Feykir


Feykir - 17.03.2016, Page 12

Feykir - 17.03.2016, Page 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 11 TBL 17. mars 2016 36. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna Benjamín ráðinn safnvörður Benjamín Kristinsson hefur verið ráðinn safnvörður á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði. Starfið var auglýst laust til umsóknar í janúarmánuði og rann umsóknarfresturinn út 15. febrúar sl. Í tilkynningu segir að Benjamín sé frá Dröngum á Ströndum. Hann er með meistararéttindi í húsasmíði en auk þess er hann grjót- og torfhleðslumaður og má finna verk eftir hann víða um landið. Hann hefur víðtæka þekkingu á sjó- og strandminjum og starfsháttum fyrri tíma. Benjamín hefur mikla þekkingu á safnkosti safnsins og hefur m.a. sinnt endurgerð hákarlaskipsins Ófeigs, sem er í eigu Þjóðminjasafns Íslands en varðveitt er á Byggðasafninu á Reykjum. /BÞ Mjallhvít og dvergarnir sjö slógu í gegn Árshátíð 10. bekkjar Árskóla í Bifröst Leikritið Mjallhvít og dvergarnir sjö, í flutningi 10. bekkjar Árskóla, var frumsýnt í Bifröst þann 9. mars sl. Áætlað var að sýna átta sinnum en vegna vin- sælda voru tvær aukasýningar sl. mánudag en um 800 manns hafa séð leikritið að talið er. Það var Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson sem leikstýrði. „Mjallhvít er ofsótt af afbrýðisamri stjúpmóður sinni, drottningunni, og leitar skjóls úti í skógi hjá sjö dvergum. Drottningin gefur Mjallhvíti eitrað epli, en prinsinn finnur hana og vekur hana af dvala,“ segir um söguþráð leikritsins eftir hinu sívinsæla Grímsævintýri. Venju samkvæmt var mikið lagt í sýningu 10. bekkjar, mikið var æft og búningar og sviðsmynd af glæsilegra taginu. Leikarar sem og fólkið á bakvið tjöldin stóð sig með prýði og Anna Margrét Hörpu- dóttir fór á kostum sem hin illa drottning. Þá höfðu leikarar sýningarinnar heimsótt nemendur Ársala og Árskóla dagana á undan frumsýningu. Og þegar börnin mættu í Bifröst voru þau vel með á nótunum og tóku undir söng Brynju Sifjar Harðardóttur, sem fór með hlutverk Mjallhvítar. /BÞ KJARNANUM HESTEYRI 2 550 SAUÐÁRKRÓKUR SÍMI 455 4570 Bílaverkstæði Verið velkomin í Kjarnann! með Meguiar’s bílahreinsvörum Eigum mikið úrval af hágæða bílahreinsivörum frá Meguiar’s MYNDIR: HJALTI ÁRNA

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.