Feykir


Feykir - 07.12.2016, Side 3

Feykir - 07.12.2016, Side 3
46/2016 3 Lag Kristjáns Bjarna og Reynis Snæs í úrslit Jólalagakeppni Rásar 2 Lagið „Jólin koma“ eftir Kristján Bjarna Halldórsson og Reyni Snæ Magnússon komst í úrslit í Jólalagakeppni Rásar 2, eitt af sjö lögum sem komst áfram af 60 sem send voru inn í keppnina. Lögin verða spiluð á Rás 2 næstu dagana og geta hlust- endur tekið þátt í atkvæða- greiðslu á vef Rúv. Sigurlagið verður svo tilkynnt sem jólalag Rásar 2 árið 2016. Eins og margir vita starfar Kristján við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en Reynir Snær brautskráðist frá skól- anum árið 2013 og var áberandi í tónlistarlífi skól- ans. Hlusta má á lögin í keppninni á heimasíðu Rásar 2 og greiða atkvæði þar. Þeir Kristján og Reynir eru skráðir saman sem höfundar lags en textann samdi Kristján Bjarni og Reynir sá um útsetningu. /PF Afhentu bækurnar í eigin persónu Árbækur Ferðafélagsins Nú hafa allir félagsmenn Kaupfélags Skagfirðinga fengið í hendur Árbækur Ferðafélags Íslands sem fjalla um Skagafjörð. Eins og áður hefur verið sagt frá lét Kaupfélagið útbúa bækurnar í sérstaka viðhafnaröskju sem þeir Sveinn Sigfússon og Snorri Evertsson komu svo til skila. Þeir Sveinn og Snorri óku um allt Skagafjarðarhérað og afhentu bækurnar í eigin persónu. Segja þeir verkið hafa gengið vel og þeir reynt að koma bókunum í hendur allra, sem iðulega hafi tekist. „Fólk hefur jafnan brugðist vel við og sumir farið að brosa sem þeir hafi ekki gert í langan tíma,“ segir Snorri kíminn og bætir við að jafnvel hafi þeir fengið koss að launum. /PF Feykir slóst í hópinn þegar síðustu eintökunum var komið til eigenda sinna á öldrunardeild sjúkrahússins á Sauðárkróki. Ekki voru allir hrifnir af myndatöku en Stefán Kemp elsti núlifandi félagsmaðurinn, 101 árs, lét eftir þrábeiðni Sveins um eina mynd. MYND:PF Kristján Bjarni. MYND:ÚR EINKASAFNI AÐSENT frá Sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju Af ljósakrossum í Sauðárkrókskirkjugarði Á aðventunni er góður og fallegur siður að tendra ljós á leiðum ástvina og er það hjá mörgum mikilvæg hefð í aðdraganda jólahátíðarinnar. Snemma í haust tók sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju þá ákvörðun að fela Kiwanisklúbbnum Drangey að annast uppsetningu og bera ábyrgð á lýsingu í kirkjugarðinum á Nöfunum. Fyrir því voru nokkrar ástæður sem rétt er gera grein fyrir. Undanfarin misseri hefur verið ráðist í miklar framkvæmdir í garðinum sem hafa kostað töluverð fjárútlát. Því hefur garðurinn ekki haft bolmagn til að hafa fastan starfsmann og leitað hefur verið til verktaka með þau verk sem þarf að vinna. Til þess að tryggja að allir Króksarar nær og fjær geti fengið ljós á leiði sinna nánustu var ákveðið að leita til félagasamtaka um að setja upp ljósakrossa og aðstoða fólk eftir þörfum. Þessi háttur er hafður víða um land, t.d sér björgunarsveitin um garðinn á Siglufirði og skátar hafa í áratugi séð um lýsingu í Akur- eyrarkirkjugarði. Það er gleðiefni að Kiwanisklúbburinn hefur sinnt þessum störfum af alúð og garðurinn er bæði þeim og okkur öllum til sóma. Nokkrum hefur vaxið í augum að gjald, 4000 krónur, er tekið fyrir hvern kross, hvort sem hann er í geymslu hjá garðinum og settur upp af umsjónarmönnum eða hann geymdur annarsstaðar og fólk setur upp sjálft. Þetta er réttilega mikil hækkun frá fyrra ári sem þá var þúsund krónur og átti að standa straum af rafmagnskostnaði. Samkvæmt óopinberri verð- könnun sóknarnefndar er á flestum stöðum tekið hærra gjald fyrir sömu þjónustu og meira að segja töluvert hærra. Kiwanismenn vinna sjálfboðna vinnu og þeir hafa í áraraðir styrkt hin ýmsu verkefni í heimabyggð og munu án efa halda því áfram. Þannig mun gjaldið fyrir ljósið skila sér aftur til samfélagsins og renna til góðra málefna. Megi aðventan verða áfram mild og góð og við öll eiga gleðileg jól. Sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju mt ... MYND: KSE Ingimundur og Valgerður á Þingeyrum sæmd verðlaunum Landgræðsluverðlaunin 2016 Á dögunum voru Landgræðslu- verðlaunin 2016 afhent í Sagnagarði í Gunnarsholti og er það í 26. sinn sem Land- græðsla ríkisins veitir þau. Verðlaunahafar að þessu sinni voru annars vegar hjónin Ingimundur Sigfússon og Valgerður Valsdóttir á Þing- eyrum og hins vegar Land- græðslufélag Hrunamanna. Landgræðsluverðlaunin eru veitt árlega einstaklingum og félagasamtökum sem hafa unn- ið að landgræðslu og landbót- um. Með veitingu landgræðslu- verðlaunanna vill Landgræðslan vekja athygli á mikilvægu starfi margra áhugamanna að land- græðslumálum. Ingimundur Sigfússon og Valgerður Vals- dóttir og fjölskylda þeirra, hafa um langt árabil stundað stór- fellda uppgræðslu á jörðum sínum, Sigríðarstöðum í Húna- þingi vestra og Þingeyrum í Austur-Húnavatnssýslu. Sjá nánar á Feykir.is. /PF Verðlaunahafar ásamt Sigríði Auði Arnardóttur, ráðuneytisstjóra, og Árna Bragasyni, landgræðslustjóra. MYND: LAND.IS

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.