Feykir


Feykir - 07.12.2016, Page 2

Feykir - 07.12.2016, Page 2
2 46/2016 Það er stundum ágætt að bregða sér út fyrir landsteinana og kúpla sig út úr hinu daglega amstri. Um leið er gott að taka smá frí frá fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Að vísu er ég forvitin í eðli mínu og fyrir kemur að ég stelst til að kíkja inn á Snjáldur- skinnuna af og til og jafnvel lauma þangað einni og einni sjálfsmynd eða mynd af minnis- merkjum og örðum viðkomu- stöðum. Þegar ég brá mér til Berlínar fyrir skemmstu kom upp í fjöl- miðlum stóra brúneggjamálið. Hefur umræðan tekið á sig ýmsar undarlegar myndir og margir blórabögglar verið kallaðir til. Sumir halda því til dæmis fram að það sé RÚV að kenna að menn hafi graðkað í sig brúneggjum algjörlega grandalausir, aðrir halda því fram að lífrænt og vistvænt hafi verið gengisfellt, mörgum finnst Matvælastofnun hafa brugðist skyldum sínum og enn öðrum finnst aðalmálið undir hvaða ráðuneyti neytendamál heyra. Persónulega tel ég að í þessu máli séu tvö meginatriði: Annars vegar að viðskiptaháttum fyrirtækisins var stórlega ábótavant og hins vegar að eftirlits- iðnaðurinn býr við mikið úrræðaleysi. Ein hlið málsins er svo sú hvort við neytendur séum nógu vandir að virðingu okkar. Hver hefur til dæmis ekki staðið sig að því að kaupa innfluttar kjúklingabringur eða skinkupakka sem er fullur af vatni, af því innihaldið er ódýrt? Getur verið að við séum með uppþoti því sem eggjamálið hefur valdið að kasta eggi úr glerhúsi? Verandi stödd í Berlín dettur mér í hug hvort hið ógurlega skrifræði sem eftirlitsiðnaðurinn er hafi eitthvað upp á sig. Ég upplifi Þýskaland þannig að þar sé allt mjög klippt og skorið og lítill sveigjanleiki til staðar. Þannig varð mér til dæmis á að fara á pósthús í Þýskalandi til að senda pakka til Noregs. Eitthvað var nú farið að fyrnast yfir menntaskólaþýskuna þegar ég fyllti út fylgibréf og náði mér svo í pappabox til að setja sendinguna í; gulan kassa sem þurfti að brjóta saman eftir kúnstarinnar reglum. Hér á landi eru þeir rauðir og talsvert auðveldari viðfangs. Eftir að hafa staðið í ógnarlangri röð – en það er ekki mín sterka hlið frekar en flestra annarra Íslendinga – var röðin komin að mér. Afgreiðslukonan fann út að ég hefði fyllt út vitlaust eyðublað og ætti auk þess að fara aftur fyrir röðina, setja inni- haldið í kassann og merkja hann, fylla út rétt fylgibréf og fara svo aftur aftast í röðina. Ég prófaði öll trixin í bókinni; setti upp hvolpasvip, reyndi að brosa til konunnar (sem leit ekki út fyrir að hafa snúið munnvikunum upp á við síðustu áratugina) og þóttist ekki skilja stakt orð í þýsku. Konan, sem minnti mig helst á harðsnúnu konuna í gamanþáttunum gömlu góðu, Allo allo, þóttist á móti ekki skilja stakt orð í ensku og hefði hún svarað mér á ensku hefði svarið líklega verið: „Listen very carefully, I will only say this once!“ Það er kannski það sem vantar í eftirlitsiðnaðinn, að hlutirnir séu sagðir einu sinni en menn fái ekki endalausa sénsa, áratugum saman. Þetta er Kristín S. Einarsdóttir sem talar frá Berlín LEIÐARI Að kasta eggi úr glerhúsi? Vikuna 27. nóvember – 3. desember. var tæpum 196 tonnum landað á Skagaströnd og ríflega 51 tonni á Hofsósi. Rúmum 245 tonnum var landað á Sauðárkróki. Auk Klakks og Málmeyjar var aðeins einn bátur sem landaði þar. Á Hvammstanga bárust rúm 11 tonn að landi. Alls gera þetta rúmlega 500 tonn á Norðurlandi vestra. /KSE Aflatölur 27. nóvember - 3. desember 2016 á Norðurlandi vestra Rólegt yfir löndunum SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Bergur Vigfús GK 63 Lína 2,657 Harpa HU 4 Dragnót 4.639 Alls á Hvammstanga 11.362 SKAGASTRÖND Addi afi GK 97 Landb. lína 4.147 Alda HU 112 Landb. lína 9.164 Auður HU 94 Handfæri 2116 Álfur SK 414 Landb.lína 7.823 Dagrún HU 121 Þorskfisknet 6.048 Dúddi Gísla GK 48 Lína 5.778 Guðmundur á Hópi Landb. lína 3.999 Kristinn SH 812 Landb. lína 39.883 Sighvatur GK 57 Landb. lína 74.376 Stella GK 23 Landb .lína 6.577 Særif SH 25 Landb. lína 35.037 Sæhamar SH 223 Landb. lína 995 Alls á Skagaströnd 195.943 SAUÐÁRKRÓKUR Klakkur SK 5 Botnvarpa 101.510 Málmey SK 1 Botnvarpa 143.317 Óskar SK 13 Landb. lína 1.053 Alls á Sauðárkróki 245.880 HOFSÓS Bíldsey SH 65 Lína 37.769 Þorleifur EA 88 Dragnót 13.485 Alls á Hofsósi 51.254 Norðurland vestra verði eitt sveitarfélag Lagt til að sveitarfélögum verið fækkað úr 74 í níu Í nýrri skýrslu frá efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins um stöðu atvinnulífsins er lagt til að sveitarfélögum verði fækkað úr 74 í níu. Lagt er til að Norðurland vestra, frá vestanverðum Tröllaskaga að Borðeyri, verði eitt sveitarfélag. Vísir.is greindi frá þessu. Í skýrslunni segir að sam- einingin gæti skapað svigrúm til að færa fleiri stór verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Á Íslandi eru 74 sveitarfélög en 41 þeirra eru með færri en 1000 íbúa, þar af eru sex sveitarfélög með færri en 100 íbúa. Í skýrslunni er sýnt fram á slæma fjárhagsstöðu sveitarfélaganna almennt og sameining sögð leið til að ná fram alvöru hagræðingu í rekstri þeirra. Tillögurnar miða að því að landinu yrði skipt í níu hluta. Suðurlandið væri eitt sveitar- félag frá Eyrarbakka að Höfn í Hornafirði. Þaðan tæki austur- land við til og með Vopnafirði. Norðausturland frá Bakkafirði að Siglufirði væri eitt sveitar- félag og Norðvesturland frá vestanverðum Tröllaskaga að Borðeyri eitt. Vestfirðir væru eitt sveitarfélag og Vesturland frá Skarðsströnd og að höfuð- borgarsvæði væri eitt. Reykja- nesskaginn væri eitt sveitarfélag en höfuðborgarsvæðinu væri skipt í tvö sveitarfélög. /KSE Óskað eftir auknu hlutafé frá Sveitar- félaginu Skagafirði Mótun ehf. Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sl. fimmtudag var lagt fram bréf frá stjórn Mótunar ehf. þar sem óskað var eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður legði fram aukið hlutafé í fyrirtækið. Byggðarráð samþykkir að fela endurskoðanda sveitar- félagsins að leggja mat á og greina stöðu og fjárhagslegar skuldbindingar sveitarfélagsins gagnvart Mótun ehf. áður en afstaða er tekin til þess hvort veita eigi heimildir til að leggja Mótun ehf. til meira hlutafé en orðið er. Í október 2013 ákvað byggðaráð að leggja fram 4,9 milljóna króna hlutafé í Mótun ehf. Hlutafé félagsins var kr. 10 milljónir og KS lagði fram jafn stóran hlut, auk þess sem Skagafjarðarhraðlestin lagði fram 200.000 krónur eða 2% hlut. /KSE Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdótti, kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Svavar Atli tekur við starfi slökkvi- liðsstjóra Vernharð í launalaust leyfi Vernharð Guðnason, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Skagafjarðar, fór nýlega í launalaust leyfi. Hann verður í leyfi frá 1. desember 2016 til og með 30. nóvember 2017. Svavar Atli Birgisson, sem verið hefur aðstoðarslökkvi- liðsstjóri, tekur við starfi slökkviliðsstjóra og mun gegna því í fjarveru Vern- harðs. Greint er frá þessu á vefsíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. /KSE Girt var í lok nóvember Reiðvegamál Hestamannafélagið Skagfirðingur sá sér leik á borði og nýtti hina góðu tíð undanfarið og lét girða meðfram reiðvegi er liggur í gegnum lönd Brekku, Víðimels og Álftagerðis. Vinnan fór fram í síðustu viku en alls er girðingin um tveir km. Það voru þeir Bjartmar Halldórsson og Þór Sævars- son sem sáu um girð- ingavinnu sem tók um fjóra daga en Víðimelsbræður sáu um ýtu- og gröfuvinnu. /PF

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.