Feykir


Feykir - 30.09.2010, Page 8

Feykir - 30.09.2010, Page 8
Péturína Laufey Jakobs- dóttir á Skagaströnd er ný í sveitarstjórn Skagastrandar en áður hafði hún lengi stúderað sveitarstjórnarmál við eldshúsborðið heima. Péturína er full áhuga en segir að í raun hafi verið fátt sem kom henni á óvart þegar í sveitarstjórn var komið. Hver er konan? Húnvetningur í húð og hár, fædd og uppalin á Blönduósi en hóf sambúð með Skag- strendingnum Reyni Lýðssyni þegar ég var 18 ára og flutti þá á Skagaströnd. Áhugamál eru akstursíþróttir og bílar almennt, björgunarsveitamál og skíða-iðkun hefur orðið vaxandi áhugamál á síðustu árum en samfélags- og félagsmál almennt hafa mér lengi fundist áhugaverð. Hvað er annars að frétta frá Skagaströnd? -Það er bara allt gott að frétta frá Skagaströnd, staðurinn iðar af lífi þessa dagana m.a. vegna margra aðkomubáta og svo er mannlífið á Skagaströnd engu líkt. Hérna spígspora t.d. um göturnar listamenn frá ýmsum löndum, á vegum Nes lista- miðstöðvar og bjóða upp á mis skrítnar uppákomur. En af þér sjálfri? -Núna er lífið bara ljúft, byrjuð að vinna aftur hjá fjölskyldufyrirtækinu Léttitækni eftir 14 mánaða fæðingarorlof. Mér finnst æðislegt að vera komin í rútínuna aftur. Það var komið alveg nóg af húsmæðraleik í bili. Hvað gerir þú þegar þú ert ekki að stússast í sveitarstjórnar-málum?- Vá, ég reyni nú að sinna strákunum mínum, Antoni Loga sem er eins árs og Jóhanni Almari sem er átta ára. Á sumrin finnst mér voða gaman að ferðast um landið en á reyndar tvo uppáhaldsstaði þar sem ég hleð batteríin, það er Vatnsdalurinn og Djúpavík á ströndum. Á veturna reyni ég að fara sem oftast á skíði og svo finnst mér æðislegt að ferðast um hálendið á jeppa. Ég sinni líka nokkrum stjórnarstörfum, þ.á.m. gjaldkeri hjá Virkju (tengslanet kvenna á Norðurlandi vestra) og Björgunarsveitinni Strönd, einnig sit ég í stjórn Nes listamiðstöðvar og er formaður foreldrafélagsins í skólanum svo það er yfirleitt nóg að gera. Hvað kom til að þú ákvaðst að skella þér á kaf í sveitarstjórnarmálin? -Hmm… ég fór nú á kynningarfund með konum úr stjórnmálum á vegum Virkju í vor og var alls ekki í þessum hugleiðingum þá, svo leið að kosningum og ég lét eiginlega á endanum undan þrýstingi. Ekki það að ég hef eiginlega alltaf stefnt að því að taka þátt í sveitarstjórnarmálunum en fannst ekki rétti tíminn núna. Mér finnst það skylda okkar sem erum með stórar skoðanir á málunum að hætta að gagnrýna við eldhúsborðið og láta heyra í okkur. Eitthvað sem kom þér á óvart? -Nei reyndar kemur mér fátt á óvart þegar kemur að þessum málum, maður hefur verið ötull við eldhúsborðið að stúdera hvernig þetta virkar hérna og mér sýnist þetta vera svipað því sem ég ímyndaði mér, kannski allt aðeins þyngra í vöfum og hægvirkara. Fyrir hvaða málum munt þú beita þér? -Mín áhugasvið liggja í uppbyggingu á atvinnu- málum og svo eru skóla- og leikskólamálin mér hugleikin, en þegar maður er að stússast í þessu í svona litlu samfélagi held ég að maður muni reyna að beita sér á flestum sviðum, það er jú aðal atriðið að gera gott samfélag en betra. Eitthvað í rekstri sveitar- félagsins sem þú vildir sjá breytast? -Já það er ýmislegt og þess vegna verður spennandi að prufa þetta. 8 Feykir 36/2010 Fátt sem kom á óvart Ný í sveitarstjórn Stóðréttardagur í Víðidal Stóðsmölun og stóðréttir í Víðidalstungurétt fara fram um helgina í Víðidal en hátíðin hefst í dag kl 17.30 (fimmtudag) með sölusýningu á Gauksmýri. Föstudaginn 1. okt. er svo stóðinu smalað til byggða. með skátastarfi á Sauðárkróki. Þátttakendur smölunarinnar fara af stað frá Hrappsstöðum um kl. 10 á föstudagsmorgun og þeir sem ætla að vestan mæta í Valdarásrétt um hádegi. Laugardaginn 2. okt. er stóðið rekið til réttar stundvíslega kl. 10 og hefjast þá réttarstörf. Að venju tekur fjöldi gesta þátt í smöluninni og eru margir þeirra á vegum Íshesta og fer Einar Bollason þar fremstur í flokki. Þetta er í tíunda skiptið sem Einar kemur með ferðamenn í Víðidalstungurétt en hann byrjaði fyrir 10 árum þegar hann kom með ellefu Þjóðverja í Víðidalinn. Núna eru hóparnir alls fjórir sem telja um 60 manns og leggja þeir af stað frá sitthverjum staðnum en samvinna er milli Íshesta og bænda á svæðinu. - Tveir hópar eru á Dæli hjá þeim Sigrúnu og Valdimar, einn hópur er hjá Hauki í Hvammi í Vatnsdal og einn hópur er á Þingeyrum en það er Hjalti Jóhannesson úr Skagafirði sem er með þann hóp. Það getur orðið þröngt á þingi á fimmtudeginum fyrir sunnan Hópið þegar allir þessir hópar eru ríðandi frá Þingeyrum og Sveinsstöðum, segir Einar en reynt er að hafa hópana sjálfstæða þannig að þeir séu ekki að þvælast hver fyrir öðrum. Stefnan er tekin á Dæli og Ásgeirsá þar sem einhverjir hópar verða með hesta. Einar er mjög sáttur við umgjörðina um stóðsmölunina og allt í kringum hana. –Þetta er alveg gífurlega flott dæmi og hróður Víðdælinga hefur borist víða. Við gengum inn í nokkuð mótað prógram sem Víðgælingar höfðu verið með í gangi að mestu fyrir Íslendinga og það hefur þróast svona með árunum, segir Einar en hann á vart til orð til að lýsa stemningunni og veitingunum sem Jónína á Kolugili ber fram fyrir gesti. –Þetta eru þvílíkar veitingar að brúðkaups-og fermingarhaldarar væru fullsæmdir af, segir Einar og rifjar upp að í eitt skiptið var boðið upp á brúðkaup í skemmunni í Kolugili en sonur Jónínu og núverandi eiginkona hans létu gefa sig þar saman. –Það var alveg stórkostlegt. Fólk var bara í lopapeysunum og brúðkaupsgestirnir voru smalar og gestir allsstaðar að úr heiminum, segir Einar og hlær og tekur þetta sem dæmi um hvað heimamenn eru tilbúnir til að gera til að gestir fái að upplifa ógleymanlegar stundir. Búast má við fjölmenni þar sem gestum hefur fjölgað undanfarin ár og veðurspáin er einkar hliðholl Víðdælingum að þessu sinni. Tíunda ár Einars Bollasonar Stóð Víðdælinga rekið til byggða. Mynd: Hrafnhildur L. Hafsteinsdóttir ÁRLEG INFLÚENSUBÓLUSETNING FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI www.hskrokur.is Bólusett verður gegn árlegri inflúensu á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki þriðjudaginn 5. október, þriðjudaginn 12. október og fimmtudaginn 14. október kl. 13:30-15:00 alla dagana. Bólusett verður á Hofsósi þriðjudaginn 5. október kl. 15:30 Þeir sem eru 60 ára og eldri og einnig þeir sem tilheyra sérstökum áhættuhópum fá bóluefnið frítt, en þurfa samt sem áður að greiða komugjald. Munið að framvísa afsláttar- og/eða örorkuskírteinum við komuna. Einnig er mælt með því að sömu einstaklingar séu bólusettir á 10 ára fresti gegn lungnabólgu.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.