Feykir


Feykir - 07.01.2016, Blaðsíða 6

Feykir - 07.01.2016, Blaðsíða 6
6 01/2016 Konan, gegndi stöðu aðal- bókara og síðar fjármálafull- trúa hjá Svf. Skagafirði, játaði sök og kvaðst vera þunglynd og haldin spilafíkn. Tólf mán- uðir dómsins voru skilorðs- bundnir. Hún var dæmd til að greiða Svf. Skagafirði rúmar 26 millj.kr. með vöxtum. Rúmar þrjár milljónir voru gerðar upptækar af reikningi kon- unnar. Vatnsrennibraut reist við sundlaugina á Hvammstanga Við sundlaugina á Hvamms- tanga var vatnsrennibraut tekin í notkun á árinu, gest- um laugarinnar til mikillar ánægju. Búið var að koma rennibrautinni upp í janúar- mánuði en rysjótt tíðarfar tafði fyrir tengingar- og frágangs- vinnu. MYND: GHK Málmey aftur á sjó eftir gagngerar endurbætur Togarinn Málmey SK-1, í eigu FISK Seafood, kom aftur til hafnar á Sauðárkróki eftir gagngerar endurbætur, fyrst í Póllandi en síðan á Akranesi. Endurkoma skipsins vakti mikla athygli og var fylgst grannt með því þegar nýr búnaður um borð var tekinn í gagnið. Hann er sagður „byltingakennd nýjung í meðferð afla“ en með nýrri kælitækni er ísun í lestinni úr sögunni. MYND:BÞ Febrúar 100 ára kosningaafmæli kvenna fagnað 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna var víða minnst á árinu. Þann 1. febrúar stóð Samband skagfirskra kvenna fyrir afmælisfagnaði í Menn- ingarhúsinu Miðgarði. Fjöldi kvenna mætti í íslenskum bún- ingum eða handprjónuðum flíkum sem settu skemmtilegan svip á viðburð-inn. Strandaglópar á Ströndum Hópur á vegum nemendafélags FNV sat fastur í rútu yfir nótt þann 9. febrúar sl. þegar hann var á leið úr skólaheimsókn á Ísafirði. Það gerði leiðinda- eður og vegurinn í Staðardal við Steingrímsfjörð, fór í sundur á 7-10 m kafla vegna vatnavaxta. 56 manna hópur- inn gat haldið för sinni áfram eftir 17 klst. dvöl í rútunni, Janúar Skagfirðingar sæmdir riddarakrossi Á nýársdag voru Skagfirðing- arnir Sigurður Hansen frá Kringlumýri og Magnús Pétursson frá Vindheimum sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessa- stöðum. Sigurður fékk riddarakrossinn fyrir framlag sitt til kynningar á sögu og arfleifð Sturlungaaldar og Magnús fyrir störf í opinbera þágu. Þá var Stefán R. Gíslason sæmdur fálkaorðunni þann 17. júní fyrir framlag sitt til tónlistarlífs á landsbyggðinni. MYND: SS Lögreglu- og sýslumannsembætti sameinuð Um áramótin 2014-2015 gengu í gegn einhverjar umfangsmestu breytingar í sögu lögreglunnar þegar fullur aðskilnaður varð á milli sýslu- manna og lögreglu. Um- dæmum landsins var fækkað úr 15 í 9 og voru lögreglu- embættin á Blönduósi og Sauðárkróki voru sameinuð í Lögregluna á Norðurlandi vestra með skrifstofu á Sauð- árkróki en sýslumannsem- bættin staðsett á Blönduósi. Páll Björnsson tók við embætti lögreglustjóra og Bjarni G. Stefánsson er sýslumaður. Dómur féll í fjárdráttarmáli Rúmlega fertug kona var í Héraðsdómi Norðurlands dæmd í 15 mánaða fangelsi fyrir að draga að sér rúmar 26 millj.kr. og nota í eigin þágu. Fréttaannáll 2015 Árið 2015 var um margt viðburðarríkt á Norðurlandi vestra. Rystjótt tíðarfar setti svip sinn á fyrri hluta ársins, mikið var um framkvæmdir, minnisverðir viðburðir voru haldnir vítt og breitt um svæðið og 100 ára kosningaamfæli kvenna víða fagnað. Norðvestlendingar áttu góðu gengi að fagna á ýmsum sviðum, ekki síst á sviði íþróttanna. Þá dró einnig til tíðinda í dómsmálum, nokkuð var um verkföll, eldsvoða og riðusmit greindist í fé, svo fátt eitt sé nefnt. Hér er sýnishorn af því sem fréttnæmt var á síðasta ári þó upptalningin sé hvergi nærri tæmandi. Mars Drangey afhendir HSN speglunartæki Umfangsmikið söfnunarátak Kiwanisklúbbsins Drangeyjar fyrir nýjum speglunartækjum á HSN á Sauðárkróki lauk um miðjan janúar og voru þau afhent með viðhöfn í fjár- öflunar- og fræðsluskemmtun í tilefni af Mottumars í Mið- garði þann 7. mars. Metnaðar- fullt söfnunarátakið vakti mikla athygli en um er að ræða ein fullkomnustu tæki sinnar tegundar á landinu, alhliða speglunartæki, bæði fyrir maga og ristil. Rúmlega 90 millón króna styrkur til fornleifa- rannsókna Byggðasafn Skagfirðinga, í samstarfi við hóp bandarískra vísindamanna á vegum þriggja þarlendra háskóla, hlaut rúm- lega 90 milljóna króna styrk (688 þús. dollara), úr Vísinda- sjóði Bandaríkjanna, þ.e. The National Science Foundation – NSF, til rannsókna á fornum kirkjugörðum og búsetu- mynstri í Hegranesi í Skaga- firði. Rannsóknin er til þriggja ára en hún fór af stað sl. sumar og varpaði nýju ljósi á forna byggð í Nesinu. Tunglið dekkaði sólina Landsmenn fylgdust spenntir með sólmyrkvanum þann 20. mars, veðurguðirnir brostu við íbúum Norðurlands og sást myrkvinn prýðis vel. Sól- myrkvinn hófst 8:41, hann náði hámarki kl. 9:41 en þá huldi tunglið 97,8% af skífu sólar, samkvæmt Stjörnu- fræðivefsins. Myrkvanum lauk kl. 10:44. MYND: RDJ Apríl Landsmót hestamanna á Hólum Landsamband hestamanna, Gullhylur og Svf. Skagafjörður undirrituðu samning um Landsmót hestamanna 2016 við hátíðlega athöfn á Hólum í Hjaltadal. „Þetta svæði hér á Hólum bíður upp á spennandi möguleika, hér er mekka hestamennskunnar og hér liggja ræturnar,“ sagði Lárus Ástmar Hannesson, formaður LH, í samtali við Feyki. Hvað gerðist á liðnu ári? Fyrri hluti – janúar til júní 2015 SAMANTEKT Berglind Þorsteinsdóttir með viðkomu á Hólmavík þar sem RKÍ opnaði fjöldahjálpar- stöð vegna atviksins. Nemend- urnir komu loks til síns heima á Sauðárkrók rúmum 29 klst. síðar. „Þessi ferð var ótrúleg, mér fannst þetta allavega hrikalega gaman, elska að lenda í svona ævintýrum,“ sagði einn nemandinn í samtali við Feyki. MYND: EFA Eldsvoði á Skagaströnd Eldur kviknaði í bát á Skagaströnd aðfaranótt 17. febrúar. Báturinn varð brátt alelda og skíðlogaði einnig í íbúðarhúsinu sem hann stóð við. „Ekki mátti tæpara standa,“ sagði Hafsteinn Páls- son slökkviliðsstjóri á Skaga- strönd. Um var að ræða stóran plastbát og logaði á annarri hæð hússins, rúður brotnuðu og hluti klæðningar. Engu að síður gekk slökkvistarfið greiðlega. Riðusmit greinist í Vatnsneshólfi Riðuveiki greindist í kindum frá bænum Neðra-Vatnshorni í Húnaþingi vestra í febrúar. Var þetta fyrsta tilfelli hefð- bundinnar riðu sem greindist á landinu frá 2010. Skömmu síðar greindist riðusmit á tveimur bæjum í Skagafirði, Valagerði og Víðiholti. Ekki voru talin tengsl á milli riðu- tilfellana. Niðurskurður og hreinsunaraðgerðir fóru fram á bæjunum og fénu komið til brennslu hjá Kölku í Helguvík Frá afmælisfagnaði í Miðgarði vegna 100 ára kosningaafmælis kvenna. MYND: KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.