin Drangey Music Festival á Reykjum á Reykjaströnd líður seint úr minni þeirra sem þar voru í einstakri veðurblíðu. Skaga- fjörðurinn skartaði sínu feg- ursta og viðstaddir voru ekki sviknir af þeirri myndlistar- sýningu sem himininn og hafflöturinn buðu upp á við undirleik tónlistarfólks. MYND: BÞ Stefán sigraði The Biggest Loser Sauðkrækingurinn Stefán Ás- grímur Sverrisson sigraði í keppninni The Biggest Loser Ísland sem send var út frá Háskólabíói á Skjá Einum. Í upphafi keppninnar var Stefán, sem starfar sem pökkunar- maður í Steinullarverksmiðj- unni á Sauðárkróki, 153,1 kg en var 93,7 kg við keppnisloks, sem þýðir að hann missti 59,4 kg. Samsvarar það nærri 40% af upphaflegu þyngd hans. Hættulegar sprungur í Ketubjörgum Lögreglan varaði við hættu- legum sprungum í Ketubjörg- um á Skaga, svæðið var girt af og allur aðgangur bannaður af öryggisástæðum. Sprungan er sérstök að því leyti að hún liggur þvert á landslagið á löngum kafla, hluti bjargsins er í raun orðinn laus frá klettunum og getur fallið í sjó fram á hverri stundu. Það er um átta metrar á breidd efst og 50-60m hátt. Bjargsneiðin var enn standandi við árslok. Tólf bíla árekstur á Holtavörðuheiði Mikil mildi var að ekki urðu alvarleg slys á fólki þegar tólf bíla árekstur varð á Holta- vörðuheiði. Hermann Ívars- son, lögregluvarðstjóri á Blönduósi, kastaðist tugi metra og endaði utan vegar eftir að flutningabíll kom æðandi á bílaös sem hafði skapast eftir árekstur. Hermann rankaði fljótlega við sér og varð þá ljóst að maður hafði orðið undir flutningabílnum. Maðurinn hafði fengið mikið högg en var að sögn Hermanns furðu brattur. Sagði hann ótrúlegt lán að ekki fór verr. Ömmukaffi opnar á Blönduósi „Ömmurnar“ Bryndís Sigurð- ardóttir og Birna Sigfúsdóttir opnuðu kaffihúsið Ömmu- kaffi, þar sem áður var veitingahúsið Við Árbakkann. Vinkonunar sögðu hugmynd- ina hafa blundað lengi í þeim og loks ákváðu þær að láta slag standa. „Við höfum báðar sagt upp störfum okkar og ætlum alfarið að starfa við rekstur Ömmukaffis, sumar sem vetur,“ sögðu stöllurnar í Feykisviðtali skömmu fyrir opnun í maímánuði. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps fagna 90 ára afmæli Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps fagnaði 90 ára afmæli þann 22. apríl. Fjölmargir heiðruðu kórinn með nærveru sinni, húsfyllir var í Húnaveri og frábært stemming. Frá 90 ára afmæli Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps. MYND: MARGRÉT GRÉTARSDÓTTIR Unglingaflokkur Tindastóls í körfubolta. MYND: SUMARLIÐI ÁSGEIRSSON

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.