Feykir


Feykir - 17.03.2016, Qupperneq 8

Feykir - 17.03.2016, Qupperneq 8
8 11/2016 „Vildi gera mynd um þessa duldu fordóma“ Í lokahófi kvikmynda- hátíðarinnar Stockfish Film Festival, sem haldin var á dögunum, var tilkynnt um sigurvegara stuttmyndakeppninnar Sprettfiskur 2016. Var það myndin Like it’s up to you, eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, sem er frá Frostastöðum í Skagafirði. Feykir sló á þráðinn til Brynhildar, sem búsett er í Svíþjóð, skömmu eftir að verðlaunin voru kunn-gjörð. „Þetta kom hrikalega mikið á óvart. Þetta er ógurlega gaman en rosalega praktískt líka. Frábært að fá þessa myndavél,“ segir Brynhildur um verðlaunin sem hún hlaut, en þau voru góð Canon vél sem hægt er að nota bæði sem myndavél og tökuvél og hentar mjög vel til heimildamyndagerðar, þar sem þarf að „hlaupa um og elta við- fangsefnið,“ eins og hún orðar það. Brynhildur er sem fyrr segir uppalin á Frostastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði, dóttir Söru Regínu Valdimarsdóttur kennara og Þórarins Magnús- sonar bónda, sem þar búa. Hún gekk í Akraskóla í Blönduhlíð og síðar í Varmahlíðarskóla en flutti suður að grunnskólagöngu lokinni. Í dag segist hún koma í Skagafjörðinn einu sinni á sumri og um jólin en hún hefur verið búsett á í Svíþjóð síðan árið 2011, fyrst í Gautaborg en nú á Skáni. Þar hóf hún tveggja ára nám í kvikmyndagerð síðasta haust, í skóla sem heitir Fridhems folkhögskola. Er sá skóli mikils virtur í kvik- myndaheiminum í Svíþjóð og auð- velt fyrir n e m - e n d u r þaðan Brynhildur Þórarinsdóttir frá Frostastöðum er sigurvegari Sprettfisksins 2016 að fá vinnu strax að námi loknu. Fyrst eftir að Brynhildur flutti til Svíþjóðar var hún í leiklist og vann við leikstjórn í kvik- myndum og á sviði. „Ég hef alltaf verið mjög hrifin af kvikmyndun og það hefur blundað í mér mikill áhugi, en ég hef aldrei gert neitt með það, af því ég er svo óteknísk,“ útskýrir hún. „Maður heldur rosalega oft að maður þurfi að kunna allt; kunna á myndavélar, kunna á tölvu, kunna að klippa og allt þetta. En síðan komst ég inn í þennan skóla sem ég er í núna. Maður fæðist ekkert með þessa kunnáttu, maður bara lærir,“ segir hún. Byggði myndina á eigin reynslu Verðlaunamynd Brynhildar, Like it’s up to you, fjallar um fordóma gagnvart kynhneigð fólks. Hún segist hafa verið meðvituð um að sig langaði að gera mynd um þetta, þar sem mikil þörf er slíkum myndum. „Þetta er barátta og prósess og maður þarf að sýna þetta samfélag meira. Mig langaði að gera mynd um það en vissi ekki alveg hvað ég ætti að gera,“ segir hún. Hún segist fljótlega hafa ákveðið að sig langaði að gera einhverja mynd um fordóma. „Það er oft þegar maður horfir á myndir sem fjalla um fordóma gagnvart samkynhneigðum, trans eða bi, þá eru það alltaf rosalega skýrir, ljótir eða hræðilegir for- dómar, þar sem einhver er til dæmis sleginn eða myrtur,“ útskýrir hún og heldur áfram: „Mig langaði að gera myndir um þessa fordóma sem að leynast þarna úti. Fordóma sem maður tekur varla eftir en þeir eru þarna.“ Myndina segir Brynhildur að miklu leyti byggða á eigin reynslu. Segir hún hug- myndina hafa kviknað þegar hún var að tala við vin sinn um dulda fordóma og þær spurningar sem þau tvö og annað fólk sem skilgreinir sig ekki sem gagnkynhneigt fær. „Það er allt í lagi að fólk sé forvitið, velti hlutunum fyrir sér og vilji skilja, því oftast vill fólk styðja og sýna að því finnist hlutirnir vera í lagi. En fólk gleymir því samt voðalega gjarnan að ef þetta er svona á hverjum degi vill maður kannski ekki alltaf þurfa að standa fyrir svörum. Maður vill einhvern veginn ekki alltaf þurfa að útskýra sig og útskýra hvað maður gerir, hverjum maður er með, hvers vegna og hvenær,“ útskýrir hún. Stuttmyndahátíðin Sprettfisk- urinn var nú haldin í annað sinn. En þó þetta sé önnur hátíðin sem haldin er með nafninu Stockfish Film Festival á hún sér dýpri rætur, þar sem Kvikmyndahátíð Reykjavíkur er endurvakin undir nýju nafni. Kvikmyndahátíð Reykjavíkur var síðast haldin árið 2001 og var upphaflega sett á laggirnar árið 1978. Markmið hátíðarinnar er að efla íslenska kvikmyndamenningu á breiðum grundvelli. Brynhildur segist hafa séð tilkynningu um keppnina, þar sem auglýst var eftir stuttmyndum í tengslum við hátíðina og öllum var frjálst að senda inn myndir. Síðan voru sex þeirra fjölda mynda sem bárust valdar af dómnefnd og sýndar á hátíðinni. Í lok hennar var svo tilkynnt um hver þeirra hefði sigrað í keppninni. Brynhildur segir viðurkenningar af þessu tagi góða viðbót við ferilskrána og það sé alltaf ákveðinn plús fyrir myndir ef þær vinna til einhverra verð- launa eða vekja athygli af ein- hverju tagi. „Þetta gefur manni líka sjálfstraust, að maður sé að gera eitthvað rétt.“ Skipuleggur gleði- göngu í Lundi Framundan hjá Brynhildi eru tökur fyrir skólaverkefni sem hún vinnur að, ásamt nemanda á öðru ári við sama skóla. „Það er svo frábært við þennan skóla að við erum alltaf öll að hjálpast að. Ég er að fara að taka hljóð í þeirri kvikmynd, sem er mjög gaman. Það er svo spennandi í þessum skóla að maður er ekki bara að læra að gera eigin myndir heldur lærir maður að fara í allar stöður; taka hljóð, kvikmynda, vera á setti og skipuleggja. Maður kynnist öllum þessum ólíku pörtum í kvikmyndagerð. Þá skilur maður líka hvað þarf mikla skipulagningu og sköpun og mikið af góðu fólki til að það verði eitthvað flott úr þessu. Það þarf að vera valinn maður í hverju plássi.“ Að lokum segir Brynhildur að efst í huga hennar þessa dagana sé að skipuleggja gleðigönguna í Lundi, sem verður í maí þetta árið. „Það er skemmtilegt verkefni og mikið hjartans mál, þar sem það er mikilvægt að svona viðburðir eigi sé stað í minni bæjum en ekki bara í stórborgum. Það þarf að minna alla á mikilvægi þess að allir búi við sömu réttindi til að elska og lifa eins og þeim þókn- ast.“ Brynhildur. MYND: Hedvig Jahre VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.