Feykir


Feykir - 17.03.2016, Síða 6

Feykir - 17.03.2016, Síða 6
6 11/2016 Ullarþvottur í Sauðá Hugleiðing um ljósmynd Þorsteins Jósepssonar Ullarþvottar kröfðust undirbúnings sem hófst um vorjafndægur. Þá var tunnu skotið á bakvið hurð þar sem að hún var ekki fyrir neinum eða hún var sett í útihús nálægt bæ. Í tunnuna var safnað innihaldinu úr koppunum sem fólk pissaði í á kvöldin og á nóttunni en koppar voru notaðir sem næturgögn fyrir tíma vatnsklósettanna. Það var auðveldara að safna mannahlandi en kúahlandi, sem sumir notuðu með til að drýgja vökvann. Þegar hlandið var búið að standa í tvo mánuði var það búið að brjóta sig, sem kalla var og til orðinn lögur sem kallaður var keyta, sem braut auðveldlega niður fitu og önnur óhreinindi. Því eldri sem keytan var því betur þvoðist ullin. Keytan leysti fituna betur en nokkur sápa svo ullin varð tandurhrein. Á myndinni eru Emma og Binni að þvo ull í Sauðánni, sem rann austan Árbæjar þar til farvegi árinnar var breytt og hann fluttur í Tjarnar- tjörnina. Sæmdarhjónin Binni og Emma í Árbæ En hver voru þessi ágætu hjón sem settu svo mikinn svip á bæjarlífið á Króknum í meira en hálfa öld og voru öllum kunn um sína daga? Heiðurs- og sæmdar- hjónin Binni og Emma í Árbæ voru Skagfirðingar hófu samleið sína í gamla torfbænum Árbæ á þriðja áratug síðustu aldar. Í Árbæ ólu Bin-ni og Emma síðan allan sinn aldur allt til dánardægurs þeirra beggja. Börnin fæddust í gamla torfbænum sem stóð rétt suðvestan við „Nýja Árbæinn“ í suður frá núverandi fjósi. Sveinn er elstur fæddur 1929 býr í Keflavík syðra. Ragnheiður, Ragga, fædd 1930 látin. Stefanía, Ebba, fædd 1932 býr í Reykjavík. Jóhanna, Lilla, fædd 1933 látin og Erla fædd 1935 í „Nýja Árbænum“ látin. Binni, Brynjólfur Danívals- son fæddur 1897 dáinn 1972 og var sjötti í röð tíu systkina. Emma, Emelía Lárusdóttir, var fædd 1896 dáinn 1993 og var sjötta í röð 16 systkina. Ættleggir Binna og Emmu eru gríðarstórir og að stórum hluta suður með sjó í Keflavík og víða um land. Staðarhaldarar margslungins mannlífs Binni og Emma réðust í það stórvirki 1934 að kaupa mikið timburhús byggt 1884 sem varð að víkja af þeirri lóð þar sem mjólkursamlagið var byggt 1935. Mundi Gulla, Guðmundur Sig- urðsson, annaðist verkið en húsinu var fleytt á símastaurum suður Aðalgötuna og um Suður- götu, sem var þrekvirki enda tók verkið rösklega viku. Siggi Stef. var í hópi þeirra sem að verkinu komu og lýsti að nokkru fyrir skrásetjara. Húsið komst á sinn stað og hlaut nafn gamla bæjarins Árbæjar, síðar Suðurgata 24. Sýsluhesthúsið sem stóð austan Árbæjar var komið röskum áratug fyrr. Syðsta húsið á Króknum á þessum árum var Nýibær næst sunnan Árbæjar, þar bjuggu Sigurður og Ingi- björg. Nýibær stóð vestan við suðvesturhluta núverandi Safna- húss en Safnahúsinu var valinn staður fyrir miðju Nýabæjar- lindarinnar sem á þeim tíma þótti umdeilanleg staðsetning á húsi. Safnahúsið stendur langsum á gamla reiðstígnum sem lá úr suðri inn í gamla Út- Krókinn. Hesthúsapallurinn (sjá mynd) var beint neðan Árbæjar mjög nálægt því þar sem 90 gráðu horn er á götunni við suðvesturhorn Arion banka. Reiðgöturnar framan úr sveitum lágu sunnan með brekkunum undir Nöfunum allt sunnan frá Grænuklauf sem var áningar- staður manna og hesta er farið var í Krókinn, fyrir bílaöld sem hófst ekki að marki fyrr en eftir 1940. Sýsluhesthúsið var sem umferðarmiðstöð, þar voru hestar settir í hús eða girðingu litlu sunnar og neðar á Flæðunum. Kúnum úr Króknum var skilað á morgnanna sunnan og neðan við Sýsluhestshúsið og TEXTI Hörður Ingimarsson UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir Myndin er úr safni Þorsteins Jósepssonar tekin til suðausturs. Margt bendir til þess að hún sé tekin góðviðrissumarið 1939, en mynd frá sama tíma sýnir sjónarhorn til norðurs þar sem Tindastóll er marauður til hæstu tinda. Emma stendur yfir hlóðarpottinum en Binni bograr í miðju vaðinu sem bílar óku um norðan við Hesthúspallinn en hann þoldi ekki nema gangandi og ríðandi umferð. Sunnan pallsins er girðing á hlöðnum rinda en þar settu margir á sig skautana á vetrum en Flæðarnar voru framúrskarandi skautasvell. Skagfirðingabrautin er ofar miðju og ekki eitt einasta hús austan brautarinnar. Húsin númer 25, 29 og 35 risu á árunum 1947-1948. MYND: Úr myndasafni Þorsteins Jósepssonar hjá Þjóðminjasafni Íslands. Binni um tvítugt MYND: HSK. Emma um tvítugt MYND: HSK.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.