Feykir - 30.09.2010, Síða 4
4 Feykir 36/2010
AÐSEND GREIN Eyþór Árnason skrifar Menning
Basar
Skagafjörður
Blönduós
Á heimasíðu Karlakórsins
Heimis er greint frá því að
Stefán Gíslason, kórstjóri,
mun taka sér ársfrí frá
stjórnun kórsins af
persónulegum ástæðum.
Hafa kórfélagar ráðið Helgu
Rós Indriðadóttur til þess að
stýra kórnum í fjarveru
Stefáns.
Vetrarstarf Karlakórsins
Heimis hefst með æfingu í
Miðgarði mánudagskvöldið
18. október kl. 20:30. Megin
þema vetrarins verður kynnt
síðar en það verður með
hefðbundnara sniði en
undanfarin ár þar sem við
höfum blandað saman
leiklestri og söng.
Helga Rós frá Hvíteyrum er að
góðu kunn sem einsöngvari,
óperusöngkona og leiðbeinandi
á vinsælum námsskeiðum fyrir
söngfólk hér í firðinum. Þetta
er ekki í fyrsta sinn sem kona
stjórnar Heimi, því Stefán
hefur áður fengið leyfi frá
störfum og þá hljóp Sólveig
Sigríður Einarsdóttir, betur
þekkt sem Sísa á Mosfelli, í
skarðið með góðum árangri.
Sem fyrr mun Thomas
Higgersson annast undirleik
og raddþjálfun. Við minnum á
að kórinn stendur öllum opinn
sem hafa áhuga á skemmtilegum
félagsskap og telja sig geta
sungið tiltölulega skammlaust.
Áhugasamir geta haft samband
við Jón formann í síma
8921319
Valdís Valbjörnsdóttir tók
sig til á dögunum og safnaði
munum á basar sem hún
síðan hélt í anddyri
Skagfirðingabúðar sl.
föstudag. efáns.
Basarinn var haldinn til
styrktar Ingva Guðmundssyni
sem á næstunni mun gangast
undir beinmergsskipti úti í
Svíþjóð. Valdís safnaði 31.200
krónum.
Kjötafurðastöð Kaupfélags
Skagfirðinga sætir nú
rannsókn ásamt 7 öðrum
kjötvinnslufyrirtækjum í
kjölfar þess að Hagar
viðurkenndu brot á
samkeppnislögum og féllust
á að greiða 270 milljónir í
stjórnvaldssekt.Hin meintu
brot fólust í tvíhliðasamningum
milli fyrirtækjanna og
samstilltum aðgerðum við
smásöluverðlagningu á
kjötvörum eða
forverðmerkingum í verslunum
Bónus.
Þetta þýðir á mannamáli að
vörur frá KS sem aðallega er
lambakjöt er unnið og
verðmerkt í sláturtíðinni sem
stendur yfir í 3 mánuði á ári.
Varan er svo fryst og sett í
geymslu þar til hún er afgreidd
til viðskiptavinarins með
verðmiðann frá sláturtíðinni
en það er það sem
Samkeppniseftirlitið setur út á.
Til þess að stemma stigu við
þessu væri hugsanlega hægt að
merkja vöruna með strikamerki
líkt og gert er við grænmeti og
er það þá í valdi smásalans
hvernig verðið lítur út þegar á
afgreiðsluborðið er komið,
hvort sem það er hagstætt fyrir
neytandann eða ekki.
Ágúst Andrésson forstöðu-
maður Kjötafurðastöðvar KS
vildi ekki tjá sig um málið að
sinni.
Þriðjudagurinn 31. ágúst var
síðasti opnunardagur
Hafíssetursins á Blönduósi
á þessu ári en rúmlega 1700
gestir heimsóttu Hafíssetrið
í sumar og er það
sambærilegt og í fyrra.
Gestir koma frá öllum
heimshornum og hefur það
vakið sérstaka athygli í sumar
að þó nokkrir gestir komu frá
Ástralíu. Þegar gestirnir voru
spurðir af hverju þeir koma til
Íslands var svarið að Ísland
hefur fengið mikla athygli í
fjölmiðlum í Ástralíu
undanfarið og það vekur áhuga
á landinu.
Stjórn Hafíssetursins lýsir
ánægju sinni yfir að svo margir
hafi sýnt setrinu áhuga og
þakkar gestum kærlega fyrir
komuna. Hafíssetrið opnar að
nýju næsta vor, en þá bætist við
sýninguna heimildarmynd um
hafísminningar heimamanna
sem unnin var á vegum
Hafíssetursins í sumar.
Hafíssetrið er opið eftir
samkomulagi í vetur og getur
fólk sent tölvupóst á hafis@
blonduos.is ef áhugi er fyrir því
að skoða setrið.
Nostalgíubensín Helga Rós stjórnar Heimi
Valdís safnaði 31.200 kr.
Samkeppnisstofnun rannsakar KS
Rúmlega 1700 gestir heimsóttu Hafíssetrið
Á böllunum fyrir norðan á
síðustu öld var lokalagið hjá
Geirmundi alltaf það sama:
Erla góða Erla. Og það var
draumurinn að vanga inn í
nóttina með
Erlu:
Erla góða Erla
ég á að vagga þér
Svíf þú inn í svefninn
í söng frá vörum mér
: Kvæðið mitt er kvöldljóð
því kvöldsett löngu er :
Þannig voru þeir tímar þegar
grænu bækurnar í Bún-
aðarbankanum voru og hétu,
þegar sumrin voru köld og
veturnir harðir, en það var
eldur í hjartanu og Geir-
mundur spilaði á böllunum
og stundum komu sjóðheitar
hljómsveitir að sunnan og
árin liðu. Og árin liðu.
Miðgarður orðinn menn-
ingarhús með glerhjúp utan
um tröppurnar, gömlu
tröppurnar sem geyma sögur
um söng, kjaftshögg og sætar
stelpur. Já nú er búið að pakka
Miðgarðströppuminningun-
um inn í gler – eins og búið sé
að leggja tímann í glæra
landaflösku og planið mal-
bikað og fínt… En Kaupfélagið
er á sínum stað, nema mig
minnir að KS-merkið hafi
verið flottara í gamla daga,
einhvern veginn mýkra eða
einhvern veginn svona meira
sexí, og svo var auðvitað
Esso-merkið út um allt…
nema hjá Bjarna Har og
Jóhanni á Kúskerpi.
Þar var BP sem nú hefur reynt
að fylla flóa og fjörur í henni
Ameríku… en það er nú ekki
Bjarna Har að kenna. En
maður var yfirleitt trúr sínu
Essói þarna í den. Það var
dælt bensíni á Camaróinn
hans Tomma í Sólheimum –
K141 – tankurinn fylltur með
spenningi hjá Guðmanni úr
rauðu dælunni og tryllt um
sveitirnar… Svo löngu seinna
fyrir sunnan var samið
sérstakt Essólag og Essó
styrkti sérstaka söngvaraleit
og það urðu til stjörnur. En
svo helltist góðærið yfir okkur
og N1 tók yfir og staðlaði
allar sjoppur og malbikaði
sama pylsubragðið yfir allt
landið. N1 – það er ekki mikil
músík í því miðað við Essó…
Ég sakna Essó. Essó er svo
inngróið í mann. Í sveitinni
varð tankurinn stundum
tómur, miðstöðin hætti að
ganga og Masseyinn varð
olíulaus í miðju flaginu. Þá
var hringt í Kaupfélagið og
stóri Bensinn kom með Esso-
merkið að framan og aftan og
á hliðunum. Essó.
Bjargvætturinn. Og Gísli
Geirs dældi á tankinn, en sat
svo fastur í aurnum á hlaðinu.
Svo fastur að það þurfti að
hringja í Búnaðarsambandið
og fá Kela á jarðýtunni til að
draga trukkinn upp.
Það var í þá daga þegar
Geirmundur var ungur og
spilaði á sólógítar og söng lög
eftir Creedence Clearwater
betur en söngvari þeirra gerði
sjálfur, Camaróinn malaði
fyrir framan Miðgarðströpp-
urnar og sólarlagið logaði
framundan.
Það var í þá daga þegar
Geirmundur var ungur og
spilaði á sólógítar og söng lög
eftir Creedence Clearwater
betur en söngvari þeirra gerði
sjálfur, Camaróinn malaði
fyrir framan Miðgarðströpp-
urnar og sólarlagið logaði
framundan.