Feykir


Feykir - 07.12.2016, Qupperneq 8

Feykir - 07.12.2016, Qupperneq 8
8 46/20161 „Kominn tími til að drífa sig af stað“ Söngkonan Margrét Eir í Sauðárkrókskirkju Í tólf ár hélt Margrét uppá aðventuna með Frostrósum og voru þeir tónleikar partur af hennar jólahátíð. Hún segist hafa verið í dvala í nokkur ár og löngu komin tími til að drífa sig af stað og þess vegna væri efnt til tónleika nú. „Mér þykir vænt um jólalögin og mér finnst yndislegt að fá að syngja á þessum tíma. Ég kem oft á Sauðárkrók til að heimsækja tengdafjölskylduna og mér fannst liggja vel við að koma og syngja í kirkjunni. Þau taka líka alltaf vel á móti mér, Rögnvaldur og kórinn,“ segir Margrét og bætir við að það sé skemmtileg Margrét Eir segir að tími sé kominn til að efna til jólatónleika en hún syngur nú í nokkrum völdum kirkjum. MYND: ÚR EINKASAFNI tilviljun að hún fari einnig á Hólmavík og Reykholt. „Ég var að vinna með honum Viðari Guðmundssyni í brúðkaupi í sumar og hann hvatti mig til að koma og ég bara sló til. Hann er með kórinn á báðum stöðum. Ég var í sveit í Geirshlíð sem er rétt hjá Reykholti í mörg sumur þegar ég var ung, bara æðislegt að fá að syngja þarna í þessari flottu kirkju. Ég ákvað svo að vera í Guðríðarkirkju í Grafarholti í Reykjavík í ár. Ég hef sungið þarna áður á tónleikum og í útför og mér leið vel þarna inni og æðislegur hljómburður í kirkjunni“. Margrét segir að jólin séu mjög hátíðleg hjá henni enda verður hún bæði með sálma og dægurlög með svolítið þjóð- legum blæ. „Þarna verða líka lög sem eru vetrarlög eins og til dæmis Vetrarsól eftir Gunnar Þórðarsson. Ég ætla að flytja tvö lög sem skarta nýjum vetrar- textum eftir Jökul Jörgensen. Ég er mikil sagnamanneskja og hvert lag hefur sína sögu að segja.“ Skagfirðingar syngja með Athygli vekur að systurnar Bergrún Sóla og Malen Áskels- dætur, ungar og efnilegar söng- konur á Sauðárkróki, syngja með Margréti á tónleikunum. Aðspurð um hvernig það komi til segir Margrét að hún hafi rekið söngskólann MEiriskóli í sjö ár og hafi nokkrum sinnum verið með námskeið á Króknum. „Í eitt skiptið komu þessar stelpur og ég hef fylgst með þeim síðan. Þetta er flottar og músíkalskar stelpur. Við höfum aldrei sungið saman áður en ég hafði þetta á til- finningunni að þetta gæti hljómað svolítið vel. Eftir eina æfingu fékk ég það staðfest. Ég er alltaf með augun opin fyrir ungu og efnilegu tónlistarfólki og vil gjarnan gefa þeim tilefni til að koma fram.“ Hvernig Rögnvaldur Val- bergsson og kór Sauðárkróks- kirkju fléttast inn í dagskrána segist Margrét ætla að hafa það svolítið leyndó en hún er þakklát þeim fyrir þátttökuna. „Þau eru svo almennileg við mig og ég er ótrúlega þakklát fyrir að þau vilji deila með mér þessu kvöldi. Mig langar að þakka Rögnvaldi sérstaklega fyrir að taka svona vel á móti okkur og hjálpa með upp- setningu á hljóðfærum og græjum,“ segir Margrét og bætir við að það sé góður andi sem fylgi kirkjunni og setji fallegan tón inn í dagskrána. „Með allt þetta góða fólk með mér þá held ég að þetta verði bara dásamlegt.“ En hvernig ætli dæmigerð jól séu hjá Margréti Eir? „Fyrir utan söng út um allan bæ í desember, þá fer ég að vesenast eins og allir aðrir. Ég gef mér góðan tíma með vinum og fjölskyldu. Við förum í bröns eða jólahlaðborð, dúllum okkur í búðum, bökum saman sörur eða smákökur. Ég sendi út jólakort og ætla ekki að klikka á því í ár. Les Gestgjafan frá A-Ö og gef mér góðan tíma að plana hátíðarmatseðil. Mér finnst mjög gaman að elda. Á að- fangadag syng ég klukkan sex í Grafarvogi (ekki reyndar í kirkjunni) í léttmessu á vegum Grafarvogskirkju. Síðan á ég ljúft kvöld með kærastanum og mömmu minni. Þetta gæti ekki verið meira kósí.“ Það er aldrei of mikið af jólasmákökuuppskriftum svo Margrét Eir var beðin um eina sem hún væri til í að deila með lesendum Feykis. „Ég á enga sérstaka kökuuppskrift. Ég er ennþá að reyna að baka “réttu” Jöllakúlurnar fyrir kærastann. Þetta er uppskriftin sem ég hef fengið afhenta og ég held að maður þurfi bara að prufa sig soldið áfram með þetta. Ég ætla að prufa að bæta við meira kókos í ár – kannski bæta við súkkulaðikonsúmi, rifnu.“ Hin geðþekka söngkona, Margrét Eir, ætlar að efna í jólatónleika í Sauðár- krókskirkju laugardaginn 17. desember nk. Með henni eru hljóðfæraleikararnir Börkur Hrafn Birgisson og Daði Birgisson en sérstakir gestir verða Kirkjukór Sauðárkróks, Rögnvaldur Valbergsson og systurnar Bergrún Sóla og Malen Áskelsdætur. Feykir ákvað að forvitnast aðeins um tónleikana hjá söngkonunni auk þess að sníkja eina uppskrift að jólasmákökum. Margrét Eir segist oft koma á Sauðárkrók en hér er hún stödd á Nöfunum. MYND: ÚR EINKASAFNI Jólakúlur / Jöllakúlur 400 gr hveiti 250 gr sykur 400 gr smjörlíki (lint eða við stofuhita) ½ tsk hjartarsalt 200 gr kókosmjöl 2 msk kakó 2 egg Aðferð: Hnoðað vel saman og mótað í litlar kúlur og settar á bökunarpappír á plötuna. Bakað í ca.10 til 15 min við 200°C. Uppáhaldið hjá Margréti Eir VIÐTAL Páll Friðriksson

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.