Feykir


Feykir - 08.06.2016, Blaðsíða 7

Feykir - 08.06.2016, Blaðsíða 7
22/2016 7 Að segja eitt og gera allt annað Á síðustu árum hefur Fram- sóknarflokkurinn gefið hástemmd loforð um veiga- miklar úrbætur í húsnæðis- málum. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra hefur gengið þar fremst og lofað m.a. afnámi verðtryggingar, lækkun byggingakostnaðar um 10%, bæta stöðu ungs fólks og leigjenda, auk þess að efla hlutverk Íbúðalánasjóðs. Þrátt fyrir að þrjú ár séu liðin frá því ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tók við völdum, þá bólar lítið á raunverulegum aðgerðum. Vissulega, þá voru fjögur frumvörp lögð fyrir alþingi og það veigamesta um almennar félagslegar íbúðir, en áhrifa þess fer fyrst að gæta eftir nokkur ár og munu fyrst og fremst ná til tekjulægsta hóps samfélagsins. Öðrum hópum sem búa við þrönga stöðu m.a. fólki með meðaltekjur sem fór illa út úr hruninu og ungu fólk sem nýkomið er úr skóla með þokkalegar tekjur og lítið eigið fé, er úthýst á almennan leigu- markað. Velferðarráðherra hefur nú gert stöðu þeirra sem þurfa að leita á náðir almenna markaðarins mun verri með því að koma megninu af eignasafni Íbúðalánasjóðs í hendurnar á félögum á borð við Heimavelli og Gamma. Smá jafnt sem stór loforð velferðarráðherra virðast vera al- gerlega innihaldslaus. Skömmu fyrir síðustu sveitarstjórnar- kosningar var aðstoðarmaður velferðarráðherra sendur í leiðangur norður á Sauðárkrók til þess að lofa fjölgun starfa hjá útibúi Íbúðalánasjóðs norðan heiða. Nú að tveimur árum liðnum er rétt að skoða efndirnar en þær eru að sjóðurinn hefur nýlega boðað áframhaldandi fækkun starfa á Sauðárkróki þannig að þeim loknum þá hefur ráðherra tekist að fækka störfum um hátt í 45% á Sauðárkróki. Sigurjón Þórðarson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir Skagafjarðarlista AÐSENT SIGURJÓN OG GRÉTA SJÖFN SKRIFA Vikuna 29. maí – 4. júní var rúmum tæpum 98 tonnum landað á Skagaströnd, rúmlega 330 tonnum var landað á Sauðárkróki, rétt tæplega 17 tonnum á Hvammstanga og rúmum 19 tonnum á Hofsósi. Alls gera þetta rúm 464 tonn á Norðurlandi vestra. /KSE Aflatölur 29. maí – 4. júní á Norðurlandi vestra Hátt í 17 tonn á Hvammstanga SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 13.745 Mars HU 41 Grásleppunet 3.246 Alls á Hvammstanga 16.991 SKAGASTRÖND Akraberg ÓF 90 Landb. lína 15.462 Alda HU 112 Landb. lína 16.189 Ásdís ÓF 250 Handfæri 2.027 Auður HU 94 Handfæri 1.669 Bergur Sterki HU 17 Landb.lína 3.150 Bjartur í Vík HU 11 Landb.lína 1.837 Bogga í Vík Grásleppunet 2.295 Blær HU 77 Landb.lína 458 Dagrún HU 121 Þorskfisknet 5.542 Edda EA 65 Handfæri 1.986 Elín ÞH Handfæri 1.003 Fengsæll Grásleppunet 2.044 Fjöður HU 90 Handfæri 410 Garpur HU 58 Handfæri 1.010 Geiri HU Handfæri 1.666 Guðrún R. HU 162 Handfæri 2.519 Gyðjan HU 44 Handfæri 2.168 Hafdís HU Handfæri 1.522 Hafsteinn Handfæri 456 Húni HU 62 Þorskanet 2.226 Jenný HU 40 Handfæri 782 Lukka EA 777 Handfæri 939 Maggi Jóns HU 70 Handfæri 1.285 Ólafur Magnússon Grásleppunet 2.126 Skalli HU 33 Handfæri 557 Slyngur EA 74 Handfæri 2.352 Smári HU 7 Handfæri 1.538 Stella GK 23 Landb. lína 12.699 Svalur HU 124 Handfæri 2.096 Sæunn HU 30 Handfæri 2.592 Víðir EA 423 Handfæri 2.046 Víðir ÞH 210 Handfæri 1.084 Ölver ÓF 2 Handfæri 1.807 Alls á Skagaströnd 97.542 SAUÐÁRKRÓKUR Badda SK 113 Grásleppunet 2.288 Dagur SK 17 Rækjuvarpa 11.755 Fannar SK 11 Handfæri 385 Gammur II SK 120 Grásleppunet 1.739 Gammur SK 12 Þorskfisknet 419 Hafey SK 10 Handfæri 1.077 Helga Guðm. SK 23 Handfæri 784 Klakkur SK 5 Botnvarpa 126.368 Kristín SK 77 Handfæri 2.621 Maggi Jóns HU 70 Handfæri 353 Maró SK 33 Handfæri 972 Málmey SK 1 Botnvarpa 178.086 Már SK 90 Handfæri 1.798 Óskar SK 13 Handfæri 614 Vinur SK 22 Handfæri 765 Ösp SK 135 Handfæri 212 Alls á Sauðárkróki 330.236 HOFSÓS Ásmundur SK 132 Landb.lína 3.611 Binni EA 108 Grásleppunet 3.466 Geisli SK 66 Handfæri 58 Gjávík SK 20 Handfæri 121 Hóley SK 132 Grásleppunet 8.986 Skáley SK 32 Handfæri 1.290 Von SK 21 Handfæri 1.742 Samtals á Hofsósi 19.274 „Það er komin feiknargóð stemning fyrir þessu“ Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir Landsmót hesta- manna, sem verður haldið á Hólum í Hjaltadal dagana 27. júní til 3. júlí, en í ár eru liðin 50 ár frá síðasta Landsmóti þar. Þrátt fyrir að mótshaldið þar eigi sér stuttan aðdraganda, eftir að til stóð að færa Landsmótið frá Vindheimamelum og halda það syðra, hefur undirbúningur gengið með ágætum og allt stefnir í skemmtilegt og sterkt mót. Blaðamaður hitti formann Landssambands hestamanna- félaga (LH), Lárus Ástmar Hann- esson, þegar hann staddur í Skagafirði vegna kynningar- funda sl. fimmtudag, og spurði hann út í mótið framundan. Lárus er jafnframt formaður stjórnar Landsmót ehf., sem er framkvæmdaaðili Landsmóts hestamanna og er að tveimur þriðju í eigu LH en einum þriðja í eigu Bændasamtaka Íslands. Reksturinn í ár skiptist svo á milli Landsmóts ehf. og Gullhyls. Framkvæmdastjóri Landsmótsins er Áskell Heiðar Ásgeirsson. „Það Séð yfir keppnissvæðið á Hólum. MYND: ÓAB var mjög mikil lukka að við skyldum ráða hann og einnig að við skyldum ráða framkvæmdastjóra sem er staddur hér. Þetta hefði aldrei gengið upp, ef menn hefðu farið þá leið sem hefur verið farin, að vera með framkvæmdastjóra sem er staddur á skrifstofunni í Reykjavík,“ segir Lárus og útskýrir að allt í kringum þetta mót sé óvanalegt þar sem ákvörðunin um stað- setninguna var tekið með stuttum fyrirvara. „Hún var tekin af bjartsýni og kjarki og það þurfti að gera svo miklu meira á þessum tíma heldur en nokkurn tíma fyrir Landsmót.“ Lárus segir að þrátt fyrir þetta sé undirbúningsvinnan að gerast á mettíma og farið að sjá fyrir endann á henni. „Við erum komin með yfirsýn yfir þetta en eigum eftir að ganga fram af brúninni hinu megin og sjá útkomuna.“ Hann segir jafnframt að góð sátt hafi náðst um Landsmótsstaðinn eftir að ákvörð- unin var tekin. Síðasta haust var haldin ráðstefna á vegum LH um Landsmót og þar kom fram sú afstaða að Landsmót ættu ekki öll að vera eins, heldur gæti hver mótsstaður sett sinn blæ á mótið. Einnig var lögð áhersla á að reyna að stytta mótin og því verður nú endað á laugardegi. „Það verður Spjallað við Lárus Á. Hannesson, formann LH, um undirbúning Landsmóts mjög skemmtilegt að enda mótið á björtu sumarkvöldi í 15 stiga hita á Hólum í Hjaltadal,“ segir Lárus brosandi og bætir því við, aðspurður um hvort hann lofi góðu veðri, að ríkjandi vindátt verði „skagfirskur söngblær.“ Þegar hér er komið sögu eru þrjár vikur í mótið og segir Lárus að óhjákvæmilega verði mesta keyrsl- an hvað undirbúninginn varðar síðustu vikuna. „Þessi stærri atriði eru bara á góðum stað og síðan eru það þessi praktísku atriði, frágangur á svæðinu og slík handavinna, sem eru eftir. En við erum komin með svæðið á þann stað sem önnur Landsmótssvæði eru oft tveimur árum áður. Sú vinna sem eftir er gerist ekki neitt fyrr, hún er alltaf unnin í restina,“ segir hann. Sjálfur hefur Lárus komið að Landsmótum sem eftirlitsdómari í gæðingakeppni þrjú eða fjögur síðustu Landsmót og dómari nokkur ár þar á undan. „Ég hef aldrei komið svona beint að undirbúningi Lands- móts, en það er eiginlega það eina sem mér finnst slæmt við að vera í þessu hlutverki, að það hefur verið svo gaman að dæma. Þetta eru frábærir hestar og frábært teymi að dæma og mikil stemning við það. Það lítur út fyrir að þetta verði alveg gríðarlega sterkt mót, bæði kynbóta- hrossin og gæðingakeppnin og það er komin alveg feiknarlega stemning fyrir þessu.“ Lárus segir að forsala miða hafi farið mjög vel af stað og miðað við stöðu hennar séu um 25% erlendir gestir. „Ég held að Landsmótsgestir eigi von á skemmtilegum viðburði. Núna eru þessir hestar sem við sjáum á Landsmóti miklu meira í sviðsljósinu. Því þurfum við að gera þetta að meiri viðburði og búa til þetta andrúmsloft sem á að ein- kenna hestamennskuna, léttleika, stemningu og fjör,“ segir hann. Boðið verður upp á margvíslega afþreyingu, einnig fyrir fjölskyldu- meðlimi sem fylgja með án þess að hafa endilega mikinn áhuga á hestamennsku. Til að mynda verður hægt að horfa á EM á risaskjá og skemmtikraftar verða á svæðinu sem stökkva inn þegar á þarf að halda, hvar sem er og hvenær sem er á svæðinu. Þá verði á svæðinu hornsteinar úr héraði eins og Karlakórinn Heimir og Geirmundur, sem skemmt hafa hestamönnum býsna lengi. „Mín von er sú að þarna verði ofsaleg stemning á góðu móti. Völlurinn býður upp á það, þetta er eini völlurinn á landinu, fyrir utan svæðið hjá Spretti þar sem ekki hefur verið haldinn svona stór viðburður ennþá, þar sem áhorfendamanirnar eru nánast allan hringinn og fjörið verður í miðjunni. Svo endar þetta á góðri skemmtun á laugardagskvöldinu og allir fara glaðir heim á sunnudegi, eða bara fara ekki neitt,“ segir Lárus Ástmar að lokum. /KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.