Feykir


Feykir - 30.09.2010, Page 9

Feykir - 30.09.2010, Page 9
36/2010 Feykir 9 Gunnar Þór Gestsson formaður UMFT skrifar Afrek eða allir með Þegar kemur að íþrótta- iðkun barnanna okkar þá eru flestir sammála því að þátttaka sem flestra er aðalmálið. Við viljum sjá sem flest taka þátt og vera með. Reyndar hefur aðeins borið á því að foreldrar gera kröfu um afrek strax á fyrsta ári barnsins en það er sem betur fer ekki mjög algengt. Svo líða árin og ef vel gengur er hópurinn ennþá stór. Pressan á árangur eykst og bilið á milli þeirra sem vilja vera með og þeirra sem stefna á afrek í sinni íþrótt breikkar. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er að við viljum bæði afreksfólk og líka að hafa alla með. Kræklingarækt þykir í senn umhverfisvæn atvinnugrein sem og er hún líkleg til þess að hafa jákvæð byggðaleg áhrif. Ég heyrði um daginn sögu af ungum manni sem er í atvinnumennsku í knattspyrnu og í landsliði Íslands. Hann elst upp hjá íþróttafélagi þar sem félagið reynir að hafa alla með. Hann hins vegar tók sjálfur aukaæfingar með aðstoð bróður síns og náði þannig að skara frammúr. Ef við yfirfærum þetta dæmi á barna- og unglingastarf UMF Tindastóls þá viljum við halda úti æfingum þar sem markmiðið er að sem flestir mæti og njóti þess að stunda skemmtilega íþrótt. En hvernig eigum við að gera íþróttafólkinu okkar kleift að stunda aukaæfingar, höfum við aðstöðu til þess og viljum við leggja okkar að mörkum til að sinna þessum einstaklingum sérstaklega vel? Forráðamenn UMF Tindastóls og íþróttamála sveitarfélagsins eru búnir að marka sér þá stefnu að öll börn og unglingar hafi aðgang að öllum deildum félagsins fyrir eitt hóflegt gjald. Með því móti viljum við ýta á sem flesta að taka þátt og prófa sem flestar íþróttir á fyrstu árunum. Skráningarkerfið TÍM er skref í þessa átt þar sem íþróttafélagið og sveitarfélagið munu nýta sér þær upplýsingar sem þar safnast saman til að koma þessu nýja skipulagi í framkvæmd. Afreksþjálfun er svo annað mál sem ég tel að íþróttafélagið, Árskóli og FNV ættu að eiga góða samvinnu um. Afreksþjálfun þarf ekki að vera aldursskipt eins og almennar æfingar en þar verða mun meiri kröfur lagðar á börn- og unglinga. Ég skora á föðursystur mína, Rósu Þorsteinsdóttur að koma með pistil í Feyki. Skátafélagið Eilífsbúar á Sauðárkróki Þann 22. mars 1929 var skátafélagið Andvari stofnað á Sauðárkróki. Nafnið Eilífsbúar kom svo upp þegar félagið var endurvakið af nokkrum piltum árið 1971. Hildur Haraldsdóttir hefur verið í skátunum frá 10 ára aldri en Hildur hefur í dag umsjón með skátastarfi á Sauðárkróki. Hildur, hvað kom til að þú upphaflega 10 ára gömul ákvaðst að ganga til liðs við skátana? -Eldri systir mín var í skátunum og það hefur örugglega ýtt mikið undir að ég fór að mæta á fundi. Ég hafði líka engan áhuga á íþróttum og því var þetta alveg tilvalið. Hvað var það við skátastarfið sem heillaði þig það mikið að þú hefur ílengst öll þessi ár ? -Það er svo ótalmargt sem fær mann til að vilja halda áfram. Alls konar skemmtileg námskeið, verkefni og skátamót bæði hér á landi og erlendis. Svo kynnist maður líka svo mörgu skemmtilegu fólki. Hversu gömul geta börn gengið til liðs við skátana og hvert eiga þau að snúa sér? -Þau geta byrjað í 2. bekk í skátunum en hjá okkur eru yngstu krakkarnir í 4. bekk. Við höfum bara ekki mannskap til að halda út starfi fyrir yngri krakka en í 4 bekk. Ef einhver hefur áhuga á að koma í skátana er minnsta málið að hringja í mig eða einhvern annan í félaginu og fá upplýsingar um fundartíma. Í hverju er skátastarfið fólgið? -Markmið skátahreyfingar- innar er að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir, hjálpsamir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Hver hópur hittist einu sinni í viku, klukkutíma í senn og þar eru leyst ýmis konar verkefni inni eða úti, syngjum og höfum gaman. Að auki eru ýmiskonar námskeið og skátamót í boði fyrir skáta á öllum aldri. Er mikill kostnaður fyrir foreldra sem ákveða að senda börn sín í skátana? -Ekki svo rosalegur myndi ég halda, miða við margt annað. Árgjaldið hjá okkur er núna 15.000 krónur og innifalið í því er skátahettupeysa og skátaklútar. Krakkarnir hafa svo þurft að kaupa sér skátaskyrtu, ef þau þekkja engan sem á skyrtu og er hættur að nota, fyrir skátavígsluna sem er alltaf á sumardaginn fyrsta hjá okkur. Svo er auka kostnaður ef krakkar eru að fara á skátamót eða í aðrar skátaferðir. Hvenær munið þið hefja vetrarstarfið? -Við erum að byrja aftur eftir sumarfrí. Ekki alveg komið á hreint með fundartímana ennþá. En það gerist í vikunni. Vorum með innritun um daginn og það kom alveg hellingur af krökkum að skrá sig. Sem er bara frábært. Nú hafði þið flutt í nýtt húsnæði hvað verður um gömlu Gúttó? -Nú er ég bara ekki viss, Gúttó er eign sveitarfélagsins. Það verður vonandi gert eitthvað gott fyrir húsið, það er orðið ansi lélegt. Hvað með önnur skátafélög á Norðurlandi vestra eru þau virk? -Það er bara eitt annað á Norðurlandi vestra og það er skátafélagið Bjarmi á Blönduósi, þar er eitthvað starf ennþá. Er eitthvað samstarf á milli félaga? -Já já, það er alltaf eitthvað samstarf á milli félagana. Mættum samt vera duglegri að hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman til dæmis fara saman í skálaferðir. Eitthvað að lokum? -Ég hvet alla til að prufa að fara í skátana á hvaða aldri sem er, þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt. Ég er alla vega ánægð með mín 18 ár í skátunum. Ég er alla vega ánægð með mín 18 ár í Hildur á landsmóti skáta. Frá skátastarfinu.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.