Feykir


Feykir - 08.06.2016, Blaðsíða 6

Feykir - 08.06.2016, Blaðsíða 6
6 22/2016 Um helgina fyrir bolludag vorum við nokkrir vinir heima hjá Þolla (Þorleifi Páls) á Suðurgötunni að rabba saman. Við höfum nýlega séð kvikmynd sem fjallaði um hættuför á Mount Everest eða öðru álíka fjalli. Við gátum ekki verið minni menn svo við ákváðum að fara FRÁSÖGN Gunnar Þ. Guðjónsson upp á Tindastól þar sem enginn hafði áður farið og var ákveðið að fara á öskudag þar sem frí var í skólanum. Þeir sem voru í ferðinni voru; Einar Guðmunds- son, Erling Pétursson, Eiríkur Hansen (Eigó), Lárus Fjelsted (Lalli), Þorleifur Pálsson og undirritaður, Gunnar Þ. Guð- jónsson. Við hittumst klukkan níu við bakaríið, allir á hjólum nema Eigó sem var með bilað hjól. Því ákváðum við að fara á bakarís- hjólinu sem var með grind að framan og þar sat Eigó. Við vorum vel útbúnir, allir með skíðastafi og í góðum skóm, með nesti. Þolli og Erling með ísaxir og einnig vorum við með 30 metra kaðal. Við hjóluðum út að Innstalandi, kíktum á gluggana á skólanum og fannst okkur hann vera í minna lagi. Þar voru einnig Fyrrverandi nemendur í Barnaskóla Sauðárkróks, fæddir árið 1945, áttu saman bekkjarmót á Sauðárkróki á dögunum. Þar rifjaði Gunnar Þ. Guðjónsson upp endurminningar sínar af ævintýralegri ferð á Tindastól þegar nokkrir félagar skelltu sér í fjallgöngu á öskudegi, 11. febrúar 1959. Feykir fékk leyfi til að birta þessa skemmtilegu frásögn. rödd sem við heyrðum væri úr barka Guðmundar á Veðramóti, pabba Einars sem hafði farið upp á Skarðsbunguna og sá okkur bera við himinn og kallaði: „Í guðanna bænum farið ekki fram af brúninni.“ Bundu Eigó í endann á reipinu og svinguðu honum í áttina að Erling Við fikruðum okkur niður en síðan gerðist það að Erling ætlaði að sýna einhverjar hetju- dáðir og renndi sér út á hjarnið og rann svo á fullri ferð en hjó sig síðan niður og kallaði að við yrðum að bjarga honum. Við reyndum að kasta reipinu til hans en það gekk ekki. Við fórum þá um það bil 60 metra upp aftur, bundum Eigó í endann á reipinu og svinguð- um honum í áttina að Erling og hittum eftir nokkrar tilraunir. Eigó tók Erling með sér í átt að grjótinu á ógurlegri ferð og Erling hjó sig niður rétt áður en hann kom að stórgrýtinu en Eigó var með skíðastaf til að stoppa sig en stafurinn möl- brotnaði og Eigó fór á rassinum á fullri ferð út í grjótið. Hann var óbrotinn og en mjög aumur í bakhlutanum. Við fikruðum okkur síðan niður og gekk nokkuð vel og þar beið Lalli og var hann mjög glaður að sjá okkur og að hafa sloppið frá tröllunum. Þegar við komum að hjól- unum voru einhverjir karlar þar sem ætluðu að fara að leita að okkur. Við hjóluðum síðan heim á leið og þegar við vorum komnir að Gönguskarðsár- brúnni vorum við á ógurlegri ferð þegar við lentum í stóru holunni sem var rétt við brúna og Eigó, sem var á grindinni á bakaríshjólinu, hentist um það bil fimm metra í loft upp og var heppinn að hann skyldi ekki hafna út í ánni og ekki batnaði afturendinn við þetta. Við hjóluðum síðan að bak- aríinu og ræddum ferðina og vorum allir mjög ánægðir með að hafa sigrast á fjallinu og síðan fóru allir til síns heima. Eigó gat ekki setið í marga daga en eftirmál urðu engin, en sumir segja að Björgunar- og slysa- varnarfélag hafi verið stofnað eftir þessa ferð. Svona man ég þessa ferð. Ritað í Kópavogi 20. maí 2016 Lítil ferðasaga frá árinu 1959 „Í guðanna bænum farið ekki fram af brúninni“ Tindastóll hár og tignarlegur. Myndin tengist frásögninni ekki beint. MYND: FEYKIR haldin böll og áætluðum við að það hefði verið þröngt á þingi, lítið danspláss og bekkir í kring. Tröllin komin að sækja okkur Síðan var haldið af stað, við sáum einn karl vera að bjástra úti við, það hefur annað hvort verið Stebbi á Innstalandi eða Skafti á Meyjarlandi. Ferðin gekk vel, við komum að fyrsta klettabeltinu og fyrstur kleif Lalli með kað- alinn og síðan við hinir. Lalli var sterkur og veittist okkur auðvelt að klífa með hann haldandi í kaðalinn. Allt gekk vel og við komum á efstu brún og gengum að stórum steini og fengum okkur nesti, skrifuðum nöfnin okkar á miða í kókflösku og skorðuðum vel. Það var stór- kostlegt útsýnið og við Eigó ákváðum að labba svolítið vestar til að vita hvort við sæjum ekki niður í Laxárdal, en það var allt svo hvítt svo við snérum við til hinna. Veðrið var gott en svo fór að smá mugga og við ákváðum að halda af stað niður. Þegar við vorum komnir á fremstu brún var hríðin öll fyrir neðan okkur og okkur fannst það vera furðulegt. Við fikruðum okkur niður en þá heyrðust rosaleg köll einhversstaðar fyrir neðan okkur og vestar. Okkur brá öllum en einkum Lalla sem hljóðaði og sagði að tröllin væru komin að sækja okkur. Lalli varð svo hræddur að hann hljóp niður þrátt fyrir að við reyndum að sannfæra hann um að þessi Gunni söguritari. Þolli. Eigó. MYNDIR: ÚR EINKASAFNI SIGURBJARGAR GUÐJÓNSDÓTTUR

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.