Feykir


Feykir - 07.12.2016, Síða 10

Feykir - 07.12.2016, Síða 10
10 46/2016 Hjördís Tobíasdóttir, íbúi í Geldingaholti 1 í Skagafirði, missti nánast allar sínar eigur þegar íbúðarhúsið þar brann á miðvikudaginn í síðustu viku. Tilkynnt var um eld í húsinu upp úr klukkan hálffimm, en talið er að hann hafi kviknað þegar verið var að leggja nýtt inntak fyrir heitt vatn í húsið. Formleg rannsókn á upptökum eldsins stendur yfir. Blaðamaður Feykis hitti Hjör- dísi á vettvangi brunans á fimmtudaginn og sagði hún að aðeins hefði tekist að bjarga myndaalbúum, tölvu og fá- einum persónulegum munum. Enginn var í húsinu þegar útkallið barst, en það voru starfsmenn Skagafjarðarveitna sem tilkynntu um eldinn. Var allt tiltækt slökkvilið í Skaga- firði kallað út og farið með öll tæki og búnað á staðinn, auk þess sem mjólkurbíll var feng- inn til að dæla vatni, sem og haugsugur og fleiri tæki sem tiltæk voru. Þegar blaðamaður Feykis fór á vettvang á ellefta tímanum á miðvikudagskvöldið stóð slökkvistarf enn yfir. Lauk því um klukkan eitt um nóttina, en til að ráða niðurlögum eldsins þurfti að brjóta niður það sem eftir stóð af húsinu. Húsið var einangrað með torfi og hafði eldurinn breiðst hratt út. Aðeins kjallari hússins stóð eftir þegar slökkvistarfinu lauk. Eldur komst ekki í gaml- an torfbæ sem var sambyggður húsinu, né heldur trjágróður umhverfis húsið. Dælubíll var á staðnum alla nóttina og tveir slökkviliðsmenn frá Bruna- vörnum Skagafjarðar stóðu öryggisvakt til klukkan átta um morguninn, er vettvangur brunans var afhentur lögreglu til rannsóknar. /KSE Íbúðarhúsið í Geldingaholti 1 í Skagafirði brann til grunna Missti nánast allt sitt í brunanum Peningagjöf vegna lyftu í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju Á fimmtudagskvöldið var hin árlega aðventu- gleði Sjálfsbjargar haldin í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Við það tækifæri afhenti Sjálfs- björg peningagjöf vegna lyftu sem stendur til að koma upp í Safnaðarheimili Sauðárkróks- kirkju. Einnig voru afhentar viðurkenningar fyrir aðgengismál. Viðurkenningu hlaut Eymundur Þórarinsson sem leigir út Óskahúsið, glæsilegan sumarbúst- að í Varmahlíð þar sem aðgengismál eru til fyrirmyndar, innan dyra sem utan. Þá hlutu þau Gunnar B. Gíslason og Ragnheiður Steinsdóttir sem reka Bláfell á Sauðárkróki viðurkenningu fyrir bætt aðgengi. Þar hefur stétt fyrir utan söluskálann verið endurnýjuð og eru rampar beggja vegna á henni, þannig að hægt er að komast þangað inn í hjólastól. Það var notaleg stemning á aðventugleðinni og boðið var upp á heitt súkkulaði, smákökur og konfekt. Agnar Gunnarsson á Miklabæ flutti aðventuþanka, Helga Bjarnadóttir las fallega jólasögu og söngkonan Edda Borg söng nokkur lög við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar. /KSE Aðventugleði Sjálfsbjargar Það var notaleg stemning á aðventugleði Sjálfsbjargar. MYND: KSE Þegar skökkvistarfi lauk stóð aðeins kjallarinn eftir. MYNDIR: KSE

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.