Feykir


Feykir - 13.04.2016, Page 2

Feykir - 13.04.2016, Page 2
2 14/2016 Þegar ég er ekki í vinnunni að skrifa um viðburði líðandi stundar í mínu heimahéraði, hvarflar hugurinn jafnan aftur til þess tíma er hetjur riðu um héruð. Ég myndi líklega teljast eldgömul sál og mér finnst afskaplega gaman að lesa mér til um söguna og hef eflaust áður viðrað á þessum vettvangi þá skoðun mína að „landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt.“ Og ekki þykir mér síður ánægjulegt að miðla þessum fróðleik mínum til annarra, t.d. ferðamanna. Þessar áðurnefndu hetjur riðu um héruð og bárust mikið á og það voru þær sem skópu söguna sem við seinni tíma menn lesum og veltum fyrir okkur sannleiksgildi hennar. Sagnarritarar þess tíma voru nefnilega háðir kálfskinnum og bleki og það er næsta víst að ef Sturlu sagnaritara Þórðarsyni hefðu ekki verin gefin grið eftir Örlygsstaðabardaga, hefði sagan hljómað allt öðrum vísi. Það er alla vega ljóst Sturla og Snorri og þeirra kollegar voru ekki á Twitter, Instragram eða Facebook og höfðu ekki netfangið sagnaritari@sturlunga.is. Hins vegar voru aðrar leiðir til að halda upplýsingum til haga á miðöldum, ekki kannski jafn öruggar. Jafnframt er víst að sagan er eitt af því sem á hvað mestan þátt í bera hróður okkar víða um lönd. Ímynd okkar Íslendinga sem sagnaþjóðarinnar miklu sem metur menningararfinn og náttúruna meira en nokkuð annað. Eða hvað? Nú berst hróður okkar um heim allan og varla hægt að halda því fram að okkar sér getið af góðu einu. Að vísu hefur atburða- rásin sem fór af stað með „Cashljósþættinum“ margumrædda þá kosti að það er töluverð nýsköpun í alls konar skopmyndun, líkingum og gríni, sem náði kannski hvað hæstum hæðum þegar Dóri DNA lýst því yfir að ráðherraskiptin væru eins og heimilisfaðirinn hefði farið í meðferð en drykkjufélagi hans ætlaði að búa á heimilinu á meðan. En mörgum er ekki skemmt og það er augsýnilega bleikur fíll í stofunni. Þar sem ég sat við borðstofuborðið heima hjá mér á sunnu- dagssíðdegi, á 42 ára afmælisdegi mínum og fylgdist með Kast- ljósinu fræga, með Sturlungu og ferðabækur á kantinum, var nokkuð ljóst að ég myndi geta svarað því eftir jafnvel marga áratugi hvar ég var þennan umrædda dag. Atburðarásina sem fór af stað í kjölfarið þarf ekki að orðlengja hér. Hins vegar hef ég verið hugsi yfir því hvað sú meinta spilling sem hratt þessari atburðarás af stað minnir óþyrmilega á Sturlungaöldina, og á tímabili var ég orðin hálf ringluð hvort ég væri að lesa Sturlungu eða horfa á sjónvarpið. Að vísu hafa menn ekki gripið til vopna, a.m.k. ekki í bókstaflegum skilningi. En aðferðafræðin virðist að öðru leyti sú sama. Ættarveldi, alls kyns klækir og brögð, hagsmunatengsl, að ota sínum tota og ófrægja andstæðinginn. Ég get ekki betur séð en að öllu þessu sé misk- unnarlaust beitt í því undarlega stjórnmálaástandi sem ríkir í dag. Skilst mér þó að við séum bara búin að sjá toppinn af ísjakanum. Það þarf stærri spámenn í sínu föðurlandi en mig til að velta fyrir sér hvar þetta endar allt saman en ég velti því þó óneitanlega fyrir mér hvort það sé komin önnur Sturlungaöld? Kristín Sigurrós Einarsdóttir, blaðamaður Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Önnur Sturlungaöld? Réttarferð í V-Hún hlýtur verðlaun Nordis Travel Award 2016 Arinbjörn Jóhannsson- Erlebnistouren, fyrirtæki Arinbjarnar á Brekkulæk í Miðfirði hlaut nýlega fyrstu verðlaun, hinna svokölluðu „Nordis Travel award“, í flokki viðkomustaða. Verðlaunin eru veitt af þýska Nordis-forlag- inu, en samnefnt tímarit þess um málefni Norðurlandana hefur um áratuga skeið verið eitt það virtasta sinnar tegundar á þýsku málsvæði. Verðlaunin voru veitt fyrir tólf daga ferð sem nefnist „Schafe, Herbstluft, Seehunde“ þar sem þátttakendur fá m.a. að taka þátt í smalamennsku og réttar- störfum. Í úrskurði dóm- nefndar sem skipuð er ferða- blaðamönnum og fulltrúum Nordis útgáfunnar segir að ferðin mæti sérlega vel kröfum um upplifun, trúverðugleika og nýsköpun, auk þess sem verð og gæði séu í góðu jafnvægi. Verðlaunaafhendingin fór fram þann 26. febrúar sl. á ferða- sýningunni „Reise und Camp- ing“ í Essen í Þýskalandi, sem sótt er af tæplega 100.000 manns ár hvert. Arinbjörn Jóhannsson á Brekkulæk hefur rekið ferða- þjónustu sína frá árinu 1979 og tekur árlega á móti hart nær fimm hundruð gestum, aðallega í hesta- og gönguferðir. /Fréttatilkynning Vikuna 3.-9. apríl var tæpum 437 tonnum landað á Skagaströnd, tæpum 48 tonnum á Hofsósi, rúmum 370 tonnum á Sauðárkróki. Engar aflatölur bárust frá Hvammstanga. Meðfylgjandi mynd er tekin á fimmtudaginn í síðustu viku, þegar nýtt skip Dögunar, Dagur SK 17, kom til löndunar í Sauðárkrókshöfn. Dagur leysir af hólmi Röst SK 17. /KSE Aflatölur 3.–9. apríl á Norðurlandi vestra Nýtt skip Dögunar, Dagur SK 17 SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Alda HU 112 Grásleppunet 10.481 Arnar HU 1 Botnvarpa 331.260 Auður HU 94 Grásleppunet 10.145 Bergur sterki HU 17 Grásleppunet 12.257 Blær HU 77 Landb.lína 2.241 Bogga í Vík Grásleppunet 3.890 Dagrún HU 121 Grásleppunet 4,375 Fengsæll Grásleppunet 9.732 Garpur HU 58 Handfæri 4.458 Hafdís HU 85 Grásleppunet 3.627 Hafrún HU 12 Dragnót 13.038 Húni HU 62 Þorskanet 9.339 Ólafur Magn. HU 54 Þorskanet 5.630 Stefanía HU 136 Handfæri 7.898 Sæfari HU 200 200 Landb. lína 5.627 Sæunn HU 30 Handfæri 2.595 Alls á Skagaströnd 436.593 SAUÐÁRKRÓKUR Dagur SK 17 Rækjuvarpa 12.335 Fannar SK 11 Grásleppunet 11.475 Gammur SK 12 Grásleppunet 8.625 Hafborg SK 54 Grásleppunet 5.084 Hafey SK 10 Grásleppunet 11.265 Helga Guðm. SK 23 Handfæri 2.015 Klakkur SK 5 Botnvarpa 120.266 Kristín SK 77 Handfæri 372 Maró SK 33 Handfæri 1.088 Málmey SK 1 Botnvarpa 156.233 Már SK 30 Grásleppunet 11.810 Nökkvi ÞH 27 Rækjuvarpa 13.632 Óskar SK 13 Grásleppunet 10.081 Vinur SK 22 Grásleppunet 6.714 Alls á Sauðárkróki 370.959 HOFSÓS Skáley SK 32 Grásleppunet 15.537 Von SK 21 Grásleppunet 11.691 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet 14.661 Þytur SK 18 Grásleppunet 6.062 Alls á Hofsósi 47.951 Viðræður standa yfir um Landsmót UMFÍ Leiðrétting vegna fréttar í 11. tölublaði Í frétt sem birtist í 11. tölublaði Feykis var ranglega haft eftir Sylvíu Magnúsdóttur, formanni UMSS, að ákveðið væri að Landsmót UMFÍ 2018 yrði haldið á Sauðárkróki. Hið rétta er að áætlað er að halda landmótið á Sauðárkróki og vonast er eftir að viðræðum ljúki sem fyrst. Til stendur að undirrita samning þessa efnis við forsvarsmenn sveitarfélagsins og Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS). Eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar á þessum leiðu mistökum. /KSE Maríus Jónasson (annar frá vinstri) leiðsögumaður veitti verðlaununum viðtöku. MYND: NORDIS

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.