Feykir


Feykir - 08.06.2016, Blaðsíða 1

Feykir - 08.06.2016, Blaðsíða 1
FERSKUR Á NETINU Feykir.is Hvað er að frétta? Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is Sveitarfélagið Skagafjörður efnir til umhverfisdaga helgina 10.–12. júní næstkomandi. Takmarkið er að fá snyrtilegra og fegurra umhverfi. Því er mikilvægt að íbúar taki höndum saman, tíni rusl og snyrti til í og við lóðir sínar og á nærliggjandi opnum svæðum. Ruslapokar verða bornir í hús á þéttbýlissvæðum föstudaginn 10. júní og safnað saman mánudaginn 13. júní. Mikilvægt er að loka pokunum vel og skilja þá eftir við gangstéttina að kvöldi sunnudagsins. Garðaúrgangur verður ekki hirtur í hreinsunarátakinu, ein- ungis lokaðir ruslapokar. „Við hvetjum alla íbúa og for- svarsmenn fyrirtækja í Skagafirði að taka höndum saman í að bæta umhverfi okkar og fegra,“ segir í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Skagafirði. /KSE Efnt til umhverfisdaga Sveitarfélagið Skagafjörður „ BLS. 6 BLS. 10 Æði grípur um sig á Skagaströnd BMW bílar vin- sælir meðal yngstu ökumannanna BLS. 5 Gunnar Þ. Guðjónsson skrifar ferðasögu frá árinu 1959 „Í guðanna bænum farið ekki fram af brúninni“ Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur á Norðurlandi vestra í brakandi blíðu Líf og fjör við sjávarsíðuna 22 TBL 8. júní 2016 36. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6 FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN! 35 ára Gæðaúttekt var gerð á lögreglu- hundum dagana 1.–3. júní sl. Var úttektin framkvæmd af lögreglunni á Norðurlandi vestra í samstarfi við þá lögreglustjóra sem hafa hunda. Yfirdómari kom frá Noregi og naut aðstoðar íslensks sérfræðings í þjálfun fíkniefnaleitarhunda. Sex teymi víðsvegar af landinu mættu í úttektina. Teymin komu bæði frá lög- reglunni og Fangelsismálastofnun. Umsögn prófdómara var á þá leið að þeir lýstu því yfir að gæði teymanna væru til fyrirmyndar og stæðust þau fullkomlega samanburð við gæði leitarhunda í nágrannalöndunum, að sögn Steinars Gunnarssonar, lögreglu- manns á Sauðárkróki. Teymin voru prófuð í ýmiskonar leitum þar sem reyndi á hæfni þeirra til að leysa úr margskonar áskorunum. Sérþjálfaðir leitarhundar eru gríðarlega öflug verk- Lögreglan á Norðurlandi vestra stóð fyrir gæðaúttekt á lögregluhundum Standast fullkomlega samanburð við leitarhunda í nágrannalöndunum Frá vinstri: Höskuldur Birkir Erlingsson prófstjóri, Torun Anita Knapperholen yfirdómari, Elín Ósk Hölludóttir og Riffill, Heiðar Hinriksson og Rökkvi, Gunnar Knutsen og Jökull, Steinar Gunnarsson og Þoka, Kristína Sigurðardóttir og Clarissa, Ester Pálmadóttir dómari og Vinkill. MYND: HÖSKULDUR B. ERLINGSSON færi í baráttunni við fíkniefnavandann og auka skilvirkni og gæði leita til mikilla muna. „Þá er mikill kostur að hafa til taks hunda sem hafa fengið þjálfun í að leita af fíkniefnum á fólki en slíkir hundar gera það að verkum að nei- kvæðum afskipum, þar sem saklaust fólk er stoppað af lögreglu, fækkar til mikilla muna þar sem hundarnir sýna fólki ekki áhuga nema að það hafi, eða hafi nýlega haft, fíkniefni á sér,“ sagði Steinar í samtali við Feyki. /KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.