Feykir


Feykir - 13.04.2016, Qupperneq 4

Feykir - 13.04.2016, Qupperneq 4
4 14/2016 móttökur. Guðmund Ó. minnir að Magnús Sigurjónsson hafi lagt til jeppann sinn til ferðalagsins en Magnús var góður skákmaður. Skákborð var aftur í bílnum hjá ferðafélögum og Friðrik tefldi blindskák úr framsætinu á leiðinni vestur og sýndi þar með snilli sína. Gögn skákfélagsins höfðu verið týnd og tröllum gefin í milli 40 og 50 ár er þau fundust fyrir tilviljun á háalofti gamla barnsskólans við Freyju- götu. Án þessara gagna hefði fjöltefli Friðriks Ólafssonar 1956 verið mörgum að mestu gleymt. Það var skagfirskt mannval sem atti kappi við Friðrik Ólafsson fyrir 60 árum, 16 eru enn á lífi. Meðfylgjandi myndir af þeim sem tefldu við hann voru teknar tveim mánuðum seinna um vorið 1956 á Steins- stöðum í sérstakri skákför sem þangað var farin. Úrslit urðu þau að Friðrik Ólafsson vann 58 skákir, gerði sjö jafntefli og tapaði tveimur skákum. Þeir sem unnu Friðrik voru Bjartmar Kristjánsson Mælifelli og Skarphéðinn Páls- son Gili. Jafntefli gerðu; Sigurður P. Jónsson, Einar Sigtryggson, Gunnar Þórðarson, Ingólfur Agnarsson, Pálmi Pétursson Sighvats Erlendur Hansen og Jóhann Hjálmarsson Ljósalandi. Bæjarstjórn Sauðárkróks afhenti Friðriki Ólafssyni tvö- þúsund krónur sem þakklætis- vott fyrir unnin afrek og góða landkynningu. Taflfélagar og Bylgja skákiðkunar gekk yfir Ísland fyrir 60 árum Friðrik Ólafsson kom miðviku- daginn 29. febrúar 1956 til Sauðárkróks á vegum Skákfélags Sauðárkróks. Hann var fyrsti stórmeistari Íslands í skák og var um tíma forseti alþjóðaskák- sambandsins FIDE. Friðrik tefldi fjöltefli í Bifröst á 67 borðum, þátttakendur voru víðsvegar að úr héraðinu og komust færri að en vildu. TEXTI Hörður Ingimarsson UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir Það var mikið átak að fá Friðrik Ólafsson á Krókinn. Mikið á sig lagt. Það var vösk sveit undir forustu Guðmundar Ó. sem meðal annars skipulagði taflið í Bifröst. Friðrik var sóttur norður á Akureyri en þangað kom hann með flugi. Í samtali við Friðrik kom fram að Jón Ingimarsson, verkalýðsleiðtogi og skákmaður, var ferðafélagi vestur á Sauðárkrók. Friðriki er minnistætt að í bakaleiðinni til Akureyrar var komið við á Miklabæ, hjá sr. Lárusi Arnórs- syni, og þar voru veglegar Skákferðalag í Steinsstaði tveim mánuðum eftir að fjölteflið fór fram í Bifröst 29. febrúar þar sem Lýtingar og Sauðkræk- ingar tefldu á fjölmörgum borðum. Meðal annars var einnig sérstök unglingasveit sem ekki er á myndinni. Hæst á myndinni trónir Þorbjörn Árnason. MYND: SENNILEGA TEKIN AF KRISTJÁNI C. MAGNÚSSYNI OG ER ÚR EINKASAFNI GUÐMUNDAR Ó. Frá heimsbikarmótinu sem haldið var í Reykjavík 1988. Þarna er heimsmeistarinn Gary Kasparov að sýna skákina, sem hann tefldi við eistlenska stórmeistarann Jan Ehlvest í mótinu, en Tal (til vinstri), fyrrverandi heimsmeistari, og Friðriks Ólafsson (til hægri) fylgjast með og hafa gaman af. Kasparov vann þessa skák með miklum glæsibrag. MYND: ÚR EINKASAFNI FRIÐRIKS ÓLAFSSONAR Fjöltefli Friðriks Ólafssonar í Bifröst á hlaupársdegi 29. febrúar 1956 áhorfendur afhentu einnig skák- meistaranum sömu upphæð. Framan skráð var ritað í umsjón Harðar Ingimarssonar úr gögnum Skákfélags Sauðár- króks. Friðrik Ólafsson kom á ný á Krókinn tveim árum seinna, þ.e. 1958, og tefldi fjöltefli við 70 þátttakendur. Þeim viðburði verður e.t.v. síðar gerð skil. Friðrik Ólafsson lögfræðingur (f. 26. janúar 1935) er fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák og sá íslenskra skákmanna sem mestum frama hefur náð í skákinni, t.d. er hann eini íslenski skákmaðurinn sem lagt hefur að velli Bobby Fischer (tvisvar sinnum). Hann var um tíma forseti alþjóðaskáksambandsins (FIDE). Friðrik Ólafsson 1. Maron Sigurðsson sigmaður 2. Hörður Pálsson bakarameistari 3. Haraldur Hjálmarsson skáld frá Kambi 4. Ingibjörg Ágústsdóttir húsfreyja 5. Bragi Sigurðsson vélsmiður 6. Þórður P. Sighvats rafvirkjameistari 7. Sigmundur Pálsson trésmiður 8. Magnús Sigurjónsson verslunarstjóri 9. Jón Stefánsson verkstæðisformaður 10. Þorkell Sigurðsson trésmíðameistari 11. Sigfús Guðmundsson verkamaður 12. Jónatan Jónsson 13. Guðbrandur Frímannsson rafvirki 14. Haukur Gíslason trésmiður 15. Erlendur Hansen rafvirkjameistari 16. Málfreð Friðriksson skósmiður 17. Stefán Sigurðsson fulltrúi sýslumanns 18. Sigurður P. Jónsson í Drangey 19. Sveinn Friðvinsson bifvélavirki 20. Sr. Helgi Konráðsson sóknarprestur 21. Gísli Sigurðsson Helgafelli 22. Þorkell Halldórsson ýtustjóri 23. Sigurður Ármannsson vélvirki 24. Einar Sigtryggsson trésmíðameistari 25. Halldór Sigurðsson (Pé) skipsstjóri 26. Reynir Ásgrímsson Sveinssonar 27. Helgi Einarsson sjómaður 28. Ingólfur Agnarsson fornbókasali 29. Gunnar Þórðarson lögreglumaður 30. Stefán Jóhannesson skósmiður 31. Kristján C. Magnússon skrifstofumaður 32. Karl Simrath (Kalli þýski) 33. Leví Konráðsson 34. Þorsteinn Konráðsson 35. Jón Magnússon sveitamaður 36. Marteinn Friðriksson framkvæmdastjóri 37. Magnús Sigurðsson trésmíðameistari 38. Pálmi Pétursson Sighvats sjómaður 39. Björn Daníelsson skólastjóri 40. Marteinn Steinsson kennari 41. Árni Hansen vegaverkstjóri Allir ofangreindir á Sauðárkróki. 42. Friðrik Ingólfsson Laugarhvammi 43. Valdimar Björnsson Hofsósi 44. Hjálmar Pálsson Kambi 45. Sigfús Helgason Geitagerði 46. Jóhannes Guðmundsson Vatni 47. Sigurfinnur Jónsson Steini 48. Halldór Jónsson Steini 49. Halldór Hafstað Vík 50. Sverrir Kristjánsson vinnumaður Mælifelli 51. Sigurður Egilsson Sveinsstöðum 52. Gísli Ingólfsson Laugabóli 53. Eðvarð Ingólfsson Steinsstöðum 54. Garðar Guðjónsson Tunguhálsi 55. Magnús Guðmundsson Vatni 56. Björn Hjálmarsson Mælifellsá 57. Jón Dal Þórarinsson Tunguhlíð 58. Marinó Sigurðsson Álfgeirsvöllum 59. Jóhann Hjálmarsson Ljósalandi 60. Sr. Bjartmar Kristjánsson Mælifelli 61. Sveinn Jóhannsson Varmalæk 62. Vilhjálmur Árnason Hvalnesi 63. Guðsteinn Guðjónsson Tunguhálsi 64. Jón Eiríksson Fagranesi 65. Skarphéðinn Pálsson Gili 66. Leifur Hreggviðsson Bakkakoti 67. Borgar Símonarson Goðdölum Þeir sem tefldu voru þessir: Guðmundur Ó. Guðmundsson var formaður Skákfélags Sauðárkróks 1956, en Sigurður P. Jónsson í Drangey hafði fengið Guðmund Ó. til að gefa kost á sér til formennsku. Vaskan 22 ára gamlan mann. Það fennir í spor manna. Guðmundur flutti til Reykjavíkur 1986. En hver er Guðmundur Ó.? Hann er sonur Ingu vökukonu (Ingibjargar Jónsdóttur) á gamla Spítalanum í áraraðir. Guðmundur Ó. kom 1954 útskrifaður úr Samvinnuskólanum og varð bókari í KS með Guðmundi Sveinssyni. Síðar fulltrúi kaupfélagsstjóra í mörg ár. Guðmundur Ó. var vaskur félagsmálafrömuður í Ungmennafélaginu, Skákfélaginu, vinnuhestur í Framsóknarflokknum, Verslunarmannafélaginu og í framvarðarsveit hestamanna. Var árum saman við sjálfboðastörf við uppbyggingu Vindheimamela. Guðmundur Ó. Guðmundsson 60 39 56 5 24 15 29 14 2 59 57 66 55 8 16 58 36 51 65 30 50 10

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.