Feykir


Feykir - 06.04.2016, Side 1

Feykir - 06.04.2016, Side 1
BLS. 6-8 BLS. 8 Feykir fjallar um söngleikinn Superstar á Hvammstanga Stórkostlegt þrekvirki BLS. 10 Ólafur B. Óskarsson frá Víðidalstungu í Húnaþingi vestra í Feykisviðtali Geri núorðið bara það sem mér þykir skemmtilegt Edda Borg Stefánsdóttir svarar Tón-lystinni „Það er alltaf allt í boði í tónlist...“ 13 TBL 6. april 2016 36. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun vorið 2016. Að þessu sinni var sérstaklega horft til að bæta öryggi á ferðamanna- stöðum. Á vef Atvinnuvegaráðuneytis- ins kemur fram að alls eru veittir styrkir til 66 verkefna hringinn í kringum landið, þar af eru fjögur á Norðurlandi vestra. Heildar upphæðin nam 647 milljónum, þar af fara rúmar tólf milljónir til Norðurlands vestra. Húnavatnshreppur hlýtur kr. 2.000.000,- styrk til frekari undirbúnings og hönnunar ferðamannaaðstöðu við Þrístapa og Ólafslund. „Verkefnið er mikilvægt vegna náttúruverndar á merkum sögustað undir vaxandi álagi og stuðlar að frekari uppbyggingu ferða- þjónustu á svæðinu,“ segir í lista yfir styrkveitingar. Húnaþing vestra hlýtur kr. 2.800.000,- styrk til skipulags og hönn- unar við Kolugljúfur í Víðidal. „For- gangsverkefni vegna náttúruverndar, aðgengis- og öryggismála á viðkvæmu og hættulegu svæði sem nýtur vaxandi vinsælda hjá ferðamönnum. Hluti verkefnis er á lista Stjórnstöðvar um brýnar aðgerðir til að tryggja öryggi á ferðamannastöðum,“ segir í tilkynningu. Minjastofnun Íslands hlýtur kr. 2.841.752,- styrk til fullnaðarhönnunar áfangastaðar við Borgarvirki í Húnaþingi. „Mikilvægt verkefni vegna öryggis- og aðgengismála og verndunar náttúru- og menningarminja,“ segir í tilkynningu. Æðarvarp ehf. hlýtur Kr. 4.560.000,- styrk til lagfæringa á göngustíg, stækkunar bílaplans og merkinga á selaskoðunarstað við Illugastaði. „Nauðsynleg innviðaupp- bygging á vinsælum selaskoðunarstað. Stígahluti verkefnisins telst til náttúru- verndar en staðurinn allur ber þess merki að hafa verið byggður upp með sjálfbærni að leiðarljósi,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt upplýsingum frá Ferða- málastofu bárust yfir 300 umsóknir. Þegar Feykir óskaði eftir lista yfir um- sækjendur fengust þau svör að ekki sé tekið saman hversu margar umsóknir hafa borist úr hverjum landshluta fyrir sig en að sögn Guðrúnar Dóru Brynjólfs- dóttur sérfræðings hjá Ferðamálastofu voru þær nokkrar úr landshlutanum. Tvær frá Sveitarfélaginu Skagafirði og nokkrar frá Húnavatnssýslum, þar af fjórar sem hlutu styrk. /BÞ Tólf milljónir af 647 til ferðamála á NLV S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6 FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN! Nýjar vörur á pier.is 20% AFSLÁTTUR AF HÚSGÖGNUM 31. mars - 6. apríl HOJAI BEKKUR ÁÐUR 19.990,- NÚ 15.992,- Stærð: 100x30xH54 cm. Nokkrar umsóknir bárust frá NLV en fjórar hlutu styrki 35 ára Páskalömb borin á Bergsstöðum Óvæntur vorboði Það var heldur óvæntur vorboði sem beið Viðars Ágústssonar bónda á Bergsstöðum í Skagafirði þegar hann fór í fjárhúsin að morgni páskadags. Þá hafði Lukka, sex vetra ær, borið tvö páskalömb. „Þetta er óvenju snemmt. Ég smalaði inn 7. nóvember, ætli það hafi ekki verið heldur þröngt í krónni þegar ég tók hrútana inn,“ sagði Viðar í samtali við Feyki í vikunni. Sauðburður hefst yfirleitt fyrrihluta maí en ærnar ganga með lömbin í 143 daga, stundum tveim dögum lengur eða skemur. Sauðburður þykir mörgu sveitafólki vera skemmtilegasti tími ársins - veturinn er þá að taka enda, daginn er farið að lengja, gróður tekur við sér og fuglasöngur er í lofti. /BÞ MYND: VIÐAR ÁGÚSTSSON

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.