Feykir


Feykir - 07.12.2016, Side 11

Feykir - 07.12.2016, Side 11
46/2016 11 og pipar. Ég set tæplega helminginn af fyllingunni inn í kalkúninn, passa að loka vel. Restina set ég í eldfast form og elda þegar kalkúninn er tilbúinn. Kalkúnninn er settur inn í 105 °C heitan ofn (ég er að setja hann inn um kl. 11 um morguninn). Passa að snúa bringunni niður til að byrja með en sný honum við þegar um 2 klst. eru eftir af tímanum. Ég elda kalkúninn í rúml. klukkutíma á kílóið við þennan hita, en er alltaf með kjöthitamæli til að fylgjast með elduninni. Vökva hann með soðinu á 30 mínútna fresti. Sósan er gerð úr soðinu. AÐALRÉTTUR Hvítkálið hennar Eddu frænku Lýsing: 1 stór eða 2 litlir hvítkáls- hausar, skornir í fjóra parta og soðnir í soðinu af hangikjötinu (ég sýð hvoru tveggja á Þorláksmessu). Ég bæti tveimur teningum af nautakrafti út í soðið og sýð þar til kálið er orðið mjúkt. Ég kreisti allan vökva úr kálinu í gegnum grisju og sýð kálið svo upp í 1-2 dl af rjóma og set nautakraft út í. Salta og krydda með hvítum pipar. Smakka til saltið og eins með rjómann, þetta á að vera svipað þykkt eins og kartöflumús, þannig að það fer eftir því hve mikill vökvi er í hvítkálinu, hvað það þarf mikinn rjóma. EFTIRRÉTTUR Jóla-ísinn 6 eggjarauður 1 bolli púðursykur 1 stöng vanilla ½ líter rjómi 100gr Daim kurl ½ krukka góð karmellusósa Þeyta eggjarauðurnar og púðursyk- urinn vel saman ásamt kornunum innan úr vanillustönginni. Rjóm- inn þeyttur og blanda honum varlega saman við. Daimið sett útí og ísinn settur í form. Næst er sósan sett saman við ísinn en alls ekki að blanda henni vel saman við, bara reyna að dreifa henni vel, en samt þannig að hún sjáist í ísnum. Fryst. Við skorum á Elínu og Unnar að vera næstu matgæðingar Verði ykkur að góðu! KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Brandari vikunnar Eiginkonan spyr karl sinn eitt laugardagskvöld: „Hvað myndir þú gera ef ég ynni í lottó?“ Karlinn svarar kotroskinn: „Ég myndi taka helminginn og flytja út!“ Eiginkonan horfir fast í augu karlsins og segir ákveðin: „Gott! Ég var að vinna tólfhundruð kall. Hér er sexhundruð og hypjaðu þig svo út!“ Feykir spyr... Sendir þú mörg jólakort í ár? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „Sendi bara stafræn jólakort og kveðjur bara til nánustu, þannig ekki mörg.“ Róbert Páll Baldvinsson „Sirka 30 stykki.“ Guðný H. Kjartansdóttir Ótrúlegt en kannski satt... Rétturinn Hamborgarsteik barst með þýskum innflytjendum til Bandaríkjanna á fyrri hluta 19. aldar og varð fljótt vinsæll. „Hamburger steak” styttist svo í „hamburger” og rétturinn tók smám saman á sig þá mynd sem við þekkjum í dag. Ótrúlegt en kannski satt þá hefur einn af hverjum átta Bandaríkjamönnum starfað á McDonalds veitingastað. Jólamaturinn okkar MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN kristin@feykir.is „Við ætlum að deila með ykkur uppskriftinni af jólamatnum okkar. Við erum alltaf með fylltan kalkún á aðfangadag og finnst okkur þessi uppskrift vera mjög góð. Það er misjafnt hvað við höfum í forrétt, en það er alltaf eitthvað sjávarfang. Í eftirrétt höfum við heimatilbúin jólaís sem er uppskrift sem Helga Möller deildi í Vikunni fyrir áratug eða svo, við höfum aðeins aðlagað uppskriftina að okkur. Með kalkúninum gerum við fyllingu sem er mjög góð, heima- lagað rauðkál, sætkartöflumús, salat og svo gerum við hvítkál sem að Edda móðursystir Hrefnu gerði alltaf á meðan hún bjó á Íslandi og gaf okkur. Hún býr í Noregi núna þannig að við gerum hana núna eftir uppskrift frá Eddu. Upphaflega átti þessi uppskrift að vera til að nota með hangikjötinu á jóladag, en hún passar vel með kalkúninum líka,“ segja Hrefna og Guðmundur. Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir og Guðmundur Henry Stefánsson á Skagaströnd eru matgæðingar vikunnar Tilvitnun vikunnar Því meira verður um þjófa og ræningja sem lög og fyrirskipanir eru fleiri. :: Lao Tse AÐALRÉTTUR Kalkúnn og fylling Lýsing: Við notum 4 – 5 kg kalkún Ég byrja á því að sjóða ½ til 1 líter af vatni og set tvo kjúklingateninga út í til að búa til soð sem ég hef í botninum á fatinu sem ég elda fuglinn í. Fuglinn er ofan á grind þannig að hann liggur ekki í soðinu. Hræri svo 250 gr íslenskt smjör saman við u.þ.b. ½ dós af kalkúna- kryddi frá Pottagöldrum ásamt Maldon salti og svörtum pipar. Smjörið set ég bæði undir haminn á bringunum á fuglinum (passa að rífa haminn ekki) og svo smyr ég restinni utan á kalkúninn. Í fyllinguna fara: 8 ristaðar franskbrauðsneiðar, skornar í teninga 1 bréf gott beikon 1 askja kastaníu sveppir, skornir smátt 1 stór paprika, rauð, skorin smátt. 1 gulrót, skorin í litla teninga 1 rautt epli, hýðið skorið af og eplið í litla bita 1-2 brúnir laukar 2-3 hvítlauksrif eða ½ körfuhvítlaukur 1-2 dl rjómi 1 poki muldar möndlur rúmlega 1 dl Maple síróp Aðferð: Beikonið steikt vel á pönnu og sett í skál með brauðteningunum. Laukarnir allir steiktir upp úr 100 – 150 gr smjöri í u.þ.b. 10 mínútur, tekið af pönnunni og sett í skálina. Sveppir, paprika, gulrót, epli og möndlur steikt á pönnunni, síróp- inu helt saman við og þynnt út með rjómanum. Kryddað með kalkúna- kryddinu og smakkað til með salti „Við sendum nokkur kort um hver jól.“ Margrét Viðarsdóttir Hrefna Dögg og Guðmundur ásamt Sigríði Kristínu og Sæþóri Daða. MYND: ÚR EINKASAFNI „Þeim hefur farið snarfækkandi síðustu ár; voru nokkrir tugir þegar mest var. Meðan stórfjölskyldan var og hét, þá var þetta ákveðið sport; maður var jafnvel í að búa til kort. Núorðið sendi ég kveðjur rafrænt til vina og vandamanna sem ekki fá pakka. Ætli Óla frænka, móðursystir mín, sé ekki ein eftir á jólakortalistanum. Jón Þór Bjarnason

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.