Feykir


Feykir - 17.03.2016, Qupperneq 1

Feykir - 17.03.2016, Qupperneq 1
BLS. 6 BLS. 8 Þrjár ferðaþjónustukonur í Lýdó sameina krafta sína Verkefninu Boðið á býli hleypt af stokkunum BLS. 7 Hörður Ingimarsson skrifar hugleiðingu um ljósmynd Þorsteins Jósepssonar Ullarþvottur í Sauðá Viðtal við Brynhildi Þórarins- dóttur frá Frostastöðum „Vildi gera mynd um þessa duldu fordóma“ 11 TBL 17 mars 2016 36. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. Asahláka síðustu daga og ofsarok, einkum sl. sunnudagskvöld og aðfararnótt mánudags, hafa valdið margvíslegum usla á Norðurlandi vestra. Stærst hefur tjónið þó líklega orðið hjá Steypustöð Skagafjarðar, þar sem um þrír fjórðu af þakplötum fuku af húsi fyrirtækisins við Skarðseyri á Sauðárkróki. Að sögn Ásmundar Pálmasonar fram- kvæmdastjóra Steypustöðvarinnar hleyp- ur tjónið á milljónum og fyrirtækið er ekki tryggt fyrir foktjóni sem þessu. Auk tjóna á húsnæðinu fuku þakplötur á bíla og tæki og olli það einnig stórskemmd- um. Búið er að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir frekari vatnsleka inn í húsið en fyrir liggur að skipta þarf um þakefni. Ýmis smávægilegri foktjón urðu annars staðar í Skagafirði, einkum á Sauðárkróki. Björgunarsveitin Skagfirð- ingasveit fór í nokkur útköll, að sögn Baldurs Inga Baldurssonar formanns sveitarinnar. Björgunarsveitin Grettir fór einnig í fáein útköll á sunnudagskvöldið, m.a. vegna hestakerru sem fauk af stað, en þær aðgerðir voru minni háttar. Engin útköll urðu á svæði 9, sem spannar báðar Húnavatnssýslurnar, að sögn Hilmars Frímannssonar svæðisstjóra þar. Vindhraðinn fór yfir 70 m/sek á Bergsstöðum Ár hafa víða flætt yfir bakka sína og rutt sig vegna mikillar hláku og hita. Við Hindisvík á Vatnsnesi fór vegur í sundur vegna leysingavatns úr fjallinu fyrir ofan veginn. Að sögn Guðmundar Sigurðs- sonar, yfirverkstjóra Vegagerðarinnar á Hvammstanga, barst tilkynning um þetta á mánudagsmorgun en búið var að laga veginn aftur seinnipart dags. Sem dæmi um veðurhæðina á sunnu- dagskvöld og aðfararnótt mánudagsins má nefna að á Bergsstöðum í Skagafirði var vindhraðinn um 60 til 70 m/s frá miðnætti og fram undir klukkan þrjú um nóttina og fór um tíma vel yfir 70 m/s, að sögn Viðars Ágústssonar veðurathugun- armanns þar. Þess má einnig geta að á Nautabúi í Skagafirði var meðalvindhraði 31 m/s um kl. 21 á sunnudagskvöldið og vindkviður fóru í 48 m/s. Við Stafá var meðalvindur 32 m/s um miðnætti en sló í 62 m/s og á Þverárfjalli mældust vindkviður 39 m/s á sama tíma. /KSE Milljóna tjón hjá Steypustöð Skagafjarðar S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6 FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN! Glæsilegt úrval á pier.is NÝ TILBOÐ OG NÝJAR VÖRUR REINA UGLUR 990,- kr./stk. H7.5 cm Um þrírfjórðu af þakplötunum fuku af þaki Steypustöðvar Skagafjarðar. MYND: KSE Asahláka og ofsarok valda usla á Norðurlandi vestra 35 ára

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.